23.1.2009 | 18:19
HUGMYND AÐ FRAMTÍÐARMÖGULEIKUM ÍSLANDS
Við íslendingar stöndum nú á sögulegum tímamótum. Það er mikil kreppa í landinu og eflaust á hún eftir að fylgja okkur í nokkur ár. Skoðum möguleika !
Tekjur landsins eru að mestu leiti byggðar á sjávarafurðum, álvinnslu og ferðamennsku.
Við búum hins vegar yfir miklum auði í raforku okkar. Raforka okkar er ódýr, auðveld til vinnslu og beislunar. Möguleikarnir að nýta þessa orku eru margfaldir.
1. Bjóðum erlendum fyrirtækjum, sem þurfa að geyma tölvuvæddar upplýsingar, hýsingu á Íslandi á verði sem er það hagstæðasta í vesturheimi og um leið það öruggasta.
2. Skoðum möguleika á að selja rafmagn til nágranna okkar, eins og Grænlands, Skotlands, Færeyja, Nýfundnalands og Kanada.
3. Þetta er sennilega stærsti liðurinn ! Hefjum það stóra verkefni að reisa lestarkerfi í landinu, sem byggist á raforku okkar. Við vitum að sjóleiðin er ekki arðbær fyrir flutninga á vörum og fólki. Við vitum að landleiðin er mjög dýr, bensínkostnaðurinn er dýr og við ráðum ekki verðinu, og svo er kostnaður vegagerðar óheyrilegur vegna ofnotkunar.
Hugsum okkur rafmagnsknúnar lestaleiðir.
Reykjavik Keflavik Reykjavik. Lestarkerfi til flutninga farþega.
Reykjavik Akureyri Neskaupstaður Akureyri Reykjavik. Lestarkerfi til flutninga á fólki og varningi.
Reykjavik Vík í Mýrdal Reykjavík
Reykjavík Borgarnes Snæfellsnes Vestfirðir Snæfellsnes Borgarnes Reykjavik
Höfuðborgarsvæðið . Metro kerfi sem tengir öll hverfi svæðisins
Stórmannvirki á höfuðborgarsvæðinu, sem hýsir ' Grand Central Terminal ' þar sem allar lestar koma saman og bílastæði neðanjarðar.
Uppbygging þessa kerfis mun skapa fleiri hundruð, ef ekki þúsund störf, í mörg ár og mundi halda atvinnuleysi í lámarki um áraraðir. það er vel þess virði að skoða þessa hugmynd.
Hér ráðum við sjálf ferðinni.
Alla vega er þessi kostur miklu arðbærari en olíudraumar !
BB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.