BLEKKTA ÞJÓÐIN ! FYRSTA ERINDI !

Ég bjó meginn hlutann af starfsævinni erlendis og horfi því á ástandið hérlendis með öðrum augum en margir aðrir landar. það sem mér finnst sorglegast með íslendinga er hversu auðvelt er að blekkja ykkur og hér á ég við mörg dæmi, sem ég vil benda á hér. það fyrsta sem ég vil minnast á er samkeppni. Hér á landi er engin samkeppni ! Ég fullyrði þetta ! Lítið í kring um ykkur og þá sést þetta greinilega. Tökum stærstu útgjöld heimilanna og skoðum það: Húsnæðislán er eingöngu hægt að fá í dag hjá ríkinu og skilmálarnir eru ennþá háðir þessari heimsku verðtryggingu. Matarverði okkar er stjórnað af Högum, og engin samkeppni í gangi. Bensínverð er hið sama hjá öllum bensínútsölum og verðsamráð virðist allsráðandi. Tekjuskattur og virðisaukaskattur er sá hæsti í öllum heiminum á íslendinga. Margir segja að Danmörk sé hærri, en það er alls ekki rétt því í Danmörku fá danir ýmislegt frítt í heilbrigðiskerfinu sem gerir skattana lægri. Engin samkeppni er í sölu áfengis eða tóbaks, enda um einokun að ræða. Tímakaup verkamanns á Íslandi eru þau lægstu sem þekkjast hjá vestrænum þjóðum og síðast en ekki síst, þá eru samkeppniseftirlitið og neytendstofnunin gagnslaus apparöt, sem engu skila til íslendinga. Næsta erindi mun fjalla um stjórnmálflokka landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband