ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !

Þegar knattspyrnulið tapar illa þá hafa eigendur liðsins úr nokkrum kostum að velja. Skipta um þjálfara og skipta um liðsmenn eru vanalegar leiðir til að bæta liðið og hefja næsta leik með nýjum þjálfara og nýju hugarfari. Það sama á við um Ísland. Það gengur ekki upp að láta sömu stjórnmálamennina og þeirra flokka stokka upp íslenska efnahagskerfið. Þetta hefur sýnt sig vel undanfarin ár á Íslandi. Það þarf nýja hugsun og nýjar aðferðir. Það sárvantar nýtt blóð í æðarkerfið á landinu. Einhverjir hugsandi menn ættu að geta komið saman lýðræðisflokki sem hefði eftirfarandi á stefnuskrá sinni:  1. Hætta við umsóknaraðild að ESB  2. Segja upp Schengen samkomulaginu  3. Minnka atvinnuleysi á Íslandi með lægri sköttum á sprotafyrirtæki  4. Taka upp Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil og setja krónuna á hilluna (það má alltaf fara til baka ef eitthvað mistekst) 5. Skrifa nýja stjórnarskrá, sem væri samþykkt af hæstarétti og Alþingi og taka það besta úr erlendum stjórnarskrám sem hefur virkað í marga áratugi, svo nefnd séu sú franska og sú bandaríska. 6. Minnka tekjuskatt á almenning með nýju prósentustigi sem færir kaupmáttinn til baka til hins almenna borgara. 7. Skilja að ríki og kirkju 8. Sækja um aðild að NAFTA 9. Efla útflutning á auðlindunum, sem eru fiskur, raforka og vatn. Ekkert er flutt út af raforku til nærliggjandi landa og þegar kemur að vatninu þá er ekki hér verið að ræða um '' heldrimannavatn á flöskum í samkeppni við Perrier og Pellegrino '' heldur drykkjarvatn á tankskipum til vanþróaðra landa í t.d. Afríku. 10. Efla ferðamannastrauminn til og frá landinu með stórtækri markaðssetningu beggja megin Atlantshafsins, og í fjarlægum löndum eins og Japan og Kína. Opna markaðsskrifstofur í þessum löndum og skapa nýja ráðherrastöðu, ferðamálaráðherra. 11. Milljarðar geta sparast með fækkun alþingismanna, aðskilnaðs ríkis og kirkju, fækkun sendiráða, einkavæðingu áfengis og tóbakssölu, og með upptöku dollars er unnt að loka seðlabanka og stofna minna ráðuneyti sem eftirlitsaðila með fjármálakerfinu.

Það er fleira sem hægt er að minnast á, en við bíðum eftir mönnum og konum sem hafa kjark til að breyta !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband