KENNSLUSTUND FYRIR FJÖLMIÐLAMENN ! HAFSKIP VAR EKKI FJÁRHAGSVANDAMÁL, HELDUR VALDABARÁTTA VINSTRI AFLA Í ÞJÓÐFÉLAGINU !

Það er oft rætt um Hafskip í fjölmiðlum og oft í tengslum við Björgólf Guðmundsson og hans viðskiptaferil. það sem fjölmiðlamenn virðast ekki átta sig á að fall og hrun Hafskip var alls ekki tengt fyrirtækjarekstri að neinu leiti. þetta var aðför að nokkrum mönnum, sem höfðu náð góðu fylgi á stjórnmálasviðinu. Þetta voru fyrst og fremst Albert Guðmundsson og hans stuðningsmenn. Helstu forkólfar að aðförinni voru Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeim tókst að fá umræðunni stýrt á þann veginn að fall Hafskip var fremur auðvelt mál, enda mikill stuðningur af hálfu Eimskipsveldisins. Vinstri öflin sigruðu. Albert Guðmundsson var niðurlægður og Björgólfur Guðmundsson var ranglega sakfelldur. Endurkoma Björgólfs í viðskiptalíf Íslands var eins og köld vatnsgusa í andlit vinstrimanna og sama herferðin var tekin upp að nýju. Nú blasir við að rannsókn á hruninu mun að lokum berast að Björgólfi og syni hans, en hér ætla ég að segja ykkur að ég þekki feðgana mjög vel, frekar þann eldri sem ég hef þekkt frá blautu barnsbeini og það er enginn vafi á því að þessir feðgar eru alsaklausir af misferlum í íslensku viðskiptalífi. Allar nornaveiðar í þeirra garð eru á misskilningi byggðar og það er frekar að við eigum að virða þá ákvörðun þeirra að koma til Íslands með ávöxt Rússlandsævintýrsins. Munið það, að þeir þurftu ekki að koma hingað ! Þeir hefðu getað fjárfest annars staðar, en þeir kusu Ísland og kannski sjá þeir eftir þeirri ákvörðun í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar að minna þig á að þeir fengu lánað fyrir Landsbankanum hjá öðrum Íslenskum bönkum og KULDA það enn. Í mínum huga eru þeir siðlausir drullusokkar sem ættu að halda sig erlendis.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:06

2 identicon

Þetta er ekki siðlaust, eins og þú kallar það, þetta er kallað VIÐSKIPTAVIT !

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband