14.11.2009 | 13:20
EFTIRLITSSTOFNANIR BANKA OG KAUPHALLA EIGA AÐ TAKA SÉR LAS VEGAS TIL FYRIRMYNDAR Í FRAMTÍÐINNI !
Hlutabréfakaup, skuldabréfakaup og gjaldeyrisbrask er jú ekkert annað en fjárhættuspil. Þú veðjar á að kaup þín á slíku braski hækki í verði og að þú fáir ágóða, og ef þú hefur góðan endurskoðanda þá felur þú hagnaðinn á Tortola. Yfirvöld ættu að temja sér eftirlitsaðferðir spilavítanna í Las Vegas, því þar er fylgst með þér bæði með leyndum myndatökuvélum og svo óeinkennisklæddum eftirlitsmönnum á öllum borðum. Þar komast menn ekki upp með neitt svindl. Það er fremur auðvelt að fylgjast með þessu braski á mörkuðum. Þetta heitir '' follow the money '' . Það er með ólíkindum hvað það tekur langan tíma að rannsaka grunaða braskara fortíðarinnar hér á landi. Með fullri virðingu fyrir Evu Joly, sem vinnur að miklum heilindum, þá tel ég að betra hefði verið að fá sérfræðinga frá FBI í Bandaríkjunum í þetta verkefni því þeir eru mjög færir. Að leita til Breta var og er ekki vænlegt, því þeir hafa annarra hagsmuna að gæta. Þetta tekur einfaldlega allt of langan tíma og því lengur sem líður verður erfiðara að finna fjármunina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.