12.2.2009 | 16:27
STJÓRNARSKRÁRBUNDIN ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA ERU MISTÖK !
Stjórnvöld virðast vera að þokast í þá átt að festa þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrána.
Þessi gjörningur eru mikil mistök. Sagan segir okkur þetta nokkuð skýrt ef menn muna eftir hvernig Adolf Hitler og Benito Mussolini misnotuðu þjóðaratkvæðagreiðslur og blekktu almúgann í Þýskalandi og á Ítalíu með áróðursmaskínum sínum. Í dag er sams konar gjörningur miklu auðveldari með misnotkun á fjölmiðlunum, sérlega sjónvarpi, sem í dag á íslandi er í höndum eigenda sem eru hliðhollari sérstakri stefnu stjórnmálanna og hafa þannig forskot.
Einn af forsetum Bandaríkjanna, James Madison, kallaði þjóðaratkvæðagreiðslu '' Harðstjórn meirihlutans ''. Nokkuð skarpur þar. Frá Bandaríkjunum er til gott dæmi um fáránleika '' þjóðaratkvæðagreiðslu '' en í Kaliforníu fyrir nokkrum árum var kosið í almennum fylkiskosningum um fyrirbærið '' 3 strikes and you are out '' , eða '' þú ert farinn í þriðja skiptið '', en þetta átti við dæmda glæpamenn sem hlutu ævilangt fangelsi við þriðja brot. Þetta var samþykkt af kjósendum ! Kjósendur gerðu sér ekki grein fyrir tvennu: Dómarar í svona málum höfðu alls ekkert val á mildari dómum og svo hitt að t.d. unglingur sem stelur tyggjópakka í sjoppu í þrígang og er dæmdur í þrígang hlýtur ævilangt fangelsi ! Er þetta ekki skýrt dæmi um fáránleika þess að láta almúgann taka alvarlegar ákvarðanir.
Þjóðaratkvæðagreiðsla veikir einnig löggjafarvald Alþingis og ef það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að gera í dag, þá er það ekki að veikja vald þingsins, heldur að efla það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.