´´SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR´´ GENGUR EKKI UPP ! ÓSELJANLEG EIGN !

Þegar þessi undarlega '' sameign þjóðarinnar '' er í umræðunni þá virðist sem menn skilji ekki þetta hugtak til fulls. Þetta hugtak vilja menn nú festa í stjórnarskrána ! Þetta á við fiskstofnana, árnar og vatnsföllin, olíu, gas og guð veit hvað annað. Ef við skoðum fiskistofnana þá ber að hugleiða að einstaklingar geta ekki átt óveiddan fisk, einstaklingar geta ekki selt hann, jafnvel þótt að stjórnarskráin segi að þú eigir fiskinn ! Alþingi mun þá hafa ráðstöfunarrétt yfir fiskistofnunum, sem eru umboðsmenn kjósenda, og þar með eru unglingar og kornabörn skilin frá eignarhaldi. Eða er það meiningin að hjón með tvö börn eigi 4. hluti ? Nú, ef þú átt fiskinn, þá gefur augaleið að þú átt að geta selt fiskinn, ef þér sýnist svo. En þetta verður ekki hægt, samkvæmt lögunum ! Sem sagt, þú ÁTT EKKERT ! '' Sameign '' gengur ekki upp. Segjum svo að hugsandi menn breyti þessu og segi frekar '' Auðlindir þjóðarinnar, fiskur, olía, gas,rafmagn o.s.frv. eru eign þjóðarinnar og aðeins Alþingi má ráðstafa eigninni með lögum sem verður að samþykkja með meirihlutaatkvæði í þinginu '' Þetta lítur miklu betur út og þarf ekki að byggja á huglægu máltaki og þá er þessi fáránlega '' sameign '' tekin út úr myndinni.

hvað finnst ykkur ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband