Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

FJÓRFLOKKAKERFI Í 300,000 MANNA '' SMÁBÆ '' ER ALGER VITLEYSA !

Að hér á landi séu við líði 4 stjórnmálaflokkar er auðvitað hin mesta vitleysa. Þar að auki er engin hægri eða vinstri stefna í íslenskum stjórnmálum. Þetta eru allt saman miðjuflokkar og standa allir að ríkisreknu bákni, sem sagt afturhaldssjónarmiðum. Þetta sést best á því að í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins þá JUKUST umsvif ríkisins, svo um munar. Flokkurinn getur þess vegna ekki kallað sig hægri flokk. Í 300 milljóna landi Bandaríkjanna eru tveir flokkar (plús reyndar óháðir sem ekki telja mikið ) og því skildi þá ekki duga fyrir Ísland að hafa tvo flokka ? Er ekki kominn tími á virkilegan hægri flokk, sem mundi þannig standa gegn fjórflokkunum, sem gætu auðveldlega sameinast og kallað sig '' ríkisvaldsflokkinn '' ?

 


EVRÓPUSAMBANDIÐ EÐA NAFTA ? DOLLAR EÐA EVRA ?

Það er mikilvægt fyrir okkur íslendinga að íhuga vel hvaða stefnu við viljum taka í alþjóðasamfélaginu í framtíðinni. Nú er í farveginum aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í boði Samfylkingunnar, en er þetta það sem þjóðin vill ? Við skulum hafa það hugfast að okkar forfeður sem numu land hér á Íslandi voru mótmælendur skattheimtukonunga Evrópu og við íslendingar líkjumst því þeim mönnum sem flúðu Evrópu og settust að í Bandaríkjunum. Það er ekki ólíklegt að stofnaður verði her Evrópusambandsins einhvern tíma á næstu árum og erum við þá reiðubúin að senda unga íslendinga í slíkan her ? Ég held ekki. Ég held að við íslendingar verðum að viðhalda okkar menningu og sjálfstæði á grundvelli frelsis og mannréttinda og án hafta og ofurskattheimtu. Það er núna sá tíðarandi í landinu að stefna að ofurskattheimtu sem þýðir ekkert annað en stöðnun í atvinnulífinu. Blessuð krónan okkar er sífellt að verða stærra og stærra vandamál og þetta verður ekki leyst nema að taka upp annan gjaldmiðil. Það er besta úrræðið, og um leið það auðveldasta, að taka upp dollar sem fyrst og ganga í NAFTA. Þar með höldum við íslendingar okkar sjálfstæði því upptöku dollars fylgja engin skilyrði. Framtíð landsins er björt og nægur sjávarafli og raforka mun fylgja okkur inn í farsælt framtíðarland.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


ÞJÓÐFUNDURINN ! SKRÍPALEIKUR ?

Nú ætla einhverjir 11 hundruð '' maurar '' að standa fyrir einhverri '' new age '' samkomu í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta minnir helst á heilaþvottssamkomu Herbalife samtakanna og ég skil ekki hvaða niðurstöðu þessir maurar eiga að staðfesta. Er það kannski hvað prjóna má margar lopapeysur á Íslandi í framtíðinni ? Eða ætla þeir að staðfesta þann eilífa rugling að '' Ísland er best í heimi '' ? Fróðlegt verður að fylgjast með þessari trúarsamkomu !

ÁSTÆÐAN FYRIR SEINKUN Á SKIPAN SENDIHERRA BANDARÍKJANNA ER ALFARIÐ VEGNA KLÚÐURS JÓHÖNNU OG ÖSSURAR !

Það sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna er að bíða eftir, er afsökunarbeiðni frá okkur íslendingum á óafsakanlegu framferði við orðuveitingu síðasta sendiherra, sem svo skammarlega var snúið við frá Bessastöðum, af tilstilli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta landsins. Þetta er auðvitað ekkert annað en hneyksli og núverandi ráðamönnum ber skylda að leiðrétta þennan misskilning strax.

FALL BERLÍNARMÚRSINS ! ÞÖKKUM ÞEIM SEM EIGA ÞAKKIR SKILIÐ ! BANDARÍKJAMENN !

'' Mister Gorbashev, tear down that wall '' ....Svo mælti Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti. Það er ekki ólíklegt að á fundi þeirra að Höfða í Reykjavík, að sögulegt samkomulag hafi náðst um framtíð Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjanna. Þessu ber að þakka Bandaríkjamönnum og ekki má gleyma þætti Henry Kissinger, sem með sinni einstöku utanríkjamálasnilld var arkitekt þessarar stefnu sem varð svo afdrifarík fyrir frelsi milljóna austurevrópuþjóða. Thanks, again !

JÓHANNA OG ÖSSUR ! NÚ ER TÆKIFÆRI FYRIR ÍSLAND AÐ SÝNA FRUMKVÆÐI Á ALÞJÓÐAVETTVANGI OG FORDÆMA AFTÖKUR KÍNVERJA !

Það er beinlínis skylda okkar Íslendinga að fordæma aftökur á þessum 9 kínverjum, sem einungis nýttu sér tjáningarfrelsi og mannréttindi gagnvart morðóðri kommúnistastjórn í Xinjiang. Það ber að reka sendiherra Kína úr landi og að slíta öllu milliríkjasambandi við hryðjuverkastjórn kommúnistanna í Kína. Verðum fyrst þjóða að fordæma þessar aftökur. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld sem ekki má fara forgörðum. Sýnið nú hugrekki, Össur og Jóhanna !

KATRÍN MÍN ! HANN '' SÚLU-PÁLMI '' ÞARF AÐ VÍKJA ÚR STARFI !

Þarf virkilega að rannsaka þetta mál eitthvað frekar ? Fjármálastjóri KSÍ var svo heimskur að nota kreditkort KSÍ í heimsókn á súlustað og þetta ætti að vera næg ástæða til að reka manninn ! Eftir hverju er að bíða ? Er engin skynsemi í þessu máli ? Er Katrín ef til vill að íhuga að ráða Geira á Goldfinger í starfið ?........................ég bara spyr !

FORSETINN Í RANNSÓKN ! RÖNG FORGANGSRÖÐUN !

Baldur Þórhallsson, prófessor við HÍ, álítur að rannsaka beri aðkomu Ólafs Ragnars Grímssonar að hruninu á Íslandi. þetta er eins og hvert annað glapræði, því eins og flestir vita þá er forsetembættið ekki valdastaða, nema að litlu leiti og þá er aðkoma forsetans að framgangi útrásarvíkinga aðeins minni háttar '' P.R. '' mál. Sérstakur saksóknari og hans starfsmenn eiga ekki að vera eyða dýrmætum tíma í þess konar vitleysu. Vissulega hefurr Ólafur Ragnar breytt forsetaembættinu töluvert í sinni forsetatíð en að hann sé áhrifavaldur í þessu ferli er alger misskilningur. Hann gerði einfaldlega það sem flestir landsmenn gerðu í útrásaræðinu, hann tók þátt ! Það er ekki saknæmt að neinu leiti, heldur ef til vill skilningsleysi.

ENN OG AFTUR KLIKKAR 4. VALDIÐ ! HVAR ER NAFNALISTINN YFIR ÞÁ SEM GERT VAR HÚSLEIT HJÁ VEGNA NOTKUNAR Á ERLENDUM KREDITKORTUM ?

Þjóðfélagið er algerlega lokað vegna lélegrar frammistöðu fjölmiðla. Hvers vegna er ekki birtur nafnalisti af þessari framkvæmd ? það skildi þó aldrei vera að einhverjir fjölmiðlaeigendur séu á þessum lista. Og ekki segja mér þá klisju að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð ! Það hefur ekkert með upplýst þjóðfélag að gera. Það verður að birta nöfn allra þeirra sem tengjast eða eru grunaðir um misferli í þjóðfélaginu. Annað er brot á upplýsingafrelsi.

FRAMTÍÐ ÍSLANDS ER BJÖRT EF RÉTTAR ÁKVARÐANIR ERU TEKNAR !

Íslendingar komu illa út úr alheimsbankakreppunni og öll áform að gerast fjármálasnillingar alheimsins þurrkuðust út á augabragði. Við erum í dag stórskuldug þjóð, en það er alls ekki slæmt ef við höldum rétt á spöðunum og nýtum þau tækifæri sem í boði eru. þau eru mörg. Við eigum ótrúlegar auðlindir sem geta gefið okkur farsæld til margra ára. Hér eru tækifærin sem ég vildi nefna:

1. Vatn: Vatnsbirgðir okkar eru gífurlegar og við eigum að flytja vatnið okkar út. Nú er ég ekki að tala um '' sælkeravatn '' á plastflöskum í samkeppni við Perrier og Pellegrino, heldur er ég að tala um vatn í sérhönnuðum vatnstankskipum til vanþróðara landa í Afríku. Þar í landi eigum við einnig að vera frumkvöðlar í að reisa veitur til að koma vatninu til neytenda.

2. Lestarkerfi: Við eigum, í samstarfi við Þjóðverja, að leggja lestarkerfi um allt land og Metro kerfi á höfuðborgarsvæðinu tengt Keflavíkurflugvelli. Rafmagnsknúið lestarkerfi mundi skapa hundruð starfa í náinni framtíð og minnka olíuneyslu þjóðarinnar svo um munar. það ætti ekki að vera erfitt að útvega fjármagn í þetta stóra verkefni frá Þjóðverjum, að ég tali nú ekki um Warren Buffett, sem einmitt í dag var að fjárfesta í járnbrautarsamgöngum í Ameríku.

3. Rafknúnir bílar: Þetta er framtíðin og við eigum að taka þetta skref strax og flytja inn rafmagnsknúna bíla og reisa hleðslustöðvar um allt land. Það er ekki eftir neinu að bíða.

4. Gagnahýsingar: Eflum það starf sem nú er hafið og opnum landið fyrir alþjóðafyrirtæki sem vantar ódýrt rafmagn og bjóðum þeim hingað. Veitum þessum fyrirtækjum skattaívilnanir sem eru betri en samkeppnislönd okkar á þessu sviði.

5. Sjávarútvegur: Höldum áfram að auka útflutninginn og stofnsetjum dreifikerfi á okkar eigin fisk erlendis þar sem við ráðum verði og gæðum. Einnig þurfum við að stofna erlendis keðjur fiskmatsölustaða þar með að við ráðum yfir fisknum allt frá því hann er veiddur og þar til hann kemur til neytandans. Öll þessi '' útrásarfyrirtæki '' í fiski verði skráð á Íslandi, með útibú erlendis þannig að tekjur skapist heima fyrir.

6. Aukning á heilsuferðabransanum: Sköpum og eflum '' Spa '' ímynd Íslands, í anda Bláa Lónsins og endurreisum staði eins og Laugarvatn, Mývatn, Hveragerði o.sv. frv. Þetta er ein stærsta gjaldeyristekjulind sem við höfum í dag og stórt átak gæti sett okkur í efsta sæti á þessum markaði.

7. Gjaldeyririnn: Við berjumst sífellt með krónuna og það er engin spurning að við eigum að taka upp $ dollarinn strax og ganga í NAFTA. Þar með erum við laus við verðtrygginguna, efnahagssveiflur, verðbólgu og afspyrnuhátt verðlag í landinu. Við tryggjum þar með stöðugleika fyrir erlenda fjárfesta sem vilja koma að verkefnunum í liðum 1 til 6.

Framtíðin er björt, en það þarf djarft fólk til að hrinda þessu af stað. Höfum við þetta fólk ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband