ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ LOSA SIG VIÐ ÞESSA STJÓRN ÁÐUR EN ANNAÐ HRUN VERÐUR AÐ VERULEIKA !

Það blasir við að við erum á hraðbyri inn í annað hrun ef fyrirtækin í landinu fá ekki þann stuðning frá yfirvöldum sem þau þurfa til að gangsetja sig og ráða fólk í verkefnin. Atvinnuleysið er óþolandi og gjaldeyrishöftin eru að sliga smáfyrirtækin. Afturhaldsráðherrarnir reyna allt til að stöðva virkjanaframkvæmdirnar og eina ráð þessara manna er að skattleggja borgarana. Þetta er á hægagangi hjá núverandi ráðherrum og einblínt er á Evrópusambandsaðild, sem einhverja töfralausn. Þetta er fráleitt ! Aðildarferlið er margra ára ferill og getur ekki bjargað einu eða neinu. Það vantar sárlega aðra byltingu, því Búsáhaldabyltingin mistókst. Icesave málið, sem er í raun smámál miðað við framtíðarvanda landsins, virðist vefjast fyrir mönnum. Við eigum ekki að greiða Icesaveskuldirnar. Við eigum að kæra Bresk yfirvöld fyrir setningu hryðjuverkalaga á þjóðina og það strax. Það þarf að koma ný bylting og hún verður að stefna að því að koma vinstri mönnum frá völdum. Annars stefnum við í annað hrun !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Sammála með byltinguna, en ekki hef ég trú á að sauðirnir, ýmist spilltir eða sofandi, sem komu okkur í þessi vandræði til að byrja með sé fólkið til að leyða okkur út úr foraðinu aftur, það þarf algerlega nýtt blóð og stórhreinsun í embættismannakerfinu líka, þar hefur margur maðkurinn hreiðrað um sig.

SeeingRed, 19.11.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hvað öfl viltu að taki við stjórn landsins. Er til eitthvað kraftaverkafólk úti í þjóðfélaginu sem getur kippt öllu í liðinn á svipstunduÐ Þú villt ekki vinstri stjór, þá líklega hægri stjórn. Viltu afhenda Sjálfstæðisflokki- og Framsóknarflokki völdin? Stó þeir sig svo vel öll árin sem þeir stjórnuðu landinu, gáfu bankana, það er einmitt að koma í ljós núna að Björgólfarnir áttu enga peninga og fengu lán í Búaðarbankanum til að kaupa Landsbankann, S-hópur fjárglæframann úr Framsóknarflokknum engu í staðinn lán í Landsbankanum til að kaupa Búnaðarbankann. Viltu þetta lið aftur til a stjórna andinu?

Þú vilt byltingu, hún var gerð á sl. vetri og hvað kom út úr því? Borgarahreyfingin sem nú er margklofin. 

Þú baldvin berndsen hlýtur að vita nákvæmlega hvernig á a koma okkur út úr þeim vandamálum sem við glímum við. Ertu eiðubúinn til að taka við stjórnartaumunum?

Fátt er skaðlegra en menn sem hrópa og æpa um að allt sé ´ómögulegt hjá þeim sem standa í því vandverki að stjórna landi og þjóð nú. Viðþurfum yfirvegaða umræðu, málefnalega umræðu en ekki bull og upphrópanor.

Hugsaðu málið.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 17:24

3 identicon

Sæll Sigurður, og þakka ábendingar. Ef til vill er besta ráðið að velja okkur ráðherra á borð við Rögnu Árnadóttur, sem er að standa sig frábærilega, og það er vísbending að við ættum að setja á Þjóðstjórn, sem er óháð fyrrverandi spillingarflokkum, sem við höfum brennt okkur á í fortíðinni.

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband