VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BREIVIK

Breska stórblaðið The Times skapaði nafnorðið Quisling á stríðsárunum um föðurlandssvikara. Nú gætu bretar sennilega skapað nafnorð yfir fjöldamorðingja á saklausu fólki, eða Breivik. Vonandi verður ekki af þessu, því norðmenn eiga ekki skilið að fá tvöfalda skömm yfir sig á engilsaxneskri tungu. Nóg er Quisling !


ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !

Þegar knattspyrnulið tapar illa þá hafa eigendur liðsins úr nokkrum kostum að velja. Skipta um þjálfara og skipta um liðsmenn eru vanalegar leiðir til að bæta liðið og hefja næsta leik með nýjum þjálfara og nýju hugarfari. Það sama á við um Ísland. Það gengur ekki upp að láta sömu stjórnmálamennina og þeirra flokka stokka upp íslenska efnahagskerfið. Þetta hefur sýnt sig vel undanfarin ár á Íslandi. Það þarf nýja hugsun og nýjar aðferðir. Það sárvantar nýtt blóð í æðarkerfið á landinu. Einhverjir hugsandi menn ættu að geta komið saman lýðræðisflokki sem hefði eftirfarandi á stefnuskrá sinni:  1. Hætta við umsóknaraðild að ESB  2. Segja upp Schengen samkomulaginu  3. Minnka atvinnuleysi á Íslandi með lægri sköttum á sprotafyrirtæki  4. Taka upp Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil og setja krónuna á hilluna (það má alltaf fara til baka ef eitthvað mistekst) 5. Skrifa nýja stjórnarskrá, sem væri samþykkt af hæstarétti og Alþingi og taka það besta úr erlendum stjórnarskrám sem hefur virkað í marga áratugi, svo nefnd séu sú franska og sú bandaríska. 6. Minnka tekjuskatt á almenning með nýju prósentustigi sem færir kaupmáttinn til baka til hins almenna borgara. 7. Skilja að ríki og kirkju 8. Sækja um aðild að NAFTA 9. Efla útflutning á auðlindunum, sem eru fiskur, raforka og vatn. Ekkert er flutt út af raforku til nærliggjandi landa og þegar kemur að vatninu þá er ekki hér verið að ræða um '' heldrimannavatn á flöskum í samkeppni við Perrier og Pellegrino '' heldur drykkjarvatn á tankskipum til vanþróaðra landa í t.d. Afríku. 10. Efla ferðamannastrauminn til og frá landinu með stórtækri markaðssetningu beggja megin Atlantshafsins, og í fjarlægum löndum eins og Japan og Kína. Opna markaðsskrifstofur í þessum löndum og skapa nýja ráðherrastöðu, ferðamálaráðherra. 11. Milljarðar geta sparast með fækkun alþingismanna, aðskilnaðs ríkis og kirkju, fækkun sendiráða, einkavæðingu áfengis og tóbakssölu, og með upptöku dollars er unnt að loka seðlabanka og stofna minna ráðuneyti sem eftirlitsaðila með fjármálakerfinu.

Það er fleira sem hægt er að minnast á, en við bíðum eftir mönnum og konum sem hafa kjark til að breyta !

 


ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !

Ólafur R. Grímsson breytti forsetaembættinu með því að nota málskotsréttinn og þar af leiðandi verður engin kosning í þetta embætti ópólitísk, eins og margir af frambjóðendunum virðast halda.

Þegar litið er yfir frambjóðendahópinn þá er þessi hópur fremur dapur, en svo virðist að sá frambjóðandi sem er með mest fylgi sé Þóra Arnórsdóttir, sjónvarpskona. Þetta stafar náttúrulega af því að hún hefur augljóst forskot á hina vegna veru sinnar á skjánum. Það má þó ekki gleyma því að hún er af  '' Hannibalsleggnum '' og er vinstri sinnuð, eins og oft er staðreynd um fjölmiðlafólk, og þar af leiðandi verður þetta þungur róður fyrir hana ef hægri öflunum tekst að sverta framboðið fram að kosningum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að besti frambjóðandinn sé Ólafur Ragnar Grímsson, því þjóðin veit núna hvar hann stendur og hann bjargaði þjóðinni frá milljarða tapi í Icesave málinu með snilldartöktum.


INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !

Inga Lind Karlsdóttir hefur sýnt gott fordæmi með því að afþakka sæti í hinu ólöglega stjórnlagaráði.

Þar með sýnir hún Hæstarétti virðingu sína og aðrir ættu að taka hana sér til fyrirmyndar. Einnig afsannar hún þá kenningu að fegurð og gáfur fari ekki saman ! Ef önnur kosning fer fram um stjórnlagaþing fær Inga Lind mitt atkvæði, ekki spurning.


STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR AÐ SEGJA AF SÉR !

Það er augljóst mál að Jóhanna gerir sér ekki grein fyrir alvöru þessa máls. Hún bar fram '' lausnir '' á Alþingi í gær, sem eru hreint út sagt fáránlegar. Helst ber að nefna að þeir sem voru kosnir á þingið verði ráðnir til starfa ! Hvílík endaleysa. Nei, það verður að hætta við þessa hugmynd strax. Við kjósendur erum dauðþreyttir á þessari ríkisstjórn og afglöpum hennar.

HM UPPGJÖR !

Hvað mig varðar, þá var þetta algjör uppgjöf !! Hollendingar gerðu ekkert rétt ! Þetta er þá þriðji úrslitaleikurinn þeirra og allir hafa tapast ! Geri aðrir betur !

Spánverjar eru heimsmeistarar................................ Fyrir mína parta þá var úrlitaleikurinn Þjóðverjar á móti Argentínu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta eru flottustu knattspyrnuþjóðirnar ! En, ég get ekki tekið neitt af Spánverjum......þeir eru mj0g góðir..en ekki bestir !   Kveðjur,

 

Baddi


HM SPÁIN.....GEKK EKKI EFTIR SÍÐAST ! NÚ ER SÁLFRÆÐIN Í GANGI !

Holland og Spánn eru í úrslitum og hér er mín spá ! Hollendingar hafa verið í tvígang í þessum leik og það er því lítil sem engin pressa á þeim. Spánverjar hafa hins vegar aldrei unnið og þá er pressan á þeim. Þar af leiðandi spái ég að Hollendingar sigri ! Svo er ég auðvitað sammála þýska kolkrabbanum.....þjóðverjar sigra Diego Forlan !

Góðar stundir og skemmtið ykkur vel !!!!!!!


ÞÁ ER ÞAÐ HM SPÁIN !

Í kvöld sigra Hollendingar Uruguay og á morgun sigra Þjóðverjar hina ólánsömu Spánverja.

Þetta þýðir að enn einu sinni sigra þjóðverjar hollendinga í úrslitaleiknum !

Góða skemmtun ! 

 

 


HM SPÁIN GEKK EFTIR AÐ HÁLFU LEITI !!

Glæsilegt hjá Hollendingum í gær. Er þetta þeirra ár ? Gæti verið. En spáin fyrir daginn í dag er að þjóðverjar sigri og Spánn sigrar   !   Góða skemmtun

HM 8 LIÐA ÚRSLITIN Í DAG...SPENNAN MAGNAST

Ekki reyndist ég sérlega sannspár um 16 liða úrslitin, en ég er þó enn með 6 lið af sextán.

Ég spái Hollandi sigri á Brasilíu og Gana sigri á Uruguay !  '' Underdog lover '' !!

Góða skemmtun !


Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband