ESB AÐILD ER EKKI RÉTTA LEIÐIN !

Í þeirri uppbyggingu sem er framundan hjá okkur, er óskynsamlegt að athuga aðild og raunar kolvitlaus leið til að endurreisa okkar fjármál og atvinnuleysi. Þetta sjónarspil, sem Evrópusinnar hafa gangsett, er dauðadómur fyrir okkar sjálfstæði. Við verðum að vernda sjávarútveginn en ekki afhenda hann til meginlandsins. Við, sem erum nú þegar búin að eyða hundruðum ára til að losa okkur við konungsvöldin á norðurlöndum, eigum ekki einu sinni að hugsa okkur um tvisvar þegar svona afturhaldsstefna fæðist hjá nokkrum sósíalistum hér á landi, sem dá og dýrka þetta apparat skrifstofumanna í Brussel. Nei, við eigum að skapa okkar eigin forsendur, halda vel utan um okkar sjálfstæði og halda áfram á þeirri braut.

Þær breytingar sem við sjálf viljum gera á gjaldmiðlinum eiga að grundvallast á því hvar er best að bera niður, og þá ber að líta sterkt til bandaríkjadollars, sem er sterkasti gjaldmiðillinn á alþjóðavettvangi og mun styrkjast mjög á næstunni vegna stefnu Obama í fjármálum og alþjóðlegri atvinnusköpun.

Horfum með raunsæi á stöðuna og kjósum rétt í næstu kosningum ! Ekki ESB aðild !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband