26.2.2009 | 17:35
TVÆR LEIÐIR TIL AÐ FYRIRBYGGJA ÁFRAMHALDANDI ATVINNULEYSI !
Atvinnuleysi okkar íslendinga í dag er stórt vandamál, sem verður að leysa sem fyrst.
Við höfum ýmsar leiðir til að lagfæra þetta á næstu misserum en það eru góðar framtíðaráætlanir sem munu koma til með að bjarga þessu fyrir okkur. Þessar áætlanir verða að vera til frambúðar og verða að spanna nokkra áratugi, ef ekki lengur.
Hér er tvennt sem við getum framkvæmt:
1. Hefjum samningaviðræður við bæði vanþróuð ríki, og einnig fjársterk ríki ( t.d. Saudi Arabia) um innflutning á fersku drykkjarvatni. Nú er ég ekki að tala um Perrier vatn, '' Jón Ólafsson '' vatn, eða neitt slíkt, heldur ferskt drykkjarvatn flutt í sérhönnuðum pakkningum í stórförmum til þessara landa. Við gætum þess vegna rekið þessi skip sjálfir. Næstum öll Afríka þarf ferskt drykkjarvatn og við eigum óendanlegar byrgðir af því.
2. Uppbygging á rafmagnsknúnu lestarkerfi á Íslandi er verkefni sem við ættum að hefja sem fyrst með aðstoð Þýskra og Franskra sérfræðinga á þessu sviði. Raforkan okkar er ódýr og við verðum að fyrirbyggja að verða ekki háð bifreiðum í framtíðinni. Lestarkerfi sem tengir höfuðborgarsvæðið við Keflavíkurflugvöll væri byrjunarreiturinn. Landsbyggðarkerfið mætti síðan fylgja í kjölfarið.
Þessir tveir möguleikar mundu skapa fleiri hundruð störf og afla tekna upp á marga milljarða í framtíðinni. Lestarkerfið mundi einnig spara fleiri tugþúsunda lítra af olíunotkun.
Þetta eru möguleikar af bestu gerð !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru a.m.k. hugmyndir um að gera eitthvað í málunum
Kveðja
Finnur Bárðarson, 26.2.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.