Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

BARNALÁNAFORELDRANA Á AÐ KÆRA OG LÖGSÆKJA !

Það er með ólíkindum hvað þessir svokölluðu barnalánaforeldrar voru ósvífnir í gerðum sínum. Þetta kemur mjög skýrt fram í andsvari Jóns Þ. Jónssonar og sést vel hversu veruleikafirringin hefur tekið þetta fólk heljartökum.  Það er óskandi að dómsmálaráðherra og saksóknari taki strax það skref að lögsækja þetta fólk ásamt bankamönnunum sem leyfðu þessa gjörninga. Ef ekki finnast lagalegar leiðir til að lögsækja þetta fólk, þá ber þinginu sú skilda að setja lög sem geta komið í veg fyrir endurtekningar á þessu siðlausa atferli. Þar að auki eiga barnaverndaryfirvöld að sýna þann manndóm í sér að kæra þetta strax. Ég er handviss um að svona gjörningar eru ekki leyfðir í einu einasta vestræna ríki.


HVAR ER FORGANGSRÖÐUN FORMANNS DÝRALÆKNINGAFÉLAGSINS ?

Guðbjörg Þorvarðardóttir fordæmir kúasæðingu þeirra Audda og Sveppa en ekkert heyrðist í henni þegar margdæmdur hestatemjari misþyrmdi hestum sem sást á myndbandi. Kúasæðingin er eðlileg framkvæmd en misnotkun og barsmíð gagnvart hestum og öðrum dýrum eru glæpir af verstu tegund. Það má vel vera að kúasæðingin sé ósmekkleg, en annað er hún ekki. Vonandi spyrja einhverjir aðstandendur stöðvar 2 formanninn um þetta. Ekki veit ég betur en að hestatemjarinn sé ennþá með leyfi ! Hneyklsi !

KENNSLUSTUND FYRIR FJÖLMIÐLAMENN ! HAFSKIP VAR EKKI FJÁRHAGSVANDAMÁL, HELDUR VALDABARÁTTA VINSTRI AFLA Í ÞJÓÐFÉLAGINU !

Það er oft rætt um Hafskip í fjölmiðlum og oft í tengslum við Björgólf Guðmundsson og hans viðskiptaferil. það sem fjölmiðlamenn virðast ekki átta sig á að fall og hrun Hafskip var alls ekki tengt fyrirtækjarekstri að neinu leiti. þetta var aðför að nokkrum mönnum, sem höfðu náð góðu fylgi á stjórnmálasviðinu. Þetta voru fyrst og fremst Albert Guðmundsson og hans stuðningsmenn. Helstu forkólfar að aðförinni voru Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeim tókst að fá umræðunni stýrt á þann veginn að fall Hafskip var fremur auðvelt mál, enda mikill stuðningur af hálfu Eimskipsveldisins. Vinstri öflin sigruðu. Albert Guðmundsson var niðurlægður og Björgólfur Guðmundsson var ranglega sakfelldur. Endurkoma Björgólfs í viðskiptalíf Íslands var eins og köld vatnsgusa í andlit vinstrimanna og sama herferðin var tekin upp að nýju. Nú blasir við að rannsókn á hruninu mun að lokum berast að Björgólfi og syni hans, en hér ætla ég að segja ykkur að ég þekki feðgana mjög vel, frekar þann eldri sem ég hef þekkt frá blautu barnsbeini og það er enginn vafi á því að þessir feðgar eru alsaklausir af misferlum í íslensku viðskiptalífi. Allar nornaveiðar í þeirra garð eru á misskilningi byggðar og það er frekar að við eigum að virða þá ákvörðun þeirra að koma til Íslands með ávöxt Rússlandsævintýrsins. Munið það, að þeir þurftu ekki að koma hingað ! Þeir hefðu getað fjárfest annars staðar, en þeir kusu Ísland og kannski sjá þeir eftir þeirri ákvörðun í dag.

STUTT, EN ATHYGLISVERÐ SAGA ÍSLENSKU MATVÖRUMILLJÓNERANNA !

Rétt eftir seinni heimsstyrjöldina varð til á Íslandi fyrsti auðhringurinn í matvörugeiranum. þetta voru Silli og Valdi. Verslanir Silla og Valda voru víðs vegar um bæinn og eiginlega einráðir á markaði. Þeirra veldi féll ! Þar næst kom á sjónarsviðið Pálmi og hans Hagkaup. Þetta veldi var síðar innlimað í næsta veldið, eða Bónusveldið. Nú í dag er mikill skjálfti í því veldi og aðeins tímapursmál hvort það deyr ekki innan fárra mánaða. Allar líkur eru á því. Hvað tekur við ? Það er líklegt að það skapist nýtt veldi matvörumilljónera því samkeppniseftirlitið á Íslandi er steindautt. Verður það Jón Gerald Sullenberger ? Ekki líklegt, þar sem hann er '' aðskotahlutur '' í íslensku athafnalífi. Það er mjög líklegt að það myndist '' nýr '' auðhringur um þennan markað og við íslendingar verðum enn og aftur blekkt og búum við þá matvörueinokun sem við höfum þurft að þola allt frá 1940 ! Þessu ráða stjórnmálamennirnir og þá sést vel að við stefnum í tómt tjón og hæsta matarverð í heimi, eins og vant er.


EF ÞAÐ SNJÓAR, ÞÁ ER ÞAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM AÐ KENNA !

Ef lesið er erindi Jóns Trausta Reynissonar og kenningar Njarðar P. Njarðvík um ástandið á Íslandi þá er engu líkara að ALLT sem ver hefur farið sé Sjálfsæðisflokknum um að kenna. Þetta eru  frekar barnalegar kenningar og menn ættu að hugsa þessi vandamál okkar betur og gera sér grein fyrir því að alþjóðlegar hremmingar eru engu einu um að kenna, heldur er þetta fyrst og fremst eftirlitslausu efnhahagskerfi um að kenna og flest vestræn lönd, nema Ísland, hafa tekist á við þessi vandamál og eru komin vel á leið með breytingar á sínum kerfum. Vonandi komast til valda hér á Íslandi stjórnmálamenn sem geta tekist á við þetta verkefni sem fyrst.

SKAMMSTAFANIRNAR ÞEKKTU, F.H. OG E.H. TAKA Á SIG NÝJA MYND !

Eftirleiðis verður talað um f.h. og e.h. sem FYRIR HRUN  OG EFTIR HRUN   !

Sic transit gloria mundi !


FRÁBÆR VINUR OG LÍFSFERÐAFÉLAGI FARINN, FLOSI ÓLAFSSON

Ég var svo hólpinn að fá að kynnast Flosa Ólafssyni á yngri árum. Það var sennilega ekkert skemmtilegra en að hlusta á húmor Flosa í góðum hópi félaga og vina á barnum á Hótel Borg í gamla daga. Flosi var hrókur alls fagnaður, jafnt þar og annars staðar, og kímnigáfa hans var sérstök. Dátt var hlegið þar og stjórnandinn var Flosi. Hann sá léttu hliðarnar á lífinu svo vel og gaf okkur hinum innsýn í þann heim með mestu snilld. Flosi skildi við '' glasið '' á borð og sæng, eins og hann kallaði það, og gerðist mikill stuðningsmaður SÁÁ og þeirra félaga sem það stofnuðu og minnisstætt er það ár sem SÁÁ stóð að sjónvarpsþætti í fjársöfnunarátaki SÁÁ þar sem Flosi kom fram, ásamt mér og öðrum og var að vanda frábær. Flosi var tungumálamaður og að mínu mati er fremst þýðing hans á meistaraverkinu Catcher in The Rye, sem er frábært verk. Lilja, kona hans, var aldrei langt í burt í huga hans í umræðunni við hann og ekki hef ég séð samrýmdara par á minni lífsleið og í dag hlýtur söknuðu Lilju að vera mikill. Samúðarkveðjur flyt ég til hennar í dag en Lilja getur ef til vill huggað sig við það að Flosi var ánægður með líf sitt með Lilju sinni og nú situr Flosi með gömlum vinum, annars staðar í vitundinni og ég er sannfærður að þar er glatt á hjalla.

Ég kveð þig, Flosi, með þökk fyrir allt. Þú varst snillingur af manni !


LJÓSIÐ Í MYRKRINU !

Í öllu öngþveiti afturhaldsstjórnarinnar sem við búum við í dag þá verð ég að taka upp hanskann fyrir þann eina ráðherra sem er að vinna vinnu sína. Þetta er dómsmálaráðherrann, Ragna Árnadóttir. Hún hefur unnið sína vinnu með einstakri prýði og yfirvegun. Ragna, þú átt heiður skilið !

FJÓRÐA VALDIÐ ER AÐ KLIKKA ! HVAR ER RANNSÓNARBLAÐAMENNSKAN ?

Það er augljóst að fjórða valdið í landinu er ekki að vinna vinnuna sína. Endalausar fréttir af kaupsýslumönnum sem hafa keypt hluti, án veða, er alls engin frétt heldur er það löglegur viðskiptaháttur sem engum kemur við ! Kannski siðlaus, en enn og aftur löglegur. Sama er að segja um þá  kaupsýslumenn og hluthafa, sem seldu bréf sín skömmu fyrir hrun. þetta er allt saman löglegt ! Rannsóknarblaðamenn verða að fara að snúa sér að því sem skiptir máli ! Hvar eru peningarnir ? '' Follow the money ''.  Eru einhverjir fjármunir faldir erlendis, sem máli skipta og hver á þessa fjármuni ?  Getur það verið að ástandið hér í landi sé þannig að eigendur fjölmiðla, sem margir hverjir eru einnig grunsamlegir í aðkomunni á hruninu stjórni nú atburðarásinni ? Við skulum vona að svo sé ekki og að einhver bretti upp ermina og vinni sína vinnu sómasamlega. Þetta er bráðnauðsynlegt núna.


FORSETINN Í SPJALLINU ! HVAÐ MEÐ DORRIT ?

Ekki var um að villast að Ólafur Ragnar var snjall í svörum í spjallinu hjá Sölva. Því miður hafði Sölvi engin ráð að fá nokkurn skapaðan hlut út úr forsetanum, sem er snillingur í tilsvörum spyrlanna. Ekkert gagn í þessu viðtali. Hefði ekki verið nær að fá frú Dorrit í viðtalið ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband