FORSETINN OKKAR Á HEIÐUR SKILIÐ, EN HVAÐ NÚ ? HÉR ER TILLAGA !

Ólafur Ragnar Grímsson er sammála þjóðarviljanum, sem kom fram fyrr í dag, þegar hann afhenti okkur úrslitavaldið í Icesave málinu. Það er því augljóst mál, að hann er einnig sammála okkur að núverandi stjórnvöld ráða ekki við þessa erfiðu samninga við Breta og Hollendinga og það er einnig augljóst að þjóðin vill nýja stjórnendur. Hverja þá ? Ég er sannfærður að vinstri stjórnin verður að segja af sér, en það er ekki nein lausn að stjórnarandstöðuflokkarnir taki við völdum. Þeir hafa ekki getu eða kunnáttu til að lyfta okkur úr þeim hremmingum sem þeir komu okkur í sjálfir. Það þarf að koma á Þjóðstjórn og ákjósanlegast væri að um leið og þjóðin gengi til kosninga um Icesave ábyrgðina kysi hún einnig þjóðstjórn. Þjóðstjórnin þarf ekki að vera stór hópur en þarf að vera samsettur af skynsömum fræðimönnum hver á sínu sviði og svo þurfa einn til tveir erlendir sérfræðingar að koma að stjórninni sem ráðgjafar. 10 til 12 manna hópur. Þjóðaratkvæðagreiðslan væri því þessi:    1. Ert þú fylgjandi eða andvígur núverandi Icesavesamningi ?   2. Ert þú fylgjandi eða andvígur skipan þjóðstjórnar ?

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband