Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.5.2009 | 17:51
FLUGFREYJAN MISSTÍGUR SIG ! LAUNALÆKKANIR ERU MISTÖK !
9.5.2009 | 17:37
ESB AÐILDARUMSÓKN ? SKILABOÐIN FRÁ GORDON BROWN ERU SKÝR !
Það ætti að vera augljóst að afstaða Breta til okkar íslendinga er mjög góð vísbending að við höfum engan hag í því að gerast aðili að sambandi, sem bersýnilega er handstýrt af bretum. Gordon Brown hefur sýnt okkur í orðum og gerðum að við íslendingar verðum alltaf smápeð í þessu sambandi og við eigum hreinlega að halda okkur frá þessari fásinnu, sem er aðildarumsókn. Á meðan Evrópa er að bjagast við aðgerðir til að bjarga kreppunni, þá eru Bandaríkjamenn að taka á vandamálunum með festu og það bendir til að við, íslendingar, eigum að skoða alvarlega aðild að NAFTA og gerast aðilar í bjartsýnu sambandi, sem gæti gefið okkur farsæld í framtíðinni.
28.4.2009 | 16:44
ÞRÁINN BERTELSSON Á EKKI AÐ SKILA NEINU !
Umræðan um tvöföld laun Þráins Bertelssonar er á villigötum. Vandamálið má rekja til heitsins á þessum peningagreiðslum, '' Heiðurslaun ''. Erlendis er þetta kallað '' stipend '' en ekki '' salary '' og munurinn er sá að stipend er greiðsla fyrir störf sem þegar hafa verið unnin en salary er greiðsla fyrir störf sem á eftir að framkvæma. Þetta ætti frekar að vera kallað Heiðursframfærslufé, en það er ansi langt orð og óþjált og hefur þess vegna ekki verið notað. Blöndum þessu ekki saman og leyfum Þráni að njóta góðærisins. Hann á það skilið.
Gaudeamus igitur.
24.4.2009 | 15:47
KOSNINGARUGLIÐ UM NÝJAN GJALDMIÐIL !
Hrópin í kosningabaráttunni undanfarið eru hávær og kallað er eftir nýjum gjaldmiðli. Þetta er alls ekki skynsamlegt í stöðunni á Íslandi. Okkur mun farnast best að nota krónuna meðan við erum að vinna í því að koma okkur út úr kreppunni. þannig getum við sjálf stýrt uppbyggingu efnahagslífsins og endurreisn heimilanna. Það besta er að halda krónunni, afnema verðtrygginguna, lækka skatta og vexti ásamt því að afnema gjaldeyrishöftin strax.
Að 3 til 4 árum liðnum getum við svo tekið ákvörðun um hvort skipta eigi um gjaldmiðil.
Og að lokum að kjósa rétt á morgun til að breyta núverandi ástandi sem fyrst !
24.4.2009 | 10:48
KJÓSENDUR ERU EKKI HEIMSKIR !
Á morgun verður gengið í kjörklefann og kjósendur ákveða hverjir munu stjórna landinu næstu árin. Það er alveg öruggt að kjósendur hljóta að vita hverjum þeir treysta til að bjarga okkur út úr þessari kreppu án þess að saklausir landsmenn þurfi að borga hrunið með hærri sköttum og niðurskurðarstefnu. Seinagangur núverandi stjórnar Jóhönnu segir sína sögu. Afturhaldsstefna Kolbrúnar Halldórsdóttur er skýr. Yfirtökuskilaboð Steingríms á Flugleiðum eru óskyljanleg afglöp og segir mikið um hugarfar vinstri grænna gagnvart atvinnulífinu. Framsóknarflokkurinn býður upp á 20 % niðurfellingu skulda og heldur því fram að peninga þurfi ekki til ! Hvað er nú það ?
Eftir standa Borgarahreyfingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Þessir flokkar eru góður valkostur.
Ekki láta blekkjast af einhverjum fréttum af peningastyrkjum til flokka árið 2006 ! hvaða máli skiptir það....engu !
Kjósum skynsemi en ekki afturhald ! Góða Helgi.
21.4.2009 | 10:50
ÖSSUR ? HVERS VEGNA GENGUM VIÐ EKKI AF FUNDINUM ?
16.4.2009 | 18:02
........'' SEND IN THE CLOWNS "........
Í kosningabaráttu þjóða er bráðnauðsynlegt að hafa skemmtiatriði á boðstólum. Við höfum þetta. Blessaður Ástþór Magnússon berst núna eins og Don Quixote við vindmillurnar sínar og okkur er skemmt ! Þetta er skemmtilegt, því við íslendingar höfum gaman að trúðum og nú er Ástþór í essinu sínu. En öllu gamni fylgir einhver alvara og ef til vill hefur Ástþór rétt fyrir sér í hinum ýmsu staðhæfingum sínum, en þetta framboð hans er einungis fyrsta flokks '' stand-up " og við brosum að leikritinu !
16.4.2009 | 17:18
FORGANGSRÖÐUN VINSTRI STJÓRNAR ER ATLAGA AÐ ÞJÓÐINNI !
7.4.2009 | 17:15
EINKENNILEGAR YFIRLÝSINGAR GYLFA MAGNÚSSONAR Í NEW YORK !
Á meðan íslensk fyrirtæki eru mörg hver að nálgast gjaldþrot og engin bankafyrirgreiðsla er í boði til þeirra eða heldur afnám gjaldeyrishafta þá talar fjármálaráðherrann eins og hann búi einhvers annars staðar en á Íslandi ! Sér hann ekki vandann, sem steðjar að hérna heima ?
Þetta sýnir að við verðum að kjósa réttan flokk til að takast á vandanum því það er þokukenndur svipur á öllum núverandi ráðherrum, sem hafa ekki tekið á verkefninu !
Nú er brýnt að við landsmenn styðjum blaðamennina og BÍ í baráttunni við Fjármálaeftirlitið og saksóknara landsins. Það er auðvitað algerlega út í hött að fjórða valdið fái ekki að birta upplýsingar um grunsamlegar lánveitingar hjá bankastofnunum. Ég man ekki betur en að Kaupþing hafi verið í eigu almennings, meðal annarra og þá er fáránlegt að yfirvöld taki þessa afstöðu. Ég mæli eindregið með að þau Anges og Þorbjörn fari með þetta mál alla leið fyrir hæstarétt til að endanlega fá úr því skorið hvort við búum við lýðræði eða erum við öll undir einhverri tegund af ráðstjórnarríki !
Áfram, Agnes og Þorbjörn !
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar