23.1.2009 | 13:58
NÝTT LÝÐVELDI, NÝJAR HUGMYNDIR, NÝ STJÓRNARSKRÁ
Í umræðunni undanfarnar vikur er mikið rætt um þörfina á róttækri endurskoðun á stjórnarskrá okkar og breytinga á stjórnskipulagi lýðveldisins. Það virðast flestir vera sammála um að stórar breytingar séu nauðsynlegar og eftirfarandi eru hugmyndir, sem að miklu leiti eru teknar úr engilsaxneskum stjórnsýslulögum og gætu átt erindi til okkar íslendinga.
Byrjum á stjórnarskránni.
Ný inngangsorð:
Við, íslendingar, í leit að fullkomnara lýðveldi, staðfestum nýja stjórnarskrá, í þeim tilgangi að tryggja réttlæti, velferð og friðsæld þjóðarinnar og komandi kynslóða hennar.
Skilgreiningar:
1. gr. Ísland er þjóðkjörið lýðveldi
2. gr. Alþingi fer með löggjafarvaldið
3. gr. Forseti og ráðherrar fara með framkvæmdavaldið
4. gr. Dómendur fara með dómsvaldið
5. gr. Forseti skal vera þjóðkjörinn á 4. ára fresti
6. gr. Alþingismenn skulu þjóðkjörnir á 4. ára fresti
7. gr. Héraðsdómarar skulu þjóðkjörnir á 4. ára fresti
Áfrýjunardómarar eru skipaðir af forseta
Hæstaréttardómarar eru skipaðir af forseta
8. gr. Alþingi skal ekki setja nein lög um þjóðkirkju né bann við trúfrelsi, málfrelsi, fjölmiðlafrelsi eða rétt íslendinga til að mótmæla friðsamlega með samkomum eða óskum um svör við áskorunum til sitjandi stjórnar.
9. gr. Ísland er herlaust lýðveldi. Alþingi skal hafa rétt til semja og undirrita varnarsamninga við erlend vinveitt ríki um tryggingar á öryggi Íslands gegn óvinum þess.
10.gr. Forseti skipar ráðherra framkvæmdavaldsins. Öldungadeild Alþingis skal fara með staðfestingu á skipan ráðherra og skal meirihluti atkvæða öldungadeildar ráða úrslitum.
Eins og sést á þessu þá er hér um mjög stórar breytingar að ræða. Forsetaembættið í núverandi mynd leggst niður. Alþingi fær stærra og valdameira hlutverk. Kirkja og ríki aðskiljast algerlega.
Þar sem minnst er á ný embætti að ofan þá er réttast að stilla upp valdasviðinu.
LÖGGJAFARVALDIÐ
Alþingi samanstendur af 36 almennum þingmönnum og 12 öldungardeildarmönnum, sem sagt tvískiptar deildir. Samtals 48 embætti. Kosið er á 3. ára fresti.
DÓMSVALDIÐ
Lægsta stigið er Héraðsdómstóll, miðstigið er Áfrýjunardómstóll og æðsta stigið er svo Hæstiréttur.
Hæstiréttur er skipaður af forseta en hin stigin kosin á 4. ára fresti.
FRAMKVÆMDAVALDIÐ
Forseti og varaforseti kosnir á 4. ára fresti. Varaforseti er jafnframt forseti Alþingis.
Forseti skipar ráðherra.
Ofangreint eru sem sagt hugmyndir sem hér með er komið á framfæri og gætu stuðlað að framför lýðveldisins á komandi árum
Baldvin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.