FRÁBÆR VINUR OG LÍFSFERÐAFÉLAGI FARINN, FLOSI ÓLAFSSON

Ég var svo hólpinn að fá að kynnast Flosa Ólafssyni á yngri árum. Það var sennilega ekkert skemmtilegra en að hlusta á húmor Flosa í góðum hópi félaga og vina á barnum á Hótel Borg í gamla daga. Flosi var hrókur alls fagnaður, jafnt þar og annars staðar, og kímnigáfa hans var sérstök. Dátt var hlegið þar og stjórnandinn var Flosi. Hann sá léttu hliðarnar á lífinu svo vel og gaf okkur hinum innsýn í þann heim með mestu snilld. Flosi skildi við '' glasið '' á borð og sæng, eins og hann kallaði það, og gerðist mikill stuðningsmaður SÁÁ og þeirra félaga sem það stofnuðu og minnisstætt er það ár sem SÁÁ stóð að sjónvarpsþætti í fjársöfnunarátaki SÁÁ þar sem Flosi kom fram, ásamt mér og öðrum og var að vanda frábær. Flosi var tungumálamaður og að mínu mati er fremst þýðing hans á meistaraverkinu Catcher in The Rye, sem er frábært verk. Lilja, kona hans, var aldrei langt í burt í huga hans í umræðunni við hann og ekki hef ég séð samrýmdara par á minni lífsleið og í dag hlýtur söknuðu Lilju að vera mikill. Samúðarkveðjur flyt ég til hennar í dag en Lilja getur ef til vill huggað sig við það að Flosi var ánægður með líf sitt með Lilju sinni og nú situr Flosi með gömlum vinum, annars staðar í vitundinni og ég er sannfærður að þar er glatt á hjalla.

Ég kveð þig, Flosi, með þökk fyrir allt. Þú varst snillingur af manni !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband