SIÐFERÐISLEYSI Á ALÞINGI ! LISTINN LENGIST !

Listinn yfir þá alþingismenn sem eiga afdráttarlaust að segja af sér vegna siðleysis er sífellt að lengjast. Á listann þar sem Ásbjörn Óttarsson er efstur hafa nú bæst við þeir Össur Skarphéðinsson, Árni Þór Sigurðsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Er engin siðferðisnefnd á okkar háa alþingi ? Ef ekki, þá ber að gangsetja hana strax !

SPILAVÍTI Á ÍSLANDI ? AUÐVITAÐ ! OG ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ !

Spilavíti á Íslandi yrði góður tekjupóstur fyrir þjóð sem stendur frammi fyrir miklum útgjöldum á næstu árum vegna bankahrunsins. Það er þó ekki sama hvar og hverjir fá leyfi til slíks reksturs. Ég hef áður bloggað um þetta og hef eindregið mælt með því að fyrsta spilavítið verði opnað í Leifsstöð með það markaðstækifæri sem felst í þeim 1. milljón farþega sem fara um Leifsstöð á hverju ári. Þeir sem eru mótfallnir opnun spilavíta á Íslandi benda á spilafíkla en þau rök halda ekki þar eð þessir spilafíklar, sem nú eru með þess konar vandamál spila hvort eð er og þar á að beita sömu aðferð og við beitum gagnvart öðrum fíklum, meðfeðarúrræðum. Tekjunum af löglegum spilavítum má þannig dreifa til meðferðarstofnana að einhverju leiti og aðstoða spilafíkla í vanda. Allavega er opnun spilavíta betri tekjupóstur fyrir skattstofninn okkar en útrásarvíkingaaðferðin sem við notuðumst við á síðustu misserum !

 


GREIÐSLUSTÖÐVUN BM VALLÁ ! BEIN AFLEIÐING AF AÐGERÐARLEYSI VINSTRI STJÓRNARINNAR !

Það er augljóst að fyrirtæki á Íslandi eru að berjast fyrir lífi sínu í þessu umhverfi sem hefur skapast vegna aðgerðarleysis Jóhönnu og CO. Það blasir við að fleiri og fleiri fyrirtæki munu lenda í sömu stöðu og BM Vallá. Atvinnuleysi eykst og algert hrun framundan ef þjóðin tekur ekki í taumana og fellir þessa stjórn sem fyrst. Þetta verður auðvitað best gert með því að fella Icesave samninginn í kosningunni sem er framundan. Þá verður stjórnin að segja af sér !

ÍSLAND VS. FRAKKLAND ! CÉST DOMMAGE !

Strákarnir okkar eru markahæstir í keppninni, en Frakkar hafa fengið fæst mörkin á sig. Eftir 55 ára reynslu af íþróttaáhorfi þá hef ég þá skoðun að vörnin vinni yfirleitt. Þar með verðum við íslendingar að undirbúa okkur fyrir '' smá áfall '' á morgun. En strákarnir hafa leikið frábæran leik hingað til og þurfa síður en svo að skammast sín fyrir frammistöðuna.

Ég spái 30 26 fyrir Frakkana ! Bronsið verður þá okkar verðlaun !


ÍSLAND VS. NOREGUR Í DAG ! ENGIN SPURNING AÐ MEÐBYRINN ER OKKAR !

Gleymum því ekki að norska liðið er í sálfræðilegri klemmu ! Þeir VERÐA AÐ VINNA ! Okkar menn þurfa ekki að vinna og þar með verður léttara yfir þeim. Ef okkar glæsilegi markvörður heldur uppi sama takti og hann hefur gert í fyrri leikjum, þá verður þetta leikur einn ! Ég spái  27   25 fyrir Ísland !

 


SKORTUR Á SIÐFERÐI ER ALLSRÁÐANDI Á ALÞINGI !

það er ekki nema von að virðing almennings á Alþingisstörfum fari dvínandi. Síðasti svarti bletturinn er játning Ásbjarnar Óttarssonar í Kastljósinu í gær. Þetta hefur alls ekkert með sekt eða sakleysi að gera, heldur siðferði. Því miður er engin hefð á Íslandi fyrir afsögnum þingmanna vegna skorts á dómgreyndarleysi og siðferði og þannig viðgengst þetta aftur og aftur. Almenningur hefur engin tök á að krefjast afsagna ráðamanna. Þetta er auðvitað eitthvað sem verður að lagfæra sem fyrst ef almenningur á að bera virðingu fyrir störfum Alþingis.

SÁTTASEMJARI Í ICESAVE DEILUNNI ! EF HANS ER ÞÖRF !

Ekki er öruggt að besta leið okkar sé erlendur sáttasemjari, því það er að verða ljóst að við berum enga lagalega ábyrgð á þessum innistæðum. En ef svo kemur til þá er besta leiðin að fá Bandaríkjamann til verksins. Strax koma til greina Henry Kissinger, Jimmy Carter eða Condoleeza Rice. Allt fagfólk með gríðarlega kunnáttu í milliríkjadeilum. Frakkar koma alls ekki til greina að mínu mati því þeir eru í Evrópusambandinu og frændur okkar, skandinavar, hafa enga samúð með okkur. Margir hafa nefnt kandamenn, en að mínu mati koma þeir ekki til greina þar eð þeir eru enn tengdir Bretum.

FLOTT VIÐBRÖGÐ ÍSLENDINGA VEGNA JARÐSKJÁLFTAHAMFARANNA Á HAITI !

Össur Skarphéðinsson á þakkir skilið fyrir snaggaralega ákvörðun að senda björgunarsveitina til Port Au Prince !


ÞAÐ ER GREINILEGA AÐ MYNDAST STUÐNINGUR VIÐ ÍSLENDINGA Á ALÞJÓÐAGRUNDVELLI Í ICESAVE MÁLINU, OG ÞAÐ ER EKKI BOÐLEGT AÐ ÞJÓÐIN GREIÐI ÞESSA SKULD !

Þökk sé forsetanum fyrir að kasta boltanum til þjóðarinnar. Erlendis eru nú margir að stíga fram og styðja okkur í þessu máli. Síðast fléttan byrtist frá Hollandi og þar er fræðimaður sannfærður um að við eigum ekki að greiða þessa skuld. Eva Jolie staðfestir að við eigum að ganga aftur til upphafsreitsins og semja aftur. Þess vegna verður að hugsa þetta mál, lögfræðilega, aftur upp frá grunni. Það eru alls engin lög innan neins sambands í Evrópu sem staðfesta að þjóðir verði að ganga í ábyrgð fyrir ALGERU BANKAHRUNI ! Þetta er kjarni málsins. Það væri því best að stjórnin dragi frumvarpið til baka, engin þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og að skipuð verði ný samninganefnd með erlenda sérfræðinga innanborðs sem gengi til samninga VIÐ ÖLL EU Ríkin, því þau öll bera ábyrgð á slöku regluverki umhverfis banakstarfsemi í Evrópu. Ábyrgðin er ekki okkar ! Skuldin er ekki okkar !

SVANUR KRISTJÁNSSON PRÓFESSOR Á VILLIGÖTUM !

Prófessorinn efast um réttmæti ákvörðunar forsetans um að nota málsskotsréttinn í Icesave málinu. Hann talar um '' hugmynd '' og venjur en gleymir því að lög eru ekki hugmyndir og venjur, heldur bókstafir. Í lagabókstafnum er hvergi minnst á hvaða tegund mála forsetinn hefur málskotsrétt. þar af leiðandi er Ólafur Ragnar í fullum lagalegum rétti hvað þetta varðar. Einnig ber að minna prófessorinn á að þjóðaratkvæðagreiðslan mun ekki snúast um hvort eða ef við eigum að greiða Icesave skuldina, heldur HVERNIG ! Þetta er því spurning um aðferðafræði.

Grunar að prófessorinn sé hluti af '' áróðursmaskínunni '' sem komin er í gang vegna 20 febrúar !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband