Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

FALLIN SPÝTA ! KRÓNUNNI VERÐUR AÐ SKIPTA ÚT STRAX !

Eitt sinn gekk ég inn á gjaldeyrisbanka í New York ( 1980 ) og vildi skipta íslenskum krónum í dollara ! Ekkert vandamál, en gengið var 5 falt minna miðað við bankagengið á Íslandi þann dag !

Ég sendi tölvupóst á þessa sömu stofnun í gær og fékk þau svör að í dag keyptu þeir alls ekki íslenskar krónur. Um tíma var hægt að skipta íslenskum krónum í Kaupmannahöfn. Í dag, nei !

Við verðum að skipta þessari blessaðri krónu út fyrir annan gjaldmiðil og þá blasir við að upptaka Evru er alls ekki möguleiki, þrátt fyrir fullyrðingar spekúlanta. það skynsamlega er að taka upp $ bandaríkjadollarann. Hægt er að semja við bandaríska fjármálaeftirlitið á innan við einu ári og innganga í NAFTA gæti orðið að veruleika samtímis. Það sem fylgir þessari leið eru lækkandi vextir, afnám verðtryggingar og stöðugleiki í alþjóðaviðskiptum.

Tökum stefnuna á Dollarann !

 


ÚTRÁSARVÍKINGARNIR OG SVIÐIN JÖRÐ ! EKKI ALVEG !

Oft er rætt um að það eina sem útrásarvíkingarnir hafi skilið eftir væri sviðin jörð. Ég rakst á skattakóngalistann frá 2007 og sá þar nokkra víkinga og skatta þeirra fyrir það ár.

Hreiðar Már Sigurðsson 400 milljónir, Hannes Þ. Smárason 377 milljónir, Ingunn G. Wernersdóttir 287 milljónir !

Það eru fleiri víkingar á þessum listum fyrir öll '' útrásarárin '' og þá sést að við landsmenn fengum þó eitthvað til baka !

En hversu mikið er ótalið er allt önnur spurning !


NÝ STJÓRNARSKRÁ ! VANKUNNÁTTA HAFSTEINS OG SKÚLA !

Fréttir bárust í dag um afstöðu '' fróðra '' manna á þörf okkar á nýrri stjórnarskrá. þar bar hæst afstaða Hafsteins Þórs Haukssonar, Skrifstofusjóra og Skúla magnússonar, Dósents. Þeir töluðu um að breytingar mundu skapa réttaróvissu og að þjóðin væri ekki reiðubúin undir slíkar breytingar ! þessir menn skilja ekki kröfur þjóðarinnar ! Þjóðin þolir ekki lengur ónýta stjórnarskrá sem oft byggir á '' hefðum '' frekar en orðum, eins og kom fram í fjölmiðlafrumvarpinu og þjóðin þolir ekki þá valdaskiptingu sem hefur myndast vegna óskýrrar stjórnvaldsskipan. Á öndverðum meiði voru Eiríkur Tómasson og að sumu leiti Gunnar Helgi Kristinsson og hér er tekið undir þeirra sjónarmið.

Það þarf að endurskrifa stjórnarskrána með stjórnlagaþingi einmitt núna ! Þjóðin er alls ekki í neinni óvissu, hún er viss ! 

 


ÁBENDING TIL SÉRSTAKS SAKSÓKNARA Í LEIT AÐ TORTOLAPENINGUNUM !

Eitt er það tól, sem Bandarískir saksóknarar nota mikið í sínum rannsóknum, en það er að gefa upp allar sakir við einn grunaðra og fái upplýsingar um aðra grunaða. Þetta ætti sérstakur saksóknari að íhuga vel og þetta gæti flýtt rannsókninni töluvert.

Munum að þjóðin á skilið fljóta afgreiðslu á þessari rannsókn !


BREIÐAVÍKURDRENGIR ! GOTT SKREF HJÁ JÓHÖNNU, EN EKKI NÓG !

Jóhanna gerði vel þegar hún bað breiðavíkurdrengina afsökunar á misnotkuninni sem þeir urðu fyrir. Þetta er gott og blessað en hvar eru glæpamennirnir (eða konurnar) sem stóðu að þessari misnotkun ? Hvers vegna er ekki búið að rannsaka, kæra og loka þetta fólk inni ? þar að auki fengu þessir drengir smánarlegar bætur fyrir margar ára misnotkun. Þetta er svartur blettur á íslenskum stjórnvöldum og krefst endurskoðunar og réttlætis.

Drengirnir fá enga sálarró fyrr en stjórnvöld hafa lokið þessu máli fyrir þeirra hönd.


SEINAGANGUR Í RANNSÓKN SAKSÓKNARA ER ÓÁSÆTTANLEG !

Nú hefur heyrst að rannsókn á meintum fjárdrætti í íslenskri bankastarfsemi muni taka nokkur ár ! Þetta gengur náttúrulega ekki. Eva Joly hefur réttilega bent á að það þurfi fleiri starfsmenn í þessa rannsókn. Þar sem grunaðir aðilar eru sennilega ekki nema 20 talsins þá er það nokkuð augljóst að það þarf um 4. rannsóknara per haus, eða um 80 manns. Þjóðin á það skilið að þessi mál klárist innan eins árs og svo verður að bera virðingu fyrir þeim sem grunaðir eru að þeirra mál verði leyst innan sama árs. Áskorun til dómsmálaráðherra er sú að bæta við mannaflið strax !

Allt annað eru brot á réttarfarinu !


HVATNING TIL ÍSLENDINGA ! VÖNDUM VALIÐ !

Þegar við íhugum ESB aðild og nýjan gjaldmiðil er bráðnauðsynlegt fyrir okkur að skoða vandlega hvort við ættum ekki frekar að ganga í NAFTA (North American Free Trade Agreement) og taka upp bandaríkjadollarinn. Það er engin spurning að staða Bandaríkjanna á alþjóðagrundvelli er mun sterkari en staða Evrópusambandsins. Nafta krefst ekki afsals okkar á fiskveiðiréttindum og það er grundvallaratriði.

Skoðum þetta vel á næstu misserum !


HVAÐA FLOKK Á ÉG AÐ KJÓSA Í NÆSTU KOSNINGUM, MIÐAÐ VIÐ ÁHUGAMÁL MÍN ?

Ekki hafa neinir flokkar enn tekið grundvallarbreytingar í stefnu sinni sem ég get fylgt.

Hér eru breytingarnar sem ég vil sjá í næstu kosningu:

1. Ný stjórnarskrá.   2. Niðurfelling verðtryggingar.  3. Aðskilnaður ríkis og kirkju.   4. Forsetaembættið lagt niður.  5. Skattalækkanir.  6. Ráðherrar af alþingi.   7. Hvalveiðar bannaðar. 8. Afnotagjöld RUV lögð niður og RUV tekið af samkeppnismarkaði og sett í fjárlög.  9. Einkavæðingu haldið áfram. 

Hvaða flokk á ég að kjósa ?

 


FLÓTTI Í DANAVELDI ! FORSTJÓRI DANGLATERRE FARINN !

Nú þrengir enn að '' íslendingaveldinu'' í Danmörku ! Forstjórinn fór til samkeppniskeðjunnar og ekki er við öðru að búast en að hótelið sjálft verði hruninu að bráð  og íslendingarnir missi það frá sér.

Enda er spurningin líka sú hvort þeir hafi í raun átt eitthvað ! Eitt sjónarspilið enn !


EKKERT HEYRIST ENN Í FJÖLMIÐLAFÓLKI !

það er enn grafarþögn meðal fjölmiðlamanna vegna þeirrar fréttar sem barst um sérstaka bankafyrirgreiðslu til þekktra fjölmiðlamanna. Ætlar enginn að stíga fram ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband