16.9.2009 | 15:24
FURÐULEGT ORÐAVAL Í LÝSINGUM KNATTSPYRNULEIKJA Í SJÓNVARPI !
Mér finnst orðaval '' sérfræðinganna '' í sjónvarpinu bæði furðulegt og um leið hlægilegt. Tökum nokkur dæmi: Margoft tala þeir um þennan '' stórhættulega stað '' og aukaspyrnur á þessum stað ! Ég horfi um allan völlinn og sé ekki betur en að hann sé rennisléttur og enginn staður hættulegri en aðrir. Margoft tala þeir um '' að halda boltanum innan liðsins '' . Það þarf engan speking til að vita að ef lið heldur boltanum, þá er það greinilega innan liðsins. Það heitir því frekar einfaldlega '' að halda boltanum ''. Svo er það þessi hvimleiði '' rammi '' og skot á rammann. Ég gáði vandlega og ég sé engan ramma á knattspyrnuvelli ! Er ekki í lagi að segja skot á markið ! Margoft er talað um að sigra leikinnn, en eins og flestir vita þá sigrar enginn leikinn, heldur andstæðinginn ! Aldrei hef ég séð neinar bækur inn á knattspyrnuvelli og þá vaknar sú spurning hvaða lestur þetta er þegar leikmenn eru að lesa leikinn ! Og svo að lokum, er ekki betra að segja seinni hálfleikur frekar en síðari ! Síðari getur einnig merkt verri að gæðum og fólk gæti ruglast !!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í síðasta leik Íslands á móti Norðmönnum spurði íþróttafréttamaðurinn Pétur Pétursson aðstðarþjálfara hversu mikilvægt væri fyrir Íslenska liðið að spila jafn vel í seiinni hálfleik og það gerði í fyrri hálfleik.
S. Lúther Gestsson, 16.9.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.