10.4.2012 | 07:22
ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
Ólafur R. Grímsson breytti forsetaembættinu með því að nota málskotsréttinn og þar af leiðandi verður engin kosning í þetta embætti ópólitísk, eins og margir af frambjóðendunum virðast halda.
Þegar litið er yfir frambjóðendahópinn þá er þessi hópur fremur dapur, en svo virðist að sá frambjóðandi sem er með mest fylgi sé Þóra Arnórsdóttir, sjónvarpskona. Þetta stafar náttúrulega af því að hún hefur augljóst forskot á hina vegna veru sinnar á skjánum. Það má þó ekki gleyma því að hún er af '' Hannibalsleggnum '' og er vinstri sinnuð, eins og oft er staðreynd um fjölmiðlafólk, og þar af leiðandi verður þetta þungur róður fyrir hana ef hægri öflunum tekst að sverta framboðið fram að kosningum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að besti frambjóðandinn sé Ólafur Ragnar Grímsson, því þjóðin veit núna hvar hann stendur og hann bjargaði þjóðinni frá milljarða tapi í Icesave málinu með snilldartöktum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það að forsetinn meti svo, að myndast hafi bil milli þings og þjóðar í einhverju máli er ekki pólitík í neinum venjulegum skilningi. Að virkja málskotsréttinn er ekki það sama og að forsetinn sé pólitískur. Þetta er varasamur misskilningur enda virðist vera að kosningavél Samfylkingar telji sig geta vaðið áfram í forsetakosningarnar með sinn frambjóðanda (Þóru) í krafti þessa.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.