EVRÓPUSAMBANDIÐ EÐA NAFTA ? DOLLAR EÐA EVRA ?

Það er mikilvægt fyrir okkur íslendinga að íhuga vel hvaða stefnu við viljum taka í alþjóðasamfélaginu í framtíðinni. Nú er í farveginum aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í boði Samfylkingunnar, en er þetta það sem þjóðin vill ? Við skulum hafa það hugfast að okkar forfeður sem numu land hér á Íslandi voru mótmælendur skattheimtukonunga Evrópu og við íslendingar líkjumst því þeim mönnum sem flúðu Evrópu og settust að í Bandaríkjunum. Það er ekki ólíklegt að stofnaður verði her Evrópusambandsins einhvern tíma á næstu árum og erum við þá reiðubúin að senda unga íslendinga í slíkan her ? Ég held ekki. Ég held að við íslendingar verðum að viðhalda okkar menningu og sjálfstæði á grundvelli frelsis og mannréttinda og án hafta og ofurskattheimtu. Það er núna sá tíðarandi í landinu að stefna að ofurskattheimtu sem þýðir ekkert annað en stöðnun í atvinnulífinu. Blessuð krónan okkar er sífellt að verða stærra og stærra vandamál og þetta verður ekki leyst nema að taka upp annan gjaldmiðil. Það er besta úrræðið, og um leið það auðveldasta, að taka upp dollar sem fyrst og ganga í NAFTA. Þar með höldum við íslendingar okkar sjálfstæði því upptöku dollars fylgja engin skilyrði. Framtíð landsins er björt og nægur sjávarafli og raforka mun fylgja okkur inn í farsælt framtíðarland.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband