ÁFENGI ER EKKI BÖL, STYRMIR !

Styrmir Gunnarsson skrifar athyglisverða grein í Sunnudagsmoggann og staðhæfir að áfengi sé böl. Þetta er auðvitað einkennilegt að því leiti að áfengi er ekki frekar skaðlegt en byssur. Hið rétta er að ÁFENGISMISNOTKUN og BYSSUMISNOTKUN er böl. Það er mannskepnan sem misnotar þessa hluti sem Styrmir er að ræða um. Margar milljónir manna víðsvegar um heiminn nota áfengi án þess að skaði hljótist af þessari notkun. Það eru hins vegar aðrar milljónir, sem MISNOTA áfengi og það ber ekki að banna því fólki að nota áfengi heldur að styðja það í að hætta fíkninni með meðferðarúrræðum og það er þegar í dag gert á Íslandi, með frábærum árangri. Styrmir og ég höfum báðir ákveðið að sala áfengis er lögleg á Íslandi. Við gerðum þetta með kosningu alþíngismanna sem lögleiddu síðan sölu áfengis. Við leysum engan vanda með bönnum og boðum. Það ýtir aðeins undir neðanjarðarstarfssemi. Það ber ekki að banna auglýsingar á áfengi heldur ber okkur að efla forvarnir með óskertu upplýsingaflæði til ungmenna, sem verða að gera upp sinn hug og ákveða hvort þau neyti áfengis eða ekki. Þetta er hin raunverulega lausn. Ekki bönn og boð yfirvalda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband