Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

FLUGFREYJAN MISSTÍGUR SIG ! LAUNALÆKKANIR ERU MISTÖK !

Eitt versta skref sem nokkur yfirmaður tekur í rekstri er launalækkun starfsmanna sinna. Svona gerningur hefur ekkert annað í för með sér en óánægju meðstjórnenda sinna. Jóhanna hefur nú ákveðið að lækka laun ríkisstarfsmanna niður fyrir sín eigin laun. Þetta mun hafa það í för með sér að þessir starfsmenn sem fá launalækkun bera ekki virðingu fyrir yfirmanni sínum og þar af leiðandi verða alltaf óánægðir með sín hlutskipti. Óheillaskref Jóhönnu er vísir að slæmu andrúmslofti á vinnustöðum ríkisins og benda á stutta viðdvöl þessarar stjórnar. Augljóst !

ESB AÐILDARUMSÓKN ? SKILABOÐIN FRÁ GORDON BROWN ERU SKÝR !

Það ætti að vera augljóst að afstaða Breta til okkar íslendinga er mjög góð vísbending að við höfum engan hag í því að gerast aðili að sambandi, sem bersýnilega er handstýrt af bretum. Gordon Brown hefur sýnt okkur í orðum og gerðum að við íslendingar verðum alltaf smápeð í þessu sambandi og við eigum hreinlega að halda okkur frá þessari fásinnu, sem er aðildarumsókn. Á meðan Evrópa er að bjagast við aðgerðir til að bjarga kreppunni, þá eru Bandaríkjamenn að taka á vandamálunum með festu og það bendir til að við, íslendingar, eigum að skoða alvarlega aðild að NAFTA og gerast aðilar í bjartsýnu sambandi, sem gæti gefið okkur farsæld í framtíðinni.


ÞRÁINN BERTELSSON Á EKKI AÐ SKILA NEINU !

Umræðan um tvöföld laun Þráins Bertelssonar er á villigötum. Vandamálið má rekja til heitsins á þessum peningagreiðslum, '' Heiðurslaun ''. Erlendis er þetta kallað '' stipend '' en ekki '' salary '' og munurinn er sá að stipend er greiðsla fyrir störf sem þegar hafa verið unnin en salary er greiðsla fyrir störf sem á eftir að framkvæma. Þetta ætti frekar að vera kallað Heiðursframfærslufé, en það er ansi langt orð og óþjált og hefur þess vegna ekki verið notað. Blöndum þessu ekki saman og leyfum Þráni að njóta góðærisins. Hann á það skilið.

Gaudeamus igitur.

 


KOSNINGARUGLIÐ UM NÝJAN GJALDMIÐIL !

Hrópin í kosningabaráttunni undanfarið eru hávær og kallað er eftir nýjum gjaldmiðli. Þetta er alls ekki skynsamlegt í stöðunni á Íslandi. Okkur mun farnast best að nota krónuna meðan við erum að vinna í því að koma okkur út úr kreppunni. þannig getum við sjálf stýrt uppbyggingu efnahagslífsins og endurreisn heimilanna. Það besta er að halda krónunni, afnema verðtrygginguna, lækka skatta og vexti ásamt því að afnema gjaldeyrishöftin strax.

Að 3 til 4 árum liðnum getum við svo tekið ákvörðun um hvort skipta eigi um gjaldmiðil.

Og að lokum að kjósa rétt á morgun til að breyta núverandi ástandi sem fyrst !


KJÓSENDUR ERU EKKI HEIMSKIR !

Á morgun verður gengið í kjörklefann og kjósendur ákveða hverjir munu stjórna landinu næstu árin. Það er alveg öruggt að kjósendur hljóta að vita hverjum þeir treysta til að bjarga okkur út úr þessari kreppu án þess að saklausir landsmenn þurfi að borga hrunið með hærri sköttum og niðurskurðarstefnu. Seinagangur núverandi stjórnar Jóhönnu segir sína sögu. Afturhaldsstefna Kolbrúnar Halldórsdóttur er skýr. Yfirtökuskilaboð Steingríms á Flugleiðum eru óskyljanleg afglöp og segir mikið um hugarfar vinstri grænna gagnvart atvinnulífinu. Framsóknarflokkurinn býður upp á 20 % niðurfellingu skulda og heldur því fram að peninga þurfi ekki til ! Hvað er nú það ?

Eftir standa Borgarahreyfingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Þessir flokkar eru góður valkostur.

Ekki láta blekkjast af einhverjum fréttum af peningastyrkjum til flokka árið 2006 ! hvaða máli skiptir það....engu !

Kjósum skynsemi en ekki afturhald !    Góða Helgi.


ÖSSUR ? HVERS VEGNA GENGUM VIÐ EKKI AF FUNDINUM ?

Svo virðist sem utanríkisráðherrann sé kominn í bandalag með Ahmadinejad, hinum vitskerta írana, ef marka má viðbrögð þeirra Kristins F. Árnasonar og Ingibjargar Davíðsdóttur á kynþáttaráðstefnunni í Genf. Það er til skammar að við íslendingar sjáum okkur ekki fært að styðja bandamenn okkar, Israel, þegar svona áróður á sér stað á opinberum vettvangi. Það eru skýr skilaboð til þín, Össur, að þú biðjist afsökunar á þessu og komir þeim afsökunum til Israela sem fyrst ! Líttu á hvaða viðbrögð okkar bandamenn sýndu !

........'' SEND IN THE CLOWNS "........

Í kosningabaráttu þjóða er bráðnauðsynlegt að hafa skemmtiatriði á boðstólum. Við höfum þetta. Blessaður Ástþór Magnússon berst núna eins og Don Quixote við vindmillurnar sínar og okkur er skemmt ! Þetta er skemmtilegt, því við íslendingar höfum gaman að trúðum og nú er Ástþór í essinu sínu. En öllu gamni fylgir einhver alvara og ef til vill hefur Ástþór rétt fyrir sér í hinum ýmsu staðhæfingum sínum, en þetta framboð hans er einungis fyrsta flokks '' stand-up " og við brosum að leikritinu !


FORGANGSRÖÐUN VINSTRI STJÓRNAR ER ATLAGA AÐ ÞJÓÐINNI !

Einmitt á þeim tímamótum þegar almennir borgarar eru í fjárhagsvandræðum vegna kreppunnar, þá boðar vinstri stjórnin skattahækkanir ! Þetta er náttúrulega alveg kolvitlaus stefna því auknir skattar skapa minni ráðstöfunarfé og er því ekki til að bæta illa statt atvinnulíf. Hvort er mikilvægara að auka tekjur ríkisins eða hins almenna borgara ? Það er auðvitað borgarinn, sem þarfnast fjármuna ! Það liggur í augum uppi að á kosningadag verðum við að losa okkur við þessa óstjórnarstefnu, sem þessir vinstri flokkar standa fyrir. Við verðum að endurreisa atvinnulífið með sömu stefnu og við höfðum, fyrir '' strandið '' , en við verðum auðvitað að efla eftirlitið því þessir stjórnmálamenn eru stórhættulegir þegar þeir ganga óbeislaðir.

EINKENNILEGAR YFIRLÝSINGAR GYLFA MAGNÚSSONAR Í NEW YORK !

Á meðan íslensk fyrirtæki eru mörg hver að nálgast gjaldþrot og engin bankafyrirgreiðsla er í boði til þeirra eða heldur afnám gjaldeyrishafta þá talar fjármálaráðherrann eins og hann búi einhvers annars staðar en á Íslandi ! Sér hann ekki vandann, sem steðjar að hérna heima ?

Þetta sýnir að við verðum að kjósa réttan flokk til að takast á vandanum því það er þokukenndur svipur á öllum núverandi ráðherrum, sem hafa ekki tekið á verkefninu !


ÁSKORUN TIL AGNESAR BRAGADÓTTUR, ÞORBJÖRNS ÞÓRÐARSONAR OG ÖRNU SCHRAM !

Nú er brýnt að við landsmenn styðjum blaðamennina og BÍ í baráttunni við Fjármálaeftirlitið og saksóknara landsins. Það er auðvitað algerlega út í hött að fjórða valdið fái ekki að birta upplýsingar um grunsamlegar lánveitingar hjá bankastofnunum. Ég man ekki betur en að Kaupþing hafi verið í eigu almennings, meðal annarra og þá er fáránlegt að yfirvöld taki þessa afstöðu. Ég mæli eindregið með að þau Anges og Þorbjörn fari með þetta mál alla leið fyrir hæstarétt til að endanlega fá úr því skorið hvort við búum við lýðræði eða erum við öll undir einhverri tegund af ráðstjórnarríki !

Áfram, Agnes og Þorbjörn !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband