10.11.2006 | 21:35
Ákvarðanaskertur Sjálfstæðismaður
Nú þegar prófkosningarnar eru á döfinni og alþingiskosningarnar á næsta ári þá ber mér að skoða Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni, því ér er þeirrar skoðunar að flokkurinn sé í raun að færast að miðjunni og jafnvel yfir strikið til vinstri. Flokkurinn, undir forystu hins ágæta Davíðs Oddssonar, tók stórar ákvarðanir í rétta átt með einkavæðinu bankanna o.sv. frv. en á hinn bóginn þá stækka ríkisfyrirtækin áfram og störf og stærstu framkvæmdirnar í landinu eru ríkisframkvæmdir. Fáránlegt frumvarp um nefskatt á alla borgara til að greiða fyrir '' videóleiguna'' RUV er eitt dæmið um villur vegar og hvalveiðar eru hitt dæmið. Þetta eru náttúrulega alvarleg mistök hjá flokksforystunni og stjórninni. Hvað á ég að ákveða ? Ekki get ég með nokkru móti farið leið gamla vinar míns, Ellerts Shcram og gengið í Samfylkinguna, sem hefur ENGA STEFNU ! Ekki get ég kosið VG eða '' nýja rasistaflokkinn ''.........
Ég fæ ekki betur séð en að ég sé flokkslaus og '' áttavilltur ''. Helst langar mig til að stofna nýjan flokk, sem hefði þá stefnu að hraða einkavæðingunni, selja ríkisfyrirtækin ÖLL, taka RUV út úr samkeppnisstöðunni, segja upp Schengen-samningnum, lækka skatta á almenna borgara, lækka skatta á eftirlaunafólk (sem ætti að vera í 10% þrepi), loka samkeppnisstofnuninni, sem er alveg handónýt, fjarlægja fákeppnina sem tröllríður samfélaginu í matarverði (það hæsta á byggðu bóli) olíusamráðið, sem hefur alls ekki andast heldur blómstrar áfram og svo mætti lengi telja...
Þetta verður erfið ákörðunartaka hjá mér en ég læt ekki bugast og kýs nú einungis það fólk í flokknum, sem ég tel að hafi þor til að breyta íslensku athafna og velferðarlífi í rétta átt.
Hér á Íslandi ættum við að athuga alvarlega stefnu Hannesar H. Gissurarsonar & Co. sem hefur góða sýn og réttmætar skoðanir á framtíðarmöguleikum okkar að verða miðstöð fjármálaheimsins í Norður Evrópu og svo vildi ég enda þetta blogg á því að spyrja stjórnvöld hér hvers vegna við höfum ekki spilavíti í landinu (gífurlegar tekjur fyrir ríkiskassann)... við leyfum hvort eð er fjárhættuspil (söfnunarkassarnir, Lotto, happadrætti). !
Have a nice day !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.