EKKI - AÐGERÐALISTINN !

Í fjármálakreppu íslendinga er mikilvægt að ákveða með skýrum hætti hvað á EKKI að gera.

Hér er listinn:

1. Við íslendingar eigum EKKI að greiða Icesave reikningana.....Gordon Brown getur séð um það !

2. Við íslendingar eigum EKKI að hækka skatta......fremur lækka skatta til að auka tekjurnar og styrkja atvinnulífið.

3. Við íslendingar eigum EKKI að lögsækja þá sem flúðu með verðmæti úr landi....heldur fara að hætti Angelu Merkel og bjóða þeim að koma með féð til baka.

4. Við íslendingar eigum EKKI að kjósa einn einasta stjórnmálaflokk sem kom að hruninu, nema að flokkurinn biðjist afsökunar á mistökunum.

5. Við íslendingar eigum EKKI að ganga í Evrópusambandið. Slíka ákvörðun á ekki að taka í neyðarástandi heldur þegar landið er laust við kreppuna.

6. Við íslendingar eigum Ekki að skipta um gjaldmiðil strax, heldur vega og meta á næstu árum hvaða gjaldmiðill hentar okkur best.

7. Við íslendingar eigum EKKI að endurskoða stjórnarskrána, heldur að kasta henni og skrifa glænýja stjórnarskrá.

8. Við íslendingar eigum EKKI að halda í forsetaembættið, heldur leggja það niður í núverandi mynd.

 9. Við íslendingar eigum Ekki að hika við að lögsækja Breta vegna hryðjuverkalaganna sem þeir beyttu gegn okkur.

Þessi listi er sennilega miklu lengri, en þetta eru höfuðatriði.

Baráttukveðjur,

BB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband