SKULDIR HEIMILANNA ! HVERJIR FÁ AFSLÁTT ? SKOÐUM LAUSNIR !

Mikið er rætt um lausnir á skuldum heimilanna og fáránlegar hugmyndir eins og 20 % afsláttur Framsóknarmanna og 4 milljón króna gjöfin frá Vinstri Grænum eru algerlega vonlausar. Það besta sem hægt er að gera fyrir heimilin og alla landsmenn er falið í breytingum á skattheimtu og breytingum á virðisaukaskatti. Til dæmis mætti lækka tekjuskatt einstaklinga niður í 25 % og lækka virðisaukaskatt niður í 15 %. Þetta mundi færa landsmönnum meiri ráðstöfunarfjármuni og efla kaupmátt þeirra. Svo er vaxtalækkun algerlega nauðsynleg og stýrivextir verða að lækka snarlega niður í 5 % þannig að húsnæðislánin verði aftur viðráðanleg fyrir húseigendur. Þar að auki verðum við að aflétta gjaldeyrishöftum af fyrirtækjunum til að efla þau þannig að fyrirtækin geti farið að starfa af fullum krafti aftur og ráða fólk í störf. Þessar aðgerðir gætu minnkað atvinnuleysið töluvert. Þeir landsmenn sem tóku lán í erlendum myntum verða að bera einhverja ábyrgð á sínum ákvörðunum en samt sem áður eiga bankarnir stærsta þáttinn í því að lánin voru veitt með sinni söluherferð og þá er tilvalið að bankarnir (gömlu) felli niður 50 % af skuldunum. Ríkið verður svo að hraða endureinkavæðingu bankanna, sem skapar ríkistekjur þegar þeir eru seldir og nauðsynlegt er að fá erlenda fjárfesta inn í það dæmi. Ekki er útlit fyrir að '' bráðabyrgðastjórnin '' taki að sér þessar aðgerðir og við verðum að bíða fram að næstu kosningum til að fá úr því skorið hvað verður gert fyrir þjóðina í peningamálunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta er reyndar nýr vínkill á umræðuna. Ég hef frekast aðhyllst 20% afskritum hjá framsókn en stórfeld skattalækkun gæti allt eins virkað þó ekki bjargist allir frekar en með öðrum leiðum.

Offari, 25.3.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband