AF SÖKUDÓLGUM BANKAHRUNSINS !

Það er í tísku í dag, eins og sjá má í fjölmiðlum, að saka bankastjóra, fyrirtækjaforstjóra og stjórnmálamenn um að hafa orsakað hið mikla bankahrun og þessa kreppu sem við berjumst við í dag. Þetta er alls ekki allur sannleikurinn og við verðum að viðurkenna, rétt eins og aðrar þjóðir hafa nú þegar gert, að orsökina er að finna í slöku eftirliti með starfsemi þessarra manna og fyrirtækja. það er greinilegt að á Íslandi var ekkert eftirlit og það er brýn nauðsyn að komast að því hvers vegna FME brást í sínu eftirlitshlutverki á síðastliðnum 5 árum. Bernard Madoff komst upp með sitt Ponzi kerfi í Bandaríkjunum vegna þess að hann hafði aðgang að eftirlitsmanni í SEC (eftirlitsstofnun fjármála) og öllum rannsóknum á viðskiptum hans var hætt vegna þessara tengsla. var eitthvað slíkt í gangi hjá FME ? Þetta er stóra spurningin. Allt annað eru einungis getgátur. Það er krafa þjóðarinnar að sérstakur saksóknari rannsaki þetta atriði fremur en að leita að ímynduðum fjármunum á Tortolaeyju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband