NÝR STJÓRNMÁLAFLOKKUR ! NÝTT HUGARFAR !

Á tímum óróa og kreppu er vert að þjóðin íhugi hvort ekki sé rétt að stofna nýja hreyfingu sem gæti orðið leiðandi afl í endurreisn landsins. Hér eru stærstu verkefnin framundan og hugmyndir um hvernig þessi nýji flokkur gæti komið að endurreisn þjóðarinnar, bæði heima og heiman.

1. Köstum '' dönsku stjórnarskránni '' og skrifum nýja, sem styrkir vald þingsins, afnemur forsetaembættið, breytir kosningalögum (bein einstaklingskosning), aðskilur ríki og kirkju og beitir sig fyrir jafnrétti þegnanna.

2. Átak gegn atvinnuleysi með ríkisframkvæmdum á borð við lagningu járnbrautarkerfis um allt land sem nýtir sér raforku landsins. Þetta er að minnsta kosti 10 til 15 ára áætlun.

3. Upptaka $ Bandaríkjadollars og innganga í NAFTA. Þessi aðgerð yrði til þess að efnahagur þjóðarinnar styrktist og ekki væri nauðsyn að fórna rétti þjóðarinnar að deila fiskveiðiréttum okkar með Evrópusambandinu, sem hvort eð er er dauðadæmt '' beuraukratafyrirbæri ''.

4. Lögsækjum Breta strax vegna aðgerða þeirra í hryðjuverkalagamálinu. Þar með verður ef til vill engin skuldbynding vegna Icesave reikninganna, sem í raun eru ekki okkar vandamál.

5. Afnemum verðtryggingar.

6. Breytum skattafyrirkomulagi þjóðarinnar þannig við þjóðin séum ekki skattpýnd eins og raunin er í dag. Tekjuskattur verði lækkaður í 25 %, virðisaukaskattur verði 15 %, skattur á eftirlaun verði 5 % og skattar á fyrirtæki verði 10 %.

7. Stofnum nýtt ráðuneyti, samkeppnis og verðlagsráðuneyti, sem hefur það markmið að fyrirbyggja núverandi ástand. sem einkennist af fákeppni.

8. Þjóðaratkvæðisgreiðsla verður ekki lögbundin í stjórnarskrá.

Er þetta flokkur sem á sér framtíð á Íslandi ?

Ég spyr, og þið svarið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband