NÝTT LÝÐVELDI, NÝJAR HUGMYNDIR, NÝ STJÓRNARSKRÁ

Í umræðunni undanfarnar vikur er mikið rætt um þörfina á róttækri endurskoðun á stjórnarskrá okkar og breytinga á stjórnskipulagi lýðveldisins. Það virðast flestir vera sammála um að stórar breytingar séu nauðsynlegar og eftirfarandi eru hugmyndir, sem að miklu leiti eru teknar úr engilsaxneskum stjórnsýslulögum og gætu átt erindi til okkar íslendinga.

Byrjum á stjórnarskránni.

Ný inngangsorð:

Við, íslendingar, í leit að fullkomnara lýðveldi, staðfestum nýja stjórnarskrá, í þeim tilgangi að tryggja réttlæti, velferð og friðsæld þjóðarinnar og komandi kynslóða hennar.

Skilgreiningar:

1. gr.  Ísland er þjóðkjörið lýðveldi

2. gr. Alþingi fer með löggjafarvaldið

3. gr. Forseti og ráðherrar fara með framkvæmdavaldið

4. gr. Dómendur fara með dómsvaldið

5. gr. Forseti skal vera þjóðkjörinn á 4. ára fresti

6. gr. Alþingismenn skulu þjóðkjörnir á 4. ára fresti

7. gr. Héraðsdómarar skulu þjóðkjörnir á 4. ára fresti

         Áfrýjunardómarar eru skipaðir af forseta

         Hæstaréttardómarar eru skipaðir af forseta

8. gr. Alþingi skal ekki setja nein lög um þjóðkirkju né bann við trúfrelsi, málfrelsi, fjölmiðlafrelsi eða rétt íslendinga til að mótmæla friðsamlega með samkomum eða óskum um svör við áskorunum til sitjandi stjórnar.

9. gr. Ísland er herlaust lýðveldi. Alþingi skal hafa rétt til semja og undirrita varnarsamninga við erlend vinveitt ríki um tryggingar á öryggi Íslands gegn óvinum þess.

10.gr. Forseti skipar  ráðherra framkvæmdavaldsins. Öldungadeild Alþingis skal fara með staðfestingu á skipan ráðherra og skal meirihluti atkvæða öldungadeildar ráða úrslitum.

Eins og sést á þessu þá er hér um mjög stórar breytingar að ræða. Forsetaembættið í núverandi mynd leggst niður.  Alþingi fær stærra og valdameira hlutverk. Kirkja og ríki aðskiljast algerlega.

Þar sem minnst er á ný embætti að ofan þá er réttast að stilla upp valdasviðinu.

LÖGGJAFARVALDIÐ

Alþingi samanstendur af 36 almennum þingmönnum og 12 öldungardeildarmönnum, sem sagt tvískiptar deildir. Samtals 48 embætti. Kosið er á 3. ára fresti.

 

DÓMSVALDIÐ

Lægsta stigið er Héraðsdómstóll, miðstigið er Áfrýjunardómstóll og æðsta stigið er svo Hæstiréttur.

Hæstiréttur er skipaður af forseta en hin stigin kosin á 4. ára fresti.

FRAMKVÆMDAVALDIÐ

Forseti og varaforseti kosnir á 4. ára fresti. Varaforseti er jafnframt forseti Alþingis.

Forseti skipar ráðherra.

Ofangreint eru sem sagt hugmyndir sem hér með er komið á framfæri og gætu stuðlað að framför lýðveldisins á komandi árum

Baldvin. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband