26.10.2009 | 14:32
FRÁBÆR VINUR OG LÍFSFERÐAFÉLAGI FARINN, FLOSI ÓLAFSSON
Ég var svo hólpinn að fá að kynnast Flosa Ólafssyni á yngri árum. Það var sennilega ekkert skemmtilegra en að hlusta á húmor Flosa í góðum hópi félaga og vina á barnum á Hótel Borg í gamla daga. Flosi var hrókur alls fagnaður, jafnt þar og annars staðar, og kímnigáfa hans var sérstök. Dátt var hlegið þar og stjórnandinn var Flosi. Hann sá léttu hliðarnar á lífinu svo vel og gaf okkur hinum innsýn í þann heim með mestu snilld. Flosi skildi við '' glasið '' á borð og sæng, eins og hann kallaði það, og gerðist mikill stuðningsmaður SÁÁ og þeirra félaga sem það stofnuðu og minnisstætt er það ár sem SÁÁ stóð að sjónvarpsþætti í fjársöfnunarátaki SÁÁ þar sem Flosi kom fram, ásamt mér og öðrum og var að vanda frábær. Flosi var tungumálamaður og að mínu mati er fremst þýðing hans á meistaraverkinu Catcher in The Rye, sem er frábært verk. Lilja, kona hans, var aldrei langt í burt í huga hans í umræðunni við hann og ekki hef ég séð samrýmdara par á minni lífsleið og í dag hlýtur söknuðu Lilju að vera mikill. Samúðarkveðjur flyt ég til hennar í dag en Lilja getur ef til vill huggað sig við það að Flosi var ánægður með líf sitt með Lilju sinni og nú situr Flosi með gömlum vinum, annars staðar í vitundinni og ég er sannfærður að þar er glatt á hjalla.
Ég kveð þig, Flosi, með þökk fyrir allt. Þú varst snillingur af manni !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.