Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

TORTOLA PENINGARNIR FUNDUST Í MORGUN ! EVA JOLY ER FARIN !

Það merkilega atvik átti sér stað snemma í morgun að Tortola peningarnir fundust eftir mikla leit af saksóknara og Evu Joly. Peningarnir voru inni á reikningi verkamanns frá Sauðárkróki ! Aðspurður sagði verkamaðurinn að hann hefði aðeins notað smá brot af þessum milljörðum og keypt sér heimsenda Pizzu en hann væri reyndar að hugsa sig um hvort hann ætlaði að skila afganginum. Þegar settur saksóknari hótaði öllu illu, þá millifærði blessaður verkamaðurinn peningana inn á Icesave reikninginn sinn á Bretlandi og fékk staðfestingu frá Gordon Brown í tölvupósti um hæl !

Til hamingju með daginn, 1. apríl 2009 !


AF SÖKUDÓLGUM BANKAHRUNSINS !

Það er í tísku í dag, eins og sjá má í fjölmiðlum, að saka bankastjóra, fyrirtækjaforstjóra og stjórnmálamenn um að hafa orsakað hið mikla bankahrun og þessa kreppu sem við berjumst við í dag. Þetta er alls ekki allur sannleikurinn og við verðum að viðurkenna, rétt eins og aðrar þjóðir hafa nú þegar gert, að orsökina er að finna í slöku eftirliti með starfsemi þessarra manna og fyrirtækja. það er greinilegt að á Íslandi var ekkert eftirlit og það er brýn nauðsyn að komast að því hvers vegna FME brást í sínu eftirlitshlutverki á síðastliðnum 5 árum. Bernard Madoff komst upp með sitt Ponzi kerfi í Bandaríkjunum vegna þess að hann hafði aðgang að eftirlitsmanni í SEC (eftirlitsstofnun fjármála) og öllum rannsóknum á viðskiptum hans var hætt vegna þessara tengsla. var eitthvað slíkt í gangi hjá FME ? Þetta er stóra spurningin. Allt annað eru einungis getgátur. Það er krafa þjóðarinnar að sérstakur saksóknari rannsaki þetta atriði fremur en að leita að ímynduðum fjármunum á Tortolaeyju.

HVAR ER HÆGRI FLOKKUR ÍSLENDINGA ?

Þegar landsfundum '' stóru flokkanna '' er lokið þá er augljóst að það vantar sárlega hægri sinnaðan flokk í stjórnmálin á Íslandi. Það sem ég tala um er raunverulegur hægri flokkur, sem ekki er feiminn við að tala um frjálshyggju og einkaframtak. Þessi hugtök eru enn góð og gild því það voru ekki þessar stefnur sem ollu bankahruninu. Það var eftirlitið sem brást ! Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið stefnuna sem Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson fylgdu og er orðinn miðjuflokkur.

Hér á landi vantar hægri flokk sem getur tekið eftirfarandi ákvarðanir:

1. Aðskilnað ríkis og kirkju

2. Aðild að Nafta og upptöku $ dollars

3. Stjórnlagaþing

4. Forsetaembættið lagt niður

5. Samkeppniseftirlit, sem virkar

6. Breytingar á skattalögum og lækkun virðisaukaskatts

7. Sala á öllum bönkum og fyrirtækjum í eigu ríkisins

Listinn er lengri en þetta er aðeins það helsta.


SKÁK OG MÁT Í ÍSLENSKUM BANKAHEIMI !

MP kaupir rústirnar af Spron og allir eru þvílíkt hrifnir ! Hann fékk þetta reyndar á spottprís, en ef þið landsmenn látið blekkja ykkur á þessu nýja bankabrölti þá er best fyrir ykkur að fara í meðferð hjá sálfræðingi því þetta er ekkert annað en pólitísk ákvörðun frá '' vinstri mönnum '', sem hafa hagsmuna að gæta. Enn eitt vandamálið sem þjóðin þarf ekki á að halda einmitt núna !

Bankakerfiskarlarnir eru enn lifandi !


ÞAÐ ER EINHVER GEÐVEIKI Í GANGI Á FRÓNI !

Í miðri kreppunni eru menn farnir að slá upp biblíusamlíkingum og fjölmiðlar kalla á Gunnar í krossinum til að leggja dóm á herlegheitin ! hvernig er með ykkur fjölmiðlamenn, getið þið ekki fundið einhvað skynsamlegra til að bera fram fyrir þjóðina. Þetta er eins og að Kleppur hafi opnað dyrnar og hleypt öllum út ! Hvernig væri að þið rædduð eitthvað sem skiptir máli !

Ég kalla á eitthvað annað en '' Hollywood '' slúðurfréttaflutning !


ÉG ER ORÐINN RÍKUR ! EN ÉG VIL SELJA ALLT GÓSSIÐ !

Ég áttaði mig á því í morgun að ég er orðinn ríkur maður ! Ég á alla gömlu bankana, nokkra sparisjóði og innan skamms mun ég eignast einhverja lífeyrissjóði og svo sennilega nokkur stórfyrirtæki. þar að auki á ég tónlistarhús, sem ég er að reisa niður á kæjanum. Ég er ríkið og ég er orðinn vellauðugur ! En ég er ekki sáttur ! Það hvíla á þessum eignum ofurlán á háum vöxtum og ég hef reyndar aldrei kært mig um að eiga banka. Bankarekstur er leiðinlegur rekstur. Ég ætla að selja allt þetta góss, sem fyrst, en ég finn engan kaupanda ! Hvar er Steve Cosser ? Ég er tilbúinn að taka hlutabréf upp í kaupin og ég ætla að bjóða kaupendum upp á greiðslur gegn um reikninga á Tortola. Þetta er borðliggjandi snilld í nútímaviðskiptum ! Ekki satt ?

Hvernig get ég losað mig við þennan bagga sem fylgir því að vera svona vellauðugur ?

Getur enginn útrásarvíkingur hjálpað mér í þessari klípu ! Kannski getur Eva Joly aðstoðað mig í þessu vandamáli. Hún veit alveg örugglega hvernig ég á að haga mér, án þess að lenda í fangelsi !

Help wanted !


EFASEMDIR UM EVU JOLY ! RANNSÓKNIN TEKUR 2 TIL 3 ÁR !

Það tekur ekki nema 5 mínútur, í mesta lagi, að millifæra peninga frá Íslandi til Luxemborgar og áfram til Tortola ! Það getur ekki tekið mörg ár að rannsaka þessi ferli. Spurningin sem vaknar ósjálfrátt er hvort Madame Joly sé að mjólka ríkið, eins og hún mögulega getur, þannig að ferlið dragist á langinn. Ég bara spyr ! Ég vil benda á að það eru stofnanir bæði í bandaríkjunum og bretlandi sem hafa afrit af öllum þessum færslum og þar að auki hljóðritanir af öllum símtölum til og frá bankastofnunum um alla Evrópu. Þetta á alls ekki að taka svona langan tíma enda verður þetta ekki að neinu alvarlegu uppgjöri ef niðurstaðan fæst ekki fyrr.

FLOKKURINN SKIPTIR UM SKOÐUN ? EÐA HVAÐ ?

Enn virðist ekki alveg skýrt hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með eða á móti Evrópusambandsaðild. Reyndar breytti Bjarni Benediktsson afstöðunni í ræðu sinni á flokksþinginu, en þetta virðist enn vera óljóst. Sennilega er flokkurinn klofinn í þessari afstöðu. Það má þó segja að sennilega fær flokkurinn atkvæðið frá mér ef ekki koma upp einhverjar stefnubreytingar svona korter fyrir kosningar. Þetta verður þó mikil barátta ef flokkurinn vill komast til valda eftir kosningarnar því það er augljóst núna að Jóhanna og Co. hafa ekki neina burði til að bjarga einu eða neinu í þessari kreppu . Ekkert er að gerast !

EIGNASKATTUR VINSTRI GRÆNNA ! HNEYKSLI !

Það má gera ráð fyrir að stefna vinstri grænna í skattamálum verði banabiti þeirra í næstu kosningum. þetta er auðvitað algerlega í skjön við allt velsæmi og ef það er eitthvað sem þjóðin vill ekki eru nýjir skattar ! Næsta skoðanakönnun verður þannig að VG mun tapa mörgum prósentum og er það vel. Þar að auki þá er ekki sjáanlegt að VG hafi tekið alvarlega á neinum þeim miklu vandamálum sem þjóðin er að fást við, svo sem eins og atvinnuleysið og vaxtastigið.

Þreytt stefna, þessi VG stefna og sem betur fer ekki langt þangað til VG víkur úr ráðherrastólunum.

Góða helgi !


'' VINAÞJÓÐIRNAR '' NOREGUR OG BRETLAND ! NEI !

Það nýjasta er að '' vinaþjóðirnar '' bretar og norðmenn vilja setja bönn og höft á okkur vegna makrílveiða. Þessar ríku þjóðir eru tilbúnar að knésetja smáþjóð eins og okkur vegna smávægilegra veiða ! Annað ríkið er í Evrópusambandinu og hitt er í efnahagsbandalagi með okkur ! Hvers konar vinaþjóðir eru þetta ? Þar að auki erum við enn '' hryðjuverkamenn '' í augum Breta. Þetta er enn ein sönnunin að við eigum ekki að vera í neinu varanlegu sambandi við þessar þjóðir ef þessari stefnu þeirra lýkur ekki strax.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband