QUO VADIS, ISLAND ?

Þegar áföll skella á fjölskyldum þá taka allir sig saman og leysa þann vanda sem fyrst. Ísland stendur nú á krossgötum og það er orðið augljóst, að minnsta kosti hér, að þeir sem ráða í þessu landi eru ekki með fullu viti og gera sér ekki grein fyrir vandanum sem fyrir framan okkur er.

Það var misskilningur að setja á þessa rannsóknarnefnd Alþingis. Skýrslan sem hún hefur útgefið er í raun í lagi, en það er ekki það sem okkar þjóð þarf ! Það er annað og mikið verra að í íslensku þjóðfélagi, og þetta sjá allir hugsandi menn og konur.

Hér eru vandamál Íslands, og ég leyfi mér að setja þetta upp í anda David Letterman, eða '' Top Ten '' ! Hér er þó full alvara á ferðinni ! Og hér er líka forgangsröðun !

1. Við setjum strax á 10 mánaða bann á alla stjórnmálaflokka inn á alþingi og kjósum okkur fagfólk til að stjórna landinu í þessa 10 mánuði. Allir þingmenn segi af sér tafarlaust.

2. Við skrifum nýja stjórnarskrá og nýtt stjórnskipulag.

3. Við endurskipuleggjum íslenskt réttarkerfi og dómskerfi. Við t.d. segjum okkur alfarið úr Schengen samstarfinu og við setjum á nýtt dómsstig sem kallast áfrýjunardómstóll. Hæstiréttur landsins mun einungis túlka stjórnarskrána. Við fækkum dómurum.

4. Við tökum það besta sem við finnum í Bandarísku kerfi og það besta sem við finnum í Evrópsku kerfi og setjum inn á okkar dagskrá. Þá skapast hér einstakt og gott sambland af einstaklings og samfélagshyggju lausnum sem flestir geta verið ánægðir með.

5. Við breytum skattakerfi okkar. Það er forkastanlegt að Íslendingar, þessar 300,000 hræður borgi svona háa skatta. Það er óþarfi.

6. Við hættum öllum áformum um að ganga í Evrópusambandið. Við kjósum að vera sjálfstæð

7. Við sækjum um aðild að NAFTA og fáum aðgang að nýjum mörkuðum fyrir okkar afurðir

8. Við tökum upp $, Bandaríkjadollarinn, tímabundið til reynslu, og þar með er verðtryggingin og annars konar peningasvindl á almenningi úr sögunni.

9. Við fáum erlenda banka, helst bandaríska og þýska til að eignast og reka bankana okkar.

10 . Við tökum okkur 10 mánuði til að íhuga hvort við eigum að leggja niður forsetaembættið og taka upp Bandaríska kerfið eða þá franska kerfið en ég hallast á það að svona lítil þjóð eigi að hafa Forseta með vald og að ráðherrar hans (hennar) eigi að vera sérvaldir af Forsetanum eftir persónukjör og sitji ekki á þingi.

Þegar ofangreint er vel á veg komið, þá má leyfa stjórnmálaflokkum, hverjum sem er, að bjóða sig fram við fyrstu kosningar en það verða ákvæði sett inn í landslög að það mega engir fyrrverandi stjórnmálamenn, sem voru '' aktvívir '' í hruninu taka þátt í stjórnmálum. Einungis þá fáum við hreint borð.

Og svo að lokum, það ber að taka Skýrsluna og henda henni og það á að loka embætti sérstaks saksóknara ! Það sem við ættum að gera er Nelson Mandela aðferðin og setja á stofn Sannleiks og Sáttanefnd Alþingis og bjóða öllum þáttakendunum í hruninu, þ.e.a.s. bankamönnum, stjórnmálamönnum og eftirlitsmönnum tækifæri til að hreinsa sitt mannorð fyrir framan alþýðu og þessum atburðum ætti auðvitað að sjónvarpa beint. Þannig fáum við sanngjarna lausn.

Quo vadis ?  Þið landsmenn eigið valið ! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband