18.11.2009 | 16:41
ÁBENDING TIL GUÐMUNDS STEINGRÍMSSONAR VARÐANDI FANGELSISMÁL !
Sá ágæti þingmaður, Guðmundur Steingrímsson, undrast ástandið í fangelsum landsins. Þar sem Guðmundur er þingmaður og gæti haft áhrif á breytingar í stöðu fangelsismála í landinu þá er vert að benda Guðmundi á eftirfarandi: 1. Stór hluti fanga á Litla Hrauni er þar vegna dóma í eiturlyfjamálum. Mestur hluti fanganna eru fíklar, sem hafa brotið af sér til að fjármagna fíknina. Þessir menn, allir upp til hópa eiga ekki heima í fangelsi, heldur á meðferðarstofnun. Guðmundur getur þess vegna stuðlað að því að flytja frumvarp á Alþingi til þess að '' afglæpa '' (de-criminalize) fíknaefnaneyslu og þar með loka fyrir fangelsun sjúklinga. 2. Fjölmargir fangar á Litla Hrauni eru útlendingar, sem hafa gerst brotlegir hér. Í samvinnu við Rögnu Árnadóttir, Dómsmálaráðherra, þá er borðliggjandi og löglegt að vísa þessum erlendu sakamönnum úr landi og flytja þá á brott. 3. Eitt versta skref sem við höfum tekið, er aðildin að Schengen samkomulaginu og Guðmundur getur stuðlað að því að við segjum okkur úr þessu samstarfi og koma í veg fyrir að glæpamenn frá Evrópu eigi greiðan aðgang að landinu. 4. Lokaspurningin er þessi ! Hvers vegna er Brasilíufanginn ekki löngu farinn úr landi ? Þarna er þó eitt pláss !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.