UM ISRAEL OG UNDARLEGAR YFIRLÝSINGAR ÍSLENSKRA RÁÐAMANNA

Í vikunni gerðist það að íslensk stjórnvöld mótmæltu harðlega varnaraðgerðum Ísrael gagnvart ákveðnum svæðum Palestínuhryðjuverkamanna. Ekki sá ég nein opinber mótmæli gagnvart Palestínu þegar Hamas/Hisbollah samtökin stýra sjálfsmorðsárásum á saklausa borgara Ísrael. Hvers vegna er þessi mismunur gerður af íslenskum ráðamönnum ? Ég spyr ?

Palestínuyfirvöld, Hamas og Hisbollah samtökin viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael. Þar með er Israel sett upp við vegg og verður að verjast árásum þessarra samtaka. Ég er sannfærður um að Israelsmenn eru reiðbúnir að semja um frið ef þessari afstöðu til tilveruréttsins væri breytt af hálfu Palestínumanna og annarra samtaka sem koma að þessu erfiða máli.

Hugsum okkur Ísland, í beinu framhaldi af sjálfstæðisyfirlýsingu okkar árið 1944, að þá hefðu Danir og Norðmenn EKKI viðurkennt tilverurétt Íslands sem sjálfstæð þjóð og hafið baráttu við okkur með hryðjuverkum hér heima og erlendis með gíslatöku o.sv.frv. Ég er ansi hræddur að viðbrögð okkar hefðu verið svipuð ísraelsþjóðinni, sem sagt að berjast fyrir okkar sjálfstæði.

Ísland var fyrsta þjóðin til að viðurkenna Ísraelsríki og það er skammarlegt að við skulum nú í dag kjósa stjórnmálamenn í ráðherrastöður sem skilja ekki samhengi ástandsins í Mið-Austurlöndum og mikilvægi þess að styðja við okkar bandamenn, Israel, á þessum erfiðu tímum.

 

Have a nice day.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband