Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

JOSEPH E. STIGLITZ......SÍÐASTI AÐDÁANDI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR !

Í Silfri Egils í dag var fróðlegt að hlusta á þennan fjármálasnilling ræða við Egil um stöðu Íslands í dag en undarlegt var að hlusta á þennan mann fullyrða að íslenska krónan væri hreint og beint góð fyrir okkur íslendinga ! Við erum hins vegar ekki sammála fræðimanninum ! Allir landsmenn vita að gjaldmiðill okkar er handónýtur, og er alls ekki viðunandi fyrir okkur þegar fram líða stundir. Ég er hins vegar sammála honum að Evran er ekki lausnin fyrir okkur, heldur dollarinn.

Við skulum muna vel að það eru alls ekki fjármálasnillingar á borð við Stiglitz sem eru færastir í því að segja okkur hvað sé best og hvað ekki, því þar ræður heilbrigð skynsemi ráðum frekar en öll heimsins hagfræði. Við vitum öll hvað það var sem setti okkur í þessa stöðu....græðgi og eftirlitslaus fjármálastefna !


HELL'S ANGELS......ÓÞARFA HRÆÐSLA !

Vítisenglar, eða Hell´s Angels eru samtök eða klúbbur hjólreiðamanna með sameiginlegan áhuga á Harley Davidson bifhjólum. Það er hreinlega afleitt að flokka þá ekki sem einkaklúbb, eins og aðra einkaklúbba sem vel þekktir eru. Lions Klúbburinn, Frímúrarareglan og fleiri slík samtök eru dæmi um einkaklúbba. Að banna Vítisengla, með sérstökum lögum, er brot á mannréttindum. þetta sjá allir. Hins vegar er svo orðspor Hell´s Angels erlendis af verra taginu og ef meðlimur í þessum klúbb hérlendis gerist brotlegur við lögin sem hér eru í þessu landi þá ber hreinlega að kæra þá eftir núverandi lögum um sakamál. Svo einfalt er þetta. Allt annað er firra.

GORDON BROWN OG BRESKA STJÓRNIN ! ERU ÞETTA FRAMTÍÐARVINIR ÍSLANDS ?

Nú berast fréttir frá Bretlandi að Gordon Brown og hans menn hafi samið við Lybíumenn um olíusamninga í stað lausnar á fjöldamorðingjanum, sem er sekur um Lockerbie slysið ! Þessir sömu menn settu hryðjuverkalög á okkur íslendinga. Eru þetta framtíðarvinir okkar ? Göngum við inn í evrópusambandið, þar sem þeir ráða í raun flestu ? Ég held ekki ! Finnum okkur aðrar leiðir og göngum í sambönd við vinaþjóðir sem treystandi er í framtíðinni.

ÁSKORUN TIL SKÓLABRÓÐUR MÍNS !

Kæri Forseti og skólabróðir ! Ólafur: Þú getur núna forðað þjóðinni frá fjárkúgun Breta og Hollendinga í Icesave málinu með því að skrifa ekki undir samninginn. Það er algert hneyksli að ekki sé reynt á lagalegu ábyrgð okkar í þessu stóra máli og ég treysti því að þú takir það skref að bjarga okkur frá þessum gjörningi.  Carpe Diem, Ólafur og sýndu hugrekki og visku !

Kveðjur,

Baldvin


HNEYKSLI Í SKOTLANDI !

Skoskir dómarar hafa stigið það skref að leysa fjöldamorðingjann, Al Megrahi, úr haldi vegna mannúðarástæðna ! Að mínu mati átti að sýna þessum manni þá sömu mannúð, sem hann sýndi hinum 270 manns sem hann varð að bana í Lockerby......aldrei leysa hann úr fangelsi.

So much for scottish justice......................it stinks !


ÁSKORUN TIL DÓMSMÁLARÁÐHERRA !

Legg til að brasilíumanninum Hosmany Ramos verði skipt út fyrir íslensku fangana, sem nú sitja í brasilískum fangelsum við ömurlegar og lífshættulegar aðstæður !

 


TVÆR FLUGUR Í EINU HÖGGI ! TÆR SNILLD !

Ég ætlaði ekki að skrifa neitt um Icesave, en ég get ekki annað en vakið athygli manna á því að alþingismenn okkar geta í raun gert kraftaverk ! Fella Icesave samninginn og þar með er núverandi stjórn fallin ! Þá getum við andað léttar og myndað nýja stjórn, sem getur klárað þetta Icesave klúður með sæmd ! Við eigum ekki að borga þessa Icesave skuld fyrr en dómstóll hefur gefið sitt álit og við eigum að falla frá ESB áformum kratanna.

A HEAVENLY QUARTET - IN MEMORIAM

IMAGINE FOUR IN HEAVEN,

IT'S EASY IF YOU TRY,

ELVIS AT THE MIKE AND

JACKSON IN HIS STRIDE

HARRISON STRUMMING A SITAR

AND LENNON AT THE GUITAR

THERE IS NO REASON TO CRY


SJÁLFSTÆTT FÓLK OG LÁTIÐ FÓLK !

Einhver ósmekklegasti þáttur Jóns Ársæls Þórðarsonar leit dagsins ljós í gærkvöldi á stöð 2. Þar var viðtal við konu, sem ásakar látinn mann um nauðgunartilraun. Þetta er eitthvað það siðlausasta sem sést hefur í sjónvarpi hér á landi. það er grundvallarregla siðmenntaðra manna að ráðast ekki á látnar persónur. Þetta vita allir, nema kannski Jón Ársæll. Það er ekki nokkur möguleiki fyrir kirkjuna að aðhafast nokkuð í þessum ásökunum konunnar og því endar þessi þáttur í því að gera ekkert nema að valda fjölskyldu látins manns hugarangri og andlegum sársauka. Skammarlegt !

MEÐAN RÓM BRENNUR !

það er óskyljanlegt að núverandi stjórn situr aðgerðarlaus og aðhefst ekkert í brýnustu vandamálum þjóðarinnar, sem er atvinnuleysið og staða fyrirtækja í landinu. Í stað þess er verið að vinna í banni á nektardansi, hryðjuverkaaðför að Gunnari Birgissyni, þeim ágæta manni og skattahækkanir ofan á skattahækkanir. Þetta gengur ekki lengi og þessi stjórn verður að viðurkenna vanmátt sinn og segja af sér sem fyrst ! Nú gilda ekki gamlar aðferðir lengur ! Þetta fólk er að gera landið að ríkisfyrirtæki, sem tekur áraraðir að leiðrétta seinna meir og þessar aðferðir voru ekki það sem um var kosið í síðustu kosningum. Það var kosið um breytingar og leiðréttingar á stöðu almennings og fyrirtækja en nú sést að þetta mistókst algerlega.

Svo ekki sé talað um ESB ruglið sem er ekkert annað en pólitískt tæki til að dreifa athygli alemnnings frá kjarnanum. Nei, nú verður að breyta strax ef ekki á illa að fara.

Vinstri stjórnin verður að víkja !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband