23.10.2009 | 15:25
FJÓRÐA VALDIÐ ER AÐ KLIKKA ! HVAR ER RANNSÓNARBLAÐAMENNSKAN ?
Það er augljóst að fjórða valdið í landinu er ekki að vinna vinnuna sína. Endalausar fréttir af kaupsýslumönnum sem hafa keypt hluti, án veða, er alls engin frétt heldur er það löglegur viðskiptaháttur sem engum kemur við ! Kannski siðlaus, en enn og aftur löglegur. Sama er að segja um þá kaupsýslumenn og hluthafa, sem seldu bréf sín skömmu fyrir hrun. þetta er allt saman löglegt ! Rannsóknarblaðamenn verða að fara að snúa sér að því sem skiptir máli ! Hvar eru peningarnir ? '' Follow the money ''. Eru einhverjir fjármunir faldir erlendis, sem máli skipta og hver á þessa fjármuni ? Getur það verið að ástandið hér í landi sé þannig að eigendur fjölmiðla, sem margir hverjir eru einnig grunsamlegir í aðkomunni á hruninu stjórni nú atburðarásinni ? Við skulum vona að svo sé ekki og að einhver bretti upp ermina og vinni sína vinnu sómasamlega. Þetta er bráðnauðsynlegt núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.