VANGAVELTUR: HEFÐI EF TIL VILL VERIÐ BETRA AÐ STOFNA NEFND, A LA NELSON MANDELA FREKAR EN SÉRSTAKAN SAKSÓKNARA ?

Ég velti því fyrir mér hvort við íslendingar hefðum ekki átt að stofna sérstaka nefnd, '' Sannleiks og Sátta '' (Truth and Reconciliation) frekar en sérstakan saksóknara. Fyrir slíka nefnd gætu komið þeir einstaklingar sem voru virkastir í útrásinni og þar gætu þeir viðurkennt sín mistök og fengið '' sátt '' frá þjóðinni. Allar sakir yrðu þar með felldar niður. Ég held að þetta væri betri lausn fyrir þjóðina bæði siðferðilega og svo andlega því eltingaleikur sérstaks saksóknara gæti tekið mörg ár og óvissa er mikil um endanlegar málalyktir, sem geta farið á báða vegu. þar að auki er kostnaður þjóðarinnar gífurlegur í þessum sakamálum og gerir lítið annað en að fylla bankahólf lögfræðistéttarinnar af fjármunum okkar, sem í raun hafa ekki efni á þessum útgjöldum.

Þetta virkaði vel í Suður Afríku og því ætti þetta ekki að virka hér ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband