28.4.2009 | 16:44
ÞRÁINN BERTELSSON Á EKKI AÐ SKILA NEINU !
Umræðan um tvöföld laun Þráins Bertelssonar er á villigötum. Vandamálið má rekja til heitsins á þessum peningagreiðslum, '' Heiðurslaun ''. Erlendis er þetta kallað '' stipend '' en ekki '' salary '' og munurinn er sá að stipend er greiðsla fyrir störf sem þegar hafa verið unnin en salary er greiðsla fyrir störf sem á eftir að framkvæma. Þetta ætti frekar að vera kallað Heiðursframfærslufé, en það er ansi langt orð og óþjált og hefur þess vegna ekki verið notað. Blöndum þessu ekki saman og leyfum Þráni að njóta góðærisins. Hann á það skilið.
Gaudeamus igitur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur. Ég er alls ekki sammála Þráni í pólitík en finnst þessi atlaga að honum út af heiðurslaununum svívirðileg. Basta.
gf (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:48
Mér finnst eiginlega að Þráin ætti að biðja fjármálaráðuneytið að gera um stundarsakir hlé á þessum greiðslum meðan hann er að þiggja laun fyrir þingstörf sín. Þessi heiðurslaun eru fyrst og fremst hugsuð sem fjárhagsleg umbun til þeirra listamanna sem eru komnir á efri ár og til að hjálpa þeim að halda áfram að stunda list sína. Þráin er ekki að fara að stunda ritstörf eða kvikmyndagerð meðan hann stundar þingsmennsku.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.