FRYSTINGARAÐGERÐIR SÉRSTAKS SAKSÓKNARA GANGA EKKI NÓGU LANGT !

Frysting eigna Baldurs Guðlaugssonar eru fagnaðarefni fyrir þjóðina, en þær ganga ekki nógu langt. Það nægir ekki fyrir saksóknarann að einblína á '' leikendur í aukahlutverki '' í hruninu heldur verður að ganga að '' leikendum í aðalhlutverki '' , og af nægu er að taka. Þjóðin verður aldrei sátt við einhver vettlingatök í rannsóknunum á hruninu. það er vonandi að eitthvað gerist á næstunni. 

 


VANGAVELTUR: HEFÐI EF TIL VILL VERIÐ BETRA AÐ STOFNA NEFND, A LA NELSON MANDELA FREKAR EN SÉRSTAKAN SAKSÓKNARA ?

Ég velti því fyrir mér hvort við íslendingar hefðum ekki átt að stofna sérstaka nefnd, '' Sannleiks og Sátta '' (Truth and Reconciliation) frekar en sérstakan saksóknara. Fyrir slíka nefnd gætu komið þeir einstaklingar sem voru virkastir í útrásinni og þar gætu þeir viðurkennt sín mistök og fengið '' sátt '' frá þjóðinni. Allar sakir yrðu þar með felldar niður. Ég held að þetta væri betri lausn fyrir þjóðina bæði siðferðilega og svo andlega því eltingaleikur sérstaks saksóknara gæti tekið mörg ár og óvissa er mikil um endanlegar málalyktir, sem geta farið á báða vegu. þar að auki er kostnaður þjóðarinnar gífurlegur í þessum sakamálum og gerir lítið annað en að fylla bankahólf lögfræðistéttarinnar af fjármunum okkar, sem í raun hafa ekki efni á þessum útgjöldum.

Þetta virkaði vel í Suður Afríku og því ætti þetta ekki að virka hér ?


OBAMA GERÐI FÁRÁNLEG MISTÖK ÞEGAR HANN HNEIGÐI SIG FYRIR JAPANSKEISARA !

Það nær auðvitað engri átt að Bandaríkjaforseti hneigi sig fyrir einum eða neinum og þá allra síst japanskeisara ! Það er engin spurning að þorri bandaríkjamanna er hneykslaður á þessum mistökum og þetta á eftir að hafa mikil áhrif á stuðning almennings við forsetann.

ALLT ÚTLIT FYRIR ÞVÍ AÐ OBAMA VERÐI EINS TÍMABILS FORSETI BANDARÍKJANNA

Stuðningur við Obama fer dvínandi í Bandaríkjunum og er helsta ástæðan sú að engin föst áform eru í stjórn hans um lausnir á stríðinu í Afghanistan. Bandaríkjamenn eru orðnir langþreyttir á stríðinu. Það helsta sem gæti komið honum í annað tímabil er framboðsáform Repúblíkanaflokksins, sem virðist hafa áform að bjóða fram Söru Palin. Obama mundi sigra þá kosningu með yfirburðum. Repúblíkanar verða að finna annan frambjóðanda en Frú Palin. Hún getur ekki verið góður valkostur.

Ef Repúblíkanar vilja konu í starfið, því þá ekki að virkja Condoleezu Rice ? Miklu betri kostur. Hún er mitt val, alla vega.

 


ÁFENGI ER EKKI BÖL, STYRMIR !

Styrmir Gunnarsson skrifar athyglisverða grein í Sunnudagsmoggann og staðhæfir að áfengi sé böl. Þetta er auðvitað einkennilegt að því leiti að áfengi er ekki frekar skaðlegt en byssur. Hið rétta er að ÁFENGISMISNOTKUN og BYSSUMISNOTKUN er böl. Það er mannskepnan sem misnotar þessa hluti sem Styrmir er að ræða um. Margar milljónir manna víðsvegar um heiminn nota áfengi án þess að skaði hljótist af þessari notkun. Það eru hins vegar aðrar milljónir, sem MISNOTA áfengi og það ber ekki að banna því fólki að nota áfengi heldur að styðja það í að hætta fíkninni með meðferðarúrræðum og það er þegar í dag gert á Íslandi, með frábærum árangri. Styrmir og ég höfum báðir ákveðið að sala áfengis er lögleg á Íslandi. Við gerðum þetta með kosningu alþíngismanna sem lögleiddu síðan sölu áfengis. Við leysum engan vanda með bönnum og boðum. Það ýtir aðeins undir neðanjarðarstarfssemi. Það ber ekki að banna auglýsingar á áfengi heldur ber okkur að efla forvarnir með óskertu upplýsingaflæði til ungmenna, sem verða að gera upp sinn hug og ákveða hvort þau neyti áfengis eða ekki. Þetta er hin raunverulega lausn. Ekki bönn og boð yfirvalda.

GUÐMUNDUR FRANKLIN Í SILFRINU OG YFIRTAKA Á HÖGUM ! EKKI VÍSBENDING Á LAUSN FYRIR NEYTENDUR !

Ef áform hóps fjárfesta ná að yfirtaka Haga með nýju fjármagni, þá breytist alls ekkert fyrir neytendur. Það verður einungis sama samsteypan með nýjum eigendum. Betra væri að yfirvöld krefðust upplausnar og skiptingar á þessu bákni til þess að efla samkeppni á markaði. Þar að auki á að krefja núverandi eigendur Haga um uppgjör á skuldum samsteypunnar strax því keppinautar samsteypunnar eru að standa skil á sínum skuldum í dag. Þar með skapast virk samkeppni neytendum til bóta.


FYRSTU ´´ TÖLUR ´´ FRÁ '' NEW-AGE '' ÞJÓÐFUNDINUM ! FÁRÁNLEGT ! OG EITT GLEYMDIST ALVEG !

Skrípaleikurinn Þjóðfundur hefur komist að niðurstöðum. Fremst eru Heiðarleiki, Jafnrétti, Virðing, Réttlæti, Kærleikur, Frelsi, Sjálfbærni, Lýðræði. ! Það gleymdist eitt hjá mannskapnum ! Hvernig á að leggja bílnum sínum á lögmætt bílastæði !! Hin atriðin eru auðvitað þjóðinni kær og það þurfti engan þjóðfund til að komast að þessum staðreyndum.

EFTIRLITSSTOFNANIR BANKA OG KAUPHALLA EIGA AÐ TAKA SÉR LAS VEGAS TIL FYRIRMYNDAR Í FRAMTÍÐINNI !

Hlutabréfakaup, skuldabréfakaup og gjaldeyrisbrask er jú ekkert annað en fjárhættuspil. Þú veðjar á að kaup þín á slíku braski hækki í verði og að þú fáir ágóða, og ef þú hefur góðan endurskoðanda þá felur þú hagnaðinn á Tortola. Yfirvöld ættu að temja sér eftirlitsaðferðir spilavítanna í Las Vegas, því þar er fylgst með þér bæði með leyndum myndatökuvélum og svo óeinkennisklæddum eftirlitsmönnum á öllum borðum. Þar komast menn ekki upp með neitt svindl. Það er fremur auðvelt að fylgjast með þessu braski á mörkuðum. Þetta heitir '' follow the money '' . Það er með ólíkindum hvað það tekur langan tíma að rannsaka grunaða braskara fortíðarinnar hér á landi. Með fullri virðingu fyrir Evu Joly, sem vinnur að miklum heilindum, þá tel ég að betra hefði verið að fá sérfræðinga frá FBI í Bandaríkjunum í þetta verkefni því þeir eru mjög færir. Að leita til Breta var og er ekki vænlegt, því þeir hafa annarra hagsmuna að gæta. Þetta tekur einfaldlega allt of langan tíma og því lengur sem líður verður erfiðara að finna fjármunina.


SKORKORT JÓHÖNNU OG STJÓRNVALDA Í VIKULOK !

Líkt og í golfi, þar sem þarf að fara yfir skorkortið að hring loknum, þá ber að skoða skorkort stjórnvalda í vikunni. Þar sést eftirfarandi:   1. Aðstoð við heimilin - O    2. Skattahækkanir í farvatninu:  10    3. Aðstoð við fyrirtækin í landinu - O  4. Samstaða í Icesave lausninni -O  5. Lækkun vaxta - O  6. Yfirtaka á Sjálfstæðismanni - 10 (Þorsteinn Pálsson ).  Það voru sem sagt ekki leiknar fleiri holur, sem betur fer og stjórnin fékk ansi marga skolla á vikuhringnum. Það er krafa þjóðarinnar að Jóhanna og hennar '' foursome '' fari að spila betur strax, eða þá að segja af sér. !

BOB DYLAN ! GÓÐUR SKEMMTIKRAFTUR...NEI GÓÐUR LAGASMIÐUR, JÁ SNILLINGUR !

Ég er kannski aleinn, hrópandinn í eyðimörkinni, en ekki finnst þessi dýrkun á Bob Dylan ganga of langt. Hann er að mínu mati fremur lélegur söngvari, afspyrnuleiðinleg rödd og sviðsframkoma engin. En það verður ekki tekið frá honum að mörg laganna sem hann samdi eru mjög góð, og ef til vill er hans meistaraverk orðalagið og textarnir, sem eru stórkostlegir. Sem sagt, ofmetinn en samt snillingur ! Ég skora á ykkur að hlusta á aðra listamenn flytja lögin hans og þá verðið þið kannski sammála mér með Dylan. En svo er auðvitað spurningin ! Hvað er snillingur ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband