Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

SKULDIR HEIMILANNA ! HVERJIR FÁ AFSLÁTT ? SKOÐUM LAUSNIR !

Mikið er rætt um lausnir á skuldum heimilanna og fáránlegar hugmyndir eins og 20 % afsláttur Framsóknarmanna og 4 milljón króna gjöfin frá Vinstri Grænum eru algerlega vonlausar. Það besta sem hægt er að gera fyrir heimilin og alla landsmenn er falið í breytingum á skattheimtu og breytingum á virðisaukaskatti. Til dæmis mætti lækka tekjuskatt einstaklinga niður í 25 % og lækka virðisaukaskatt niður í 15 %. Þetta mundi færa landsmönnum meiri ráðstöfunarfjármuni og efla kaupmátt þeirra. Svo er vaxtalækkun algerlega nauðsynleg og stýrivextir verða að lækka snarlega niður í 5 % þannig að húsnæðislánin verði aftur viðráðanleg fyrir húseigendur. Þar að auki verðum við að aflétta gjaldeyrishöftum af fyrirtækjunum til að efla þau þannig að fyrirtækin geti farið að starfa af fullum krafti aftur og ráða fólk í störf. Þessar aðgerðir gætu minnkað atvinnuleysið töluvert. Þeir landsmenn sem tóku lán í erlendum myntum verða að bera einhverja ábyrgð á sínum ákvörðunum en samt sem áður eiga bankarnir stærsta þáttinn í því að lánin voru veitt með sinni söluherferð og þá er tilvalið að bankarnir (gömlu) felli niður 50 % af skuldunum. Ríkið verður svo að hraða endureinkavæðingu bankanna, sem skapar ríkistekjur þegar þeir eru seldir og nauðsynlegt er að fá erlenda fjárfesta inn í það dæmi. Ekki er útlit fyrir að '' bráðabyrgðastjórnin '' taki að sér þessar aðgerðir og við verðum að bíða fram að næstu kosningum til að fá úr því skorið hvað verður gert fyrir þjóðina í peningamálunum.

BÓNUSGREIÐSLUR TIL AIG FORSTJÓRA ENDURHEIMTAR !

Tilkynnt var í Bandaríkjunum í dag að allar bónusgreiðslur til AIG forstjóra og stjórnarmanna yrðu endurgreiddar. Þetta eru 50 milljónir dollara ! Hvernig væri að allar bónusgreiðslur til forstjóra og stjórnarmanna íslensku bankanna frá 2007 til 2008 yrðu endurgreiddar ? Þjóðin heimtar réttlæti í uppgjöri kreppunnar !

KREPPUDEILDIN ! HVER ER STAÐAN ?

Ef við skoðum stöðuna í '' Kreppudeildinni '' hjá núverandi vinstri stjórn þá sést að staðan er ekki góð !

1. Skjaldborg um heimilin...........................0

2. Aðlögun skulda fyrir almenning og fyrirtæki.........0

3. Björgun atvinnuleysis...........................0

4. Gjaldeyrishöftin afnumin........................0

5. Verðtrygging afnumin.................................0

6. Stýrivextir lækkaðir, svo um munar...........0

7. Aðgerðir vegna fjármálasvika...................0

Einhvern veginn er augljóst að aðgerðarleysi er mottóið hjá Jóhönnu og CO.

Sem betur fer er kosning í nánd !


VONBRIGÐI MEÐ BJARNA BENEDIKTSSON !

Það var dapurt að frétta af afstöðu Bjarna Benediktssonar til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evru. Það verður erfitt að styðja flokk sem aðhyllist Evrópusambandið, leyfir hvalveiðar, heldur áfram að innheimta afnotagjöld af RUV og leggst á móti stjórnlagaþingi. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun miðjuflokkur en ekki hægri flokkur, sem hann var i den tid. Atkvæðið frá mér er að hverfa frá þessum flokki ef ekki verða stefnubreytingar á næstunni.

JÓN BALDVIN TAPAR SÉR Í '' LOOSER '' !

Þessi hámenntaði maður, sem reyndar var sendiherra okkar í Bandaríkjunum, er ekki sérlega góður í engilsaxneskri stafsetningu. það sem Jón vildi segja er   Loser Wins ! Orðið looser merkir lauslegar og á ekkert skylt með málshættinum ! Vonandi hefur Jón ekki skrifað mörg bréf fyrir okkar hönd þegar hann var við störf í sendiráðum ef þetta er kunnáttan !

Varð að koma þessu á framfæri.........góða helgi


ÍSLENSKT FITUSOG Í BOÐI MAYO, WESSMANN !

Þessi hugmynd herra Wessmann að flytja sjúklinga til Íslands í skurðaðgerðir er mjög undarleg í ljósi þess að skurðaðgerðir, sem þessar eru ekki greiddar af bandarískum tryggingarfélögum nema að aðgerðin fari fram í Bandaríkjunum og af skurðstofum sem eru í samvinnu við tryggingarfélögin. Þar að auki legst allur flutningskostnaður og dvöl sjúklinga á Íslandi ofan á aðgerðina sjálfa svo þetta er fremur vonlaus samkeppnisgrundvöllur. En samt sem áður óska ég herra Wessmann góðs gengis í þessu brölti sínu, en ég mæli frekar með því að hann snúi sér aftur að lyfjaframleiðslu, sem hann gerði af stakri snilld á liðnum árum.

AÐGERÐARLEYSI JÓHÖNNU ! TAKTU OBAMA ÞÉR TIL FYRIRMYNDAR !

Á meðan núverandi ríkisstjórn okkar er að vafsast í einhverjum vonlausum málum eins og vændislögum þá er Obama bandaríkjaforseti að efla atvinnuveginn með lánum til bílaiðnaransins og fasteignamarkaðsins. Það er áskorun til Jóhönnu að hún snúi sér að því að efla og styrkja atvinnulífið  hér strax með markvissum aðgerðum. JÓHANNA ! HRINGDU Í OBAMA OG FÁÐU ÞÉR HUGMYNDIR !

MARGT ER LÍKT Í NEW YORK OG Á AKRANESI !

Arðgreiðsluhugmyndir HB Granda minna mikið á bónusgreiðsluáætlanir AIG tryggingarfyrirtækirisans í New York. Þetta virðast vera algerlega siðlausir menn. En nú er Obama búinn að koma í veg fyrir þessar áætlanir AIG stjórnarinnar. Hvað ætlar Jóhanna að gera í HB Granda málinu ?

Fróðlegt verður að fylgjast með því !


LÖGLEG SPILAVÍTI Á ÍSLANDI ! NÝR TEKJUPÓSTUR FYRIR RÍKIÐ !

Á næstu mánuðum og árum verður þröngt í ríkiskassanum og Íslendingar verða að losa sig við hinar gríðarlegu skuldir sem núverandi kreppuástand hefur skapað. Stjórnvöld ættu að huga að þeim möguleika að leyfa spilavíti á Íslandi. Margir stjórnmálamenn eru eflaust mótfallnir slíkum hugmyndum, en þegar grannt er skoðað þá eru fjárhættuspil stunduð hérna, bæði á netinu, í lokuðum einkaklúbbum, íslenska Lottóið, happadrætti og svo mætti lengi telja. Keflavíkurflugvöllur er tilvalinn sem tilraunaverkefni þar sem þúsundir erlendra farþega dvelja þar daglega í Leifsstöð. Þar er það sem kallast '' captive audience '', og ekki nokkur vafi að margir mundu freysta gæfunnar þar. Eitt lítið spilavíti í Leifsstöð, með 10 til 20 borðum gæti skilað $ 75,000 dollurum á dag, sem er rúmlega 8 og hálf milljón á dag ! 255 milljónir á mánuði er ekki eitthvað sem hægt er að líta hjá. Ríkið fengi helming af þessari veltu, eða 127 milljónir á mánuði í kassann. Þar að auki fengi ríkiskassinn skatta og gjöld frá starfsmönnum spilavítisins. Þetta er sem sagt '' win win'' og allar tekjurnar frá útlendingum ! Auðveld tekjuleið !

NEKTARDANSBANN OG VÆNDISBANN GERIR EKKERT !

Núverandi stjórnvöld virðast ekki skilja að öll bönn við vændi og nektardansi eru algerlega gagnslaus því þetta færist bara '' underground '' og enn erfiðara verður fyrir lögreglu og saksóknara að höfða mál í þessum málaflokki. Þetta vita allir og hefur sannast í nágrannalöndum okkar. Halda stjórnvöld virkilega að menn kaupi sér ekki vændi í Svíþjóð þrátt fyrir sektir við slíkum viðskiptum. Jú það er alveg klárt að enn eru  þessi viðskipti stunduð í Svíþjóð.

Það er miklu skynsamlegra, ef menn vilja banna þetta, að leyfisskylda þennan iðnað og þar með geta yfirvöld fylgst með þessum viðskiptum á opinn hátt. Þessu má heldur ekki rugla saman við mansal, sem er allt annar iðnaður, þó að stundum fari þetta að einhverjum tilfellum saman.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband