Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.1.2009 | 11:41
STÓRGÖLLUÐ STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS !
Í gær komu enn og aftur í ljós stórvægilegir gallar á stjórnarskránni. Túlkun forsetans og svo hins vegar túlkun Geirs Haarde voru í sitt hvora áttina. Stjórnmálafræðingar reyndu svo að útskýra stjórnarskrána og verklag hennar, en þá kemur í ljós að stjórnarskráin er að mörgu leiti byggð á '' hefðum og venjum ''.
Í nútímaþjóðfélagi gengur auðvitað ekki að stjórnarskrá Íslands sé byggð upp á hefðum og venjum.
Það þarf að skrifa algerlega nýja stjórnarskrá frá grunni og kasta þessarri Dönsku á haugana.
Þetta sést alltaf betur og betur.
26.1.2009 | 16:15
ÓVISSUÁSTAND Á FRÓNI
Stjórnarslitin í dag hafa skapað mikið óvissuástand í stjórnnmálunum en það var í raun alls engin önnur lausn fyrir Sjálfstæðisflokkinn en þessi. Samfylkingin er margklofin og gersamlega óhæf til samstarfs í stöðunni. Vonandi tekst Geir og hans mönnum að skapa andrúmsloft fyrir stjórnarsamstarf fram að kosningum.
Með fullri virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir þá má einmitt segja: '' Hennar tími er ekki kominn ''
Hvað sem því líður, þá verða einhverjir af okkar kæru stjórnmálamönnum að taka endanlega ákvörðun um framtíð seðlabankans. Það er augljóst.
Með fullri virðingu fyrir Davíð Oddssyni, sem ég hef stutt um árabil : '' Er þinn tími kominn ? ''
Hver veit !
25.1.2009 | 14:40
AÐ AXLA ÁBYRGÐ, OG AXLA EKKI ÁBYRGÐ
Frétt dagsins er afsögn Björgvins G. Sigurðssonar frá embætti Viðskiptaráðherra.
En, það er galli á gjöf Njarðar ! Blessaður maðurinn er því miður enn í afneitun, því hann gengur ekki skrefið til fulls.
Hvernig dettur honum í hug að halda þingmennsku sinni óbreyttri ? Hvers vegna tekur hann ekki þá augljósu ákvörðun að hreinlega yfirgefa stjórnmálin ? Hann hefur jú með afsögninni viðurkennt glapræði í störfum og því þá ekki að ganga hreinskilningslega til verka og losa okkur kjósendur við þá meinsemd sem hann hefur skapað í starfi.
Þetta er týpiskt dæmi um þann einstaklega hroka sem þessir menn hafa sýnt þjóðinni.
´´Good riddance ''
BB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 18:19
HUGMYND AÐ FRAMTÍÐARMÖGULEIKUM ÍSLANDS
Við íslendingar stöndum nú á sögulegum tímamótum. Það er mikil kreppa í landinu og eflaust á hún eftir að fylgja okkur í nokkur ár. Skoðum möguleika !
Tekjur landsins eru að mestu leiti byggðar á sjávarafurðum, álvinnslu og ferðamennsku.
Við búum hins vegar yfir miklum auði í raforku okkar. Raforka okkar er ódýr, auðveld til vinnslu og beislunar. Möguleikarnir að nýta þessa orku eru margfaldir.
1. Bjóðum erlendum fyrirtækjum, sem þurfa að geyma tölvuvæddar upplýsingar, hýsingu á Íslandi á verði sem er það hagstæðasta í vesturheimi og um leið það öruggasta.
2. Skoðum möguleika á að selja rafmagn til nágranna okkar, eins og Grænlands, Skotlands, Færeyja, Nýfundnalands og Kanada.
3. Þetta er sennilega stærsti liðurinn ! Hefjum það stóra verkefni að reisa lestarkerfi í landinu, sem byggist á raforku okkar. Við vitum að sjóleiðin er ekki arðbær fyrir flutninga á vörum og fólki. Við vitum að landleiðin er mjög dýr, bensínkostnaðurinn er dýr og við ráðum ekki verðinu, og svo er kostnaður vegagerðar óheyrilegur vegna ofnotkunar.
Hugsum okkur rafmagnsknúnar lestaleiðir.
Reykjavik Keflavik Reykjavik. Lestarkerfi til flutninga farþega.
Reykjavik Akureyri Neskaupstaður Akureyri Reykjavik. Lestarkerfi til flutninga á fólki og varningi.
Reykjavik Vík í Mýrdal Reykjavík
Reykjavík Borgarnes Snæfellsnes Vestfirðir Snæfellsnes Borgarnes Reykjavik
Höfuðborgarsvæðið . Metro kerfi sem tengir öll hverfi svæðisins
Stórmannvirki á höfuðborgarsvæðinu, sem hýsir ' Grand Central Terminal ' þar sem allar lestar koma saman og bílastæði neðanjarðar.
Uppbygging þessa kerfis mun skapa fleiri hundruð, ef ekki þúsund störf, í mörg ár og mundi halda atvinnuleysi í lámarki um áraraðir. það er vel þess virði að skoða þessa hugmynd.
Hér ráðum við sjálf ferðinni.
Alla vega er þessi kostur miklu arðbærari en olíudraumar !
BB
23.1.2009 | 17:22
BARÁTTUKVEÐJA TIL GEIRS HAARDE
það voru sannarlega dapurlegar fréttir sem Geir Haarde deildi með okkur landsmönnum í dag.
Ég get ekki sagt annað en að ég flyt honum hér með bestu kveðjur með von um að hann nái skjótum bata og um leið þakka ég honum fyrir öll þau erfiðu störf, sem hann hefur unnið fyrir okkar þjóð í því erfiða ástandi sem nú ríkir hér í landi.
Þakka þér, Geir !
Baráttukveðjur,
Baldvin Berndsen
23.1.2009 | 13:58
NÝTT LÝÐVELDI, NÝJAR HUGMYNDIR, NÝ STJÓRNARSKRÁ
Í umræðunni undanfarnar vikur er mikið rætt um þörfina á róttækri endurskoðun á stjórnarskrá okkar og breytinga á stjórnskipulagi lýðveldisins. Það virðast flestir vera sammála um að stórar breytingar séu nauðsynlegar og eftirfarandi eru hugmyndir, sem að miklu leiti eru teknar úr engilsaxneskum stjórnsýslulögum og gætu átt erindi til okkar íslendinga.
Byrjum á stjórnarskránni.
Ný inngangsorð:
Við, íslendingar, í leit að fullkomnara lýðveldi, staðfestum nýja stjórnarskrá, í þeim tilgangi að tryggja réttlæti, velferð og friðsæld þjóðarinnar og komandi kynslóða hennar.
Skilgreiningar:
1. gr. Ísland er þjóðkjörið lýðveldi
2. gr. Alþingi fer með löggjafarvaldið
3. gr. Forseti og ráðherrar fara með framkvæmdavaldið
4. gr. Dómendur fara með dómsvaldið
5. gr. Forseti skal vera þjóðkjörinn á 4. ára fresti
6. gr. Alþingismenn skulu þjóðkjörnir á 4. ára fresti
7. gr. Héraðsdómarar skulu þjóðkjörnir á 4. ára fresti
Áfrýjunardómarar eru skipaðir af forseta
Hæstaréttardómarar eru skipaðir af forseta
8. gr. Alþingi skal ekki setja nein lög um þjóðkirkju né bann við trúfrelsi, málfrelsi, fjölmiðlafrelsi eða rétt íslendinga til að mótmæla friðsamlega með samkomum eða óskum um svör við áskorunum til sitjandi stjórnar.
9. gr. Ísland er herlaust lýðveldi. Alþingi skal hafa rétt til semja og undirrita varnarsamninga við erlend vinveitt ríki um tryggingar á öryggi Íslands gegn óvinum þess.
10.gr. Forseti skipar ráðherra framkvæmdavaldsins. Öldungadeild Alþingis skal fara með staðfestingu á skipan ráðherra og skal meirihluti atkvæða öldungadeildar ráða úrslitum.
Eins og sést á þessu þá er hér um mjög stórar breytingar að ræða. Forsetaembættið í núverandi mynd leggst niður. Alþingi fær stærra og valdameira hlutverk. Kirkja og ríki aðskiljast algerlega.
Þar sem minnst er á ný embætti að ofan þá er réttast að stilla upp valdasviðinu.
LÖGGJAFARVALDIÐ
Alþingi samanstendur af 36 almennum þingmönnum og 12 öldungardeildarmönnum, sem sagt tvískiptar deildir. Samtals 48 embætti. Kosið er á 3. ára fresti.
DÓMSVALDIÐ
Lægsta stigið er Héraðsdómstóll, miðstigið er Áfrýjunardómstóll og æðsta stigið er svo Hæstiréttur.
Hæstiréttur er skipaður af forseta en hin stigin kosin á 4. ára fresti.
FRAMKVÆMDAVALDIÐ
Forseti og varaforseti kosnir á 4. ára fresti. Varaforseti er jafnframt forseti Alþingis.
Forseti skipar ráðherra.
Ofangreint eru sem sagt hugmyndir sem hér með er komið á framfæri og gætu stuðlað að framför lýðveldisins á komandi árum
Baldvin.
20.1.2009 | 12:29
BANDARIKIN - STORA FRETTIN I DAG
Eftir um thad bil 5 tima tekur Barack Obama vid sem forseti Bandarikjanna. Eg verd ad vidurkenna ad eg studdi hann ekki, en eg oska honum hins vegar gods gengis i Hvita Husinu.
Thau vandraedi sem bida hans eru all svakaleg, og thar ber ad nefna fjarmalavandraedin i Bandarikjunum, Iraksstridid og stridid i Afghanistan.
Hann hefur nu thegar stadfest studning vid aukningu hermanna Bandarikjanna i Afghanistan og eg tel ad thetta verdi hans banabiti i utanrikismalunum. Ad vinna strid i Afghanistan hefur engum tekist hingad til og thad er ekki von um ad takist nuna frekar en fyrr.
Svo er thad hitt, ad thegar Demokratar eru vid vold i Bandarikjunum tha er yfirleitt efnahagur almennings frekar lakari en thegar Republikanar eru vid vold.
En Bush er farinn og Obama er kominn. Samgledjumst Bandarikjunum !
20.1.2009 | 09:24
Island a krossgotum
Island er i dag a merkum krossgotum. Thad er augljost ad thjodin stendur frammi fyrir gifurlegum vanda, baedi fjarhagslegum og svo stjornmalalegum.
Oll umraeda um adild ad Evropusambandinu er alveg ut i hott. Vid hofum sed vidbrogd Breta i framferdi theirra med setningu hrydjuverkalaga a hendur thjodinni.
Vid verdum ad atta okkur a thvi ad i rauninni stondum vid ein og verdum ad adlaga okkur ad thvi astandi. Gjaldmidillinn okkar er hruninn og vid verdum ad leita ad annarri lausn. Thad aetti ad skoda alvarlega upptoku $ bandarikjadollars (Likt og Equador) og ganga i NAFTA til ad styrkja efnahag landsins til muna.
I stjornmalum verda their radherrar, sem satu i radherrastolunum a thessu timabili, ad segja af ser og utskyra fyrir thjodinni um leid hvernig their stodu ad thessari stefnu i bankamalum og althjodavidskiptum. Thad tharf ekki endilega ad leita ad einhverjum sokudolgum, thvi tha er ef til vill ekki haegt ad finna eins og nu er komid. Best vaeri ad adferdafraedin yrdi einhver konar " Truth and reconciliation " adferd. Thad gengur hreinlega ekki upp ad somu menn og redu radum herna a thessu timabili verdi their somu og eigi ad baeta afkomu framtidar landsins.
Best vaeri ad efna til kosninga strax. Kjosa nyja stjorn og radherra og halda a braut framfara og endurbota i efnahagsmalum og thjodmalum. Thad ma svo seinna skoda breytingar a stjornarskra og fleira sem betur ma fara i thjodfelaginu.
Eg legg til ad thessi nykjorna stjorn fari i kjolfarid i thad verkefni ad setja af stad nyja stefnu og fai til lids med ser bandariska hagfraedinga og professora. Their eru margir og vaeru audveldlega fusir til ad ganga til lids vid okkur, sennilega kostnadarlaust, thvi hrunid her er einstakt i sogu vestraenna thjoda og eftirsoknarvert taekifaeri.
Brynasta verkefnid er ad utryma atvinnuleysinu, sem nu rikir her og hleypa althjodabanka-lansfenu ut i atvinnulifid strax og bjarga fyrirtaekjum fra yfirvofandi gjaldthroti. Thad tharf lika ad bjarga heimilinum og thad besta sem yfirvold gaetu gert strax er t.d. skattalaekkun a thjodina eda jafnvel nidurfelling a tekjuskatti alfarid i eitt ar.
Haettum ad hlusta a Robert Wade og hans lika, haettum ollum motmaelum, sem ekkert gefa af ser nema sundrungu og holdum afram af skynsemi og aedruleysi.
17.11.2006 | 17:13
UM ISRAEL OG UNDARLEGAR YFIRLÝSINGAR ÍSLENSKRA RÁÐAMANNA
Í vikunni gerðist það að íslensk stjórnvöld mótmæltu harðlega varnaraðgerðum Ísrael gagnvart ákveðnum svæðum Palestínuhryðjuverkamanna. Ekki sá ég nein opinber mótmæli gagnvart Palestínu þegar Hamas/Hisbollah samtökin stýra sjálfsmorðsárásum á saklausa borgara Ísrael. Hvers vegna er þessi mismunur gerður af íslenskum ráðamönnum ? Ég spyr ?
Palestínuyfirvöld, Hamas og Hisbollah samtökin viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael. Þar með er Israel sett upp við vegg og verður að verjast árásum þessarra samtaka. Ég er sannfærður um að Israelsmenn eru reiðbúnir að semja um frið ef þessari afstöðu til tilveruréttsins væri breytt af hálfu Palestínumanna og annarra samtaka sem koma að þessu erfiða máli.
Hugsum okkur Ísland, í beinu framhaldi af sjálfstæðisyfirlýsingu okkar árið 1944, að þá hefðu Danir og Norðmenn EKKI viðurkennt tilverurétt Íslands sem sjálfstæð þjóð og hafið baráttu við okkur með hryðjuverkum hér heima og erlendis með gíslatöku o.sv.frv. Ég er ansi hræddur að viðbrögð okkar hefðu verið svipuð ísraelsþjóðinni, sem sagt að berjast fyrir okkar sjálfstæði.
Ísland var fyrsta þjóðin til að viðurkenna Ísraelsríki og það er skammarlegt að við skulum nú í dag kjósa stjórnmálamenn í ráðherrastöður sem skilja ekki samhengi ástandsins í Mið-Austurlöndum og mikilvægi þess að styðja við okkar bandamenn, Israel, á þessum erfiðu tímum.
Have a nice day.
10.11.2006 | 21:35
Ákvarðanaskertur Sjálfstæðismaður
Nú þegar prófkosningarnar eru á döfinni og alþingiskosningarnar á næsta ári þá ber mér að skoða Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni, því ér er þeirrar skoðunar að flokkurinn sé í raun að færast að miðjunni og jafnvel yfir strikið til vinstri. Flokkurinn, undir forystu hins ágæta Davíðs Oddssonar, tók stórar ákvarðanir í rétta átt með einkavæðinu bankanna o.sv. frv. en á hinn bóginn þá stækka ríkisfyrirtækin áfram og störf og stærstu framkvæmdirnar í landinu eru ríkisframkvæmdir. Fáránlegt frumvarp um nefskatt á alla borgara til að greiða fyrir '' videóleiguna'' RUV er eitt dæmið um villur vegar og hvalveiðar eru hitt dæmið. Þetta eru náttúrulega alvarleg mistök hjá flokksforystunni og stjórninni. Hvað á ég að ákveða ? Ekki get ég með nokkru móti farið leið gamla vinar míns, Ellerts Shcram og gengið í Samfylkinguna, sem hefur ENGA STEFNU ! Ekki get ég kosið VG eða '' nýja rasistaflokkinn ''.........
Ég fæ ekki betur séð en að ég sé flokkslaus og '' áttavilltur ''. Helst langar mig til að stofna nýjan flokk, sem hefði þá stefnu að hraða einkavæðingunni, selja ríkisfyrirtækin ÖLL, taka RUV út úr samkeppnisstöðunni, segja upp Schengen-samningnum, lækka skatta á almenna borgara, lækka skatta á eftirlaunafólk (sem ætti að vera í 10% þrepi), loka samkeppnisstofnuninni, sem er alveg handónýt, fjarlægja fákeppnina sem tröllríður samfélaginu í matarverði (það hæsta á byggðu bóli) olíusamráðið, sem hefur alls ekki andast heldur blómstrar áfram og svo mætti lengi telja...
Þetta verður erfið ákörðunartaka hjá mér en ég læt ekki bugast og kýs nú einungis það fólk í flokknum, sem ég tel að hafi þor til að breyta íslensku athafna og velferðarlífi í rétta átt.
Hér á Íslandi ættum við að athuga alvarlega stefnu Hannesar H. Gissurarsonar & Co. sem hefur góða sýn og réttmætar skoðanir á framtíðarmöguleikum okkar að verða miðstöð fjármálaheimsins í Norður Evrópu og svo vildi ég enda þetta blogg á því að spyrja stjórnvöld hér hvers vegna við höfum ekki spilavíti í landinu (gífurlegar tekjur fyrir ríkiskassann)... við leyfum hvort eð er fjárhættuspil (söfnunarkassarnir, Lotto, happadrætti). !
Have a nice day !
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar