Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.3.2009 | 17:30
JOSEF FRITZL Á SKILIÐ DAUÐADÓM, EN HVAR VAR MÓÐIRIN ?
Því miður er ekki dauðadómur í Austurríki og þar af leiðandi verður skrímslið fangelsað ævilangt. Ein er sú spurning sem að sjálfsögðu vaknar fyrir okkur sem fylgjumst með þessu hroðalega máli. Hvar var móðirin meðan á öllu þessu stóð ? Hvers vegna hafði hún ekki samband við yfirvöldin strax og þessi glæpur hófst ? Þetta vekur umhugsun og er í reynd óskiljanlegt.
Fritzl fer í sögubækurnar sem annar Austurríkismaðurinn sem framdi hroðalega glæpi gegn lífsförunautum sínum. Hinn er Adolf Hitler.
17.3.2009 | 17:28
BROTTREKNA BARNAGÆSLUKONAN ! ERU ENGIR EFTIRMÁLAR ?
Samkvæmt leiðinlegum sið fjölmiðla veit almenningur ekki hvað þessi kona heitir eða hver hún er ! Þetta er auðvitað alger skömm. Ætlar saksóknari ekkert að kæra í þessu máli ? Ætlar Barnarverndarstofa ekki að kæra þessa konu fyrir þennan glæp ? Ætlar Reykjavíkurborg ekki að kæra þennan glæp gegn barninu ? Hvers konar réttarfar búum við við ? Það er alls ekki nóg að reka konuna úr starfi, það er refsivert á Íslandi að berja börn og það er krafa almennings að þessu máli ljúki ekki '' bak við tjöldin ''. Allt annað er mannréttindabrot gegn barninu.
17.3.2009 | 17:12
SAMMÁLA JÓHÖNNU ! TRYGGVI ER Á VILLIGÖTUM !
17.3.2009 | 11:14
LAUSNIN Á ATVINNULEYSINU FUNDIN ?
það er tilvalið að þessir 17,000 manns sem eru atvinnulausir verði ráðnir í stjórnlagaþingið !
Eftir það stendur enginn uppi atvinnulaus, og skattar og gjöld streyma inn í kerfið !
16.3.2009 | 17:12
20 % ´´ BÓKHALDSBRELLA ´´ TRYGGVA OG FRAMSÓKNAR !
Það er ekki nauðsynlegt að vera hagfræðingur til að skilja það að ef einhver fær 20 % afslátt af skuld þá verður einhver að greiða þennan afslátt ! Í þessu tilfelli eru það bankarnir, og þar að auki við sjálf, því að í dag eigum við bankana !
Ég legg til að landsmenn láti ekki blekkjast af þessari bókhaldsbrellu og hugsi aðrar leiðir, svo sem eins of niðurfellingu eða lækkunar tekjuskatts á bæði fólk og fyrirtæki, sem kemur peningum aftur í umferð, og svo niðurfellingu á gjaldeyrisviðskiptahömlurnar sem nú eru við lýði.
16.3.2009 | 16:22
´´SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR´´ GENGUR EKKI UPP ! ÓSELJANLEG EIGN !
Þegar þessi undarlega '' sameign þjóðarinnar '' er í umræðunni þá virðist sem menn skilji ekki þetta hugtak til fulls. Þetta hugtak vilja menn nú festa í stjórnarskrána ! Þetta á við fiskstofnana, árnar og vatnsföllin, olíu, gas og guð veit hvað annað. Ef við skoðum fiskistofnana þá ber að hugleiða að einstaklingar geta ekki átt óveiddan fisk, einstaklingar geta ekki selt hann, jafnvel þótt að stjórnarskráin segi að þú eigir fiskinn ! Alþingi mun þá hafa ráðstöfunarrétt yfir fiskistofnunum, sem eru umboðsmenn kjósenda, og þar með eru unglingar og kornabörn skilin frá eignarhaldi. Eða er það meiningin að hjón með tvö börn eigi 4. hluti ? Nú, ef þú átt fiskinn, þá gefur augaleið að þú átt að geta selt fiskinn, ef þér sýnist svo. En þetta verður ekki hægt, samkvæmt lögunum ! Sem sagt, þú ÁTT EKKERT ! '' Sameign '' gengur ekki upp. Segjum svo að hugsandi menn breyti þessu og segi frekar '' Auðlindir þjóðarinnar, fiskur, olía, gas,rafmagn o.s.frv. eru eign þjóðarinnar og aðeins Alþingi má ráðstafa eigninni með lögum sem verður að samþykkja með meirihlutaatkvæði í þinginu '' Þetta lítur miklu betur út og þarf ekki að byggja á huglægu máltaki og þá er þessi fáránlega '' sameign '' tekin út úr myndinni.
hvað finnst ykkur ?
15.3.2009 | 16:37
SKILABOÐ TIL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS !
Ef þið viljið fá mitt atkvæði í næstu kosningum (sem ég geri ráð fyrir að þið viljið ) þá fer ég fram á það að þið hættið öllu umtali um upptöku Evru og aðild að Evrópusambandinu !
Þetta er tímaskekkja og ekki nauðsynleg umræða í vandamálum þjóðarinnar !
15.3.2009 | 16:23
HELGARTILBOÐ Í BÓNUS !
Það er helgartilboð í Bónus núna ! Lambakjöt, svínakjöt, flugvél og snekkja ! Allt á tilboðsverði !
15.3.2009 | 15:59
AFTURHALDINU HAFNAÐ !
14.3.2009 | 17:21
ARSENAL, LIVERPOOL , SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ! SIGURDAGUR !
Góður dagur fyrir glæsileg lið þennan vota Laugardag. Vonandi birtast nýjar hetjur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eins og á skjánum í dag. Samt sem áður er ég alvarlega að hugsa um að horfa ekki lengur á enska boltann vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu á okkur. En, sennilega er fíknin sterkari en sannfæringin !
Football is the beautiful game !Pólitík er afbrigði af lífinu ! Bæði ómissandi.
Góða helgi, bloggvinir !
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar