18.3.2009 | 18:16
LÖGLEG SPILAVÍTI Á ÍSLANDI ! NÝR TEKJUPÓSTUR FYRIR RÍKIÐ !
Á næstu mánuðum og árum verður þröngt í ríkiskassanum og Íslendingar verða að losa sig við hinar gríðarlegu skuldir sem núverandi kreppuástand hefur skapað. Stjórnvöld ættu að huga að þeim möguleika að leyfa spilavíti á Íslandi. Margir stjórnmálamenn eru eflaust mótfallnir slíkum hugmyndum, en þegar grannt er skoðað þá eru fjárhættuspil stunduð hérna, bæði á netinu, í lokuðum einkaklúbbum, íslenska Lottóið, happadrætti og svo mætti lengi telja. Keflavíkurflugvöllur er tilvalinn sem tilraunaverkefni þar sem þúsundir erlendra farþega dvelja þar daglega í Leifsstöð. Þar er það sem kallast '' captive audience '', og ekki nokkur vafi að margir mundu freysta gæfunnar þar. Eitt lítið spilavíti í Leifsstöð, með 10 til 20 borðum gæti skilað $ 75,000 dollurum á dag, sem er rúmlega 8 og hálf milljón á dag ! 255 milljónir á mánuði er ekki eitthvað sem hægt er að líta hjá. Ríkið fengi helming af þessari veltu, eða 127 milljónir á mánuði í kassann. Þar að auki fengi ríkiskassinn skatta og gjöld frá starfsmönnum spilavítisins. Þetta er sem sagt '' win win'' og allar tekjurnar frá útlendingum ! Auðveld tekjuleið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.