Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.3.2009 | 17:34
CHARLES PONZI, BERNARD L. MADOFF OG ÚTRÁSARVÍKINGARNIR !
Hvaða samnefnara hafa allir þessir ofannefndu ? Jú, það virðist að allir þessir klóku menn tóku peninga frá fáfróðum almenningi, greiddu fyrri fjárfestum með fé nýrra fjárfesta, allt þar til bólan sprakk !
Ponzi sat í fangelsi, Bernard L. Madoff er á leiðinni en hvað verður um blessaða útrásarvíkingana !
10.3.2009 | 17:22
LAUGAVEGURINN = DRAUGAVEGURINN ! IN MEMORIAM !
Því miður er ástandið á okkar ástsæla Laugavegi bagalegt. Ég ek niður Laugaveginn margoft í viku og þarna standa ónýtt verslunarhúsnæði í hrönnum, vonlaust er að leggja bifreið þar og sóðaskapur er alls staðar sjáanlegur ! Þessi fallega gata verður aldrei aðalverslunaræð okkar aftur. Það er óþarfi að spekúlera eitthvað í þessu lengur. Við íslendingar erum því miður orðnir smáútgáfa af bandaríkjamönnum, þ.e.a.s. við erum orðnir bílaþjóð og mollaþjóð !
Laugavegur, R.I.P. , eða rest in peace !
10.3.2009 | 17:02
ASTRÓPÍUHETJUR !
Það verður erfitt mál að sækja skaðabætur frá NBC sjónvarpsstöðinni og höfundum Heroes. NBC hefur að minnsta kosti 100 lögfræðinga í starfi og þar að auki '' djúpa vasa '' . Mál sem þessi er mjög erfitt að sækja í Bandaríkjunum og sönnunarbyrðin liggur alfarið hjá kæranda. Þetta mun kosta Astrópíuhöfunda stórfé og alltént óvisst hvort þeir vinni málið.
Það er þó ein leið í svona málum, en sú leið byggist á því að lögfræðingar vestan hafs taki málið að sér á svokölluðu '' contingency fee basis '', sem þýðir að þeir fá einungis greitt ef þeir vinna málið.
Gangi Astrópíu vel !
9.3.2009 | 17:29
ÁSKORUN TIL FJÖLMIÐLAMANNA ! SHO´ME THE MONEY !
Nú berast þær fréttir að rannsóknarnefnd Alþingis sé að kanna hvort fjölmiðlamenn í ábyrgðarstöðum hafi fengið óeðlileg lán hjá bönkunum, vegna stöðu þeirra !
Mikilvægt er að þessir menn, eða konur, stígi fram og axli ábyrgð og um leið segi af sér í störfum fyrir fjölmiðla. Annað dugir ekki !
9.3.2009 | 16:47
EVA JOLY OG SÖKUDÓLGARNIR !
Mikið er rætt um Evu Joly eftir að hún kom fram í Silfri Egils síðastliðinn Sunnudag. Eflaust er hún snjöll í rannsóknum á sakamálum í alþjóðlegri glæpastarfsemi en hvort hún getur orðið okkur að liði í okkar uppgjöri er alls ekki svo augljóst. Ef aðferðum hennar væri beitt, þ.e.a.s. húsleitum, handtökum og gæsluvarðhaldi þá minnir það óneitanlega á Hafskipsmálið og menn muna að sú aðferð gekk ekki upp, að neinu leiti. Við íslendingar erum ekki með engilsaxnesk lög og þessar aðferðir Evu Joly mundu eflaust kalla á langvarandi málaferli í íslenskum réttarsölum og það er ekki það sem við þurfum á að halda núna.
Látum hinn sérstaka saksóknara vinna sína vinnu, án utanaðkomandi áhrifa og bíðum eftir hans aðgerðum. En, saksóknarinn verður að hafa hraðann á áður en sporin hverfa !
9.3.2009 | 16:34
ER ÍSLENSKA RÍKIÐ, OG ÞAR MEÐ ÞJÓÐIN AÐ TAKA OF MIKIÐ Á SIG ?
Í dag eignuðumst við Straum. Við eigum nú þegar alla stóru bankana, við eigum Íslenska Aðalverktaka, við eignumst brátt Baugsveldið ! Hvar stoppar þetta ? Er þetta ekki og mikið í fang tekið ? Við erum í raun að taka að okkur allar skuldir þessara fyrirtækja og við erum sennilega að springa innanfrá. Hefði ekki verið nær að láta þessi fyrirtæki hreinlega fara á hausinn !
ég spyr ?
9.3.2009 | 16:20
HAGFRÆÐINGUR KAUPIR HLUT Í DECODE !
það kom fram í fréttum í dag að Tryggvi Þór Herbertsson keypti 10,000 króna bréf í Decode !
Þarf að segja meir um snilld mannsins í fjármálum og hagfræði ! Hann er í framboði og hann fær ekki mitt atkvæði, svo mikið er víst !
Þjóðin þarf á skynsemi að halda !
6.3.2009 | 18:04
FLUGFÉLÖG Á VILLIGÖTUM ! DÝRAR KLÓSETTFERÐIR !
Nýlega barst sú frétt að komið yrði fyrir peningaboxum á '' klósettfangaklefunum '' um borð í flugvélum og farþegar greiddu fyrir aðgang !
Nú þegar verða farþegar hjá nokkrum flugfélögum að borga fyrir kodda og teppi ! Er þetta ekki gersamlega vonlaus stefna. Hvað kemur næst ! Þurfum við að greiða fyrir að skipta um skoðun um borð í vélunum ? Þurfum við að borga sérlega fyrir að eiga orðaskipti við flugfreyjur ?
Hvað er í gangi hjá þessum forstjórum ? Hefur enginn þeirra heyrt um ÞJÓNUSTU !
Sem gamall starfsmaður flugfélaga þá er ég undrandi og alsæll að vera hættur !
Gangi þeim vel !
6.3.2009 | 17:52
ESB AÐILD ER EKKI RÉTTA LEIÐIN !
Í þeirri uppbyggingu sem er framundan hjá okkur, er óskynsamlegt að athuga aðild og raunar kolvitlaus leið til að endurreisa okkar fjármál og atvinnuleysi. Þetta sjónarspil, sem Evrópusinnar hafa gangsett, er dauðadómur fyrir okkar sjálfstæði. Við verðum að vernda sjávarútveginn en ekki afhenda hann til meginlandsins. Við, sem erum nú þegar búin að eyða hundruðum ára til að losa okkur við konungsvöldin á norðurlöndum, eigum ekki einu sinni að hugsa okkur um tvisvar þegar svona afturhaldsstefna fæðist hjá nokkrum sósíalistum hér á landi, sem dá og dýrka þetta apparat skrifstofumanna í Brussel. Nei, við eigum að skapa okkar eigin forsendur, halda vel utan um okkar sjálfstæði og halda áfram á þeirri braut.
Þær breytingar sem við sjálf viljum gera á gjaldmiðlinum eiga að grundvallast á því hvar er best að bera niður, og þá ber að líta sterkt til bandaríkjadollars, sem er sterkasti gjaldmiðillinn á alþjóðavettvangi og mun styrkjast mjög á næstunni vegna stefnu Obama í fjármálum og alþjóðlegri atvinnusköpun.
Horfum með raunsæi á stöðuna og kjósum rétt í næstu kosningum ! Ekki ESB aðild !
5.3.2009 | 17:49
MOGGINN ENN '' Í FORNÖLDINNI '' !
Óskandi væri að besta blað okkar lands breytti gömlum og úrletum siðum. Hér á ég við þann gamla sið að birta ekki nöfn einstaklinga sem eru í fréttum dagsins. Þið þekkið þetta !
Þess utan væri ákjósanlegt að hætta hvimleiðum sið að skrifa heilar greinagerðir undir dulnefni. Þetta eru auðvitað '' Staksteinar '', '' Velvakandi '', '' Víkverji '' og svo hið vinsæla '' Reykjavíkurbréf '' .
Vonandi geta nýjir eigendur haft einhver áhrif á ritstjóra og hætt þessum leiðinlega sið sem ekki á heima í alþjóðablaðamennsku.
Betri Mogga !
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar