Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ER FJÓRÐA VALDIÐ AÐ KLIKKA !

Ekki bólar mikið á rannsóknarblaðamennsku varðandi bankahrunið, og fjölmiðlar láta einungis mata sig á fréttayfirlýsingum frá stofnunum. Hvað eruð þið að hugsa ?

Er enginn að leita sér upplýsinga um innistæður í skattaparadísum ?

Er enginn að kortleggja þau fyrirtæki og einstaklinga sem fengu sérstaka fyrirgreiðslu í gömlu bönkunum ?

Hvers vegna eruð þið ekki á undan sérstökum saksóknara og upplýsið alþjóð um væntanlega sakborninga ?

Það er krafa almennings að þið takið af skarið og sýnið hið rétta andlit fjórða valdsins !


DÓMARAR EIGA AÐ VERA KOSNIR !

Umræður eru núna í gangi um dómaraembætti. Það besta fyrir borgarana er að dómarar séu kosnir í embætti í almennum kosningum. Þetta skapar mikið jafnvægi í dómstóla og kemur í veg fyrir pólitísk áhrif inn í dómskerfið. Þetta virkar vel í Bandaríkjunum, nema í hæstarétti þeirra, sem er skipaður af forsetanum og þá myndast pólitískt ójafnvægi.

Við íslendingar eigum afdráttarlaust að kjósa all okkar dómara að hæstarétti meðtöldum.


GETTU BETUR ! FIASKÓ !

Hinn vinsæli sjónvarpsþáttur Gettu Betur, sem er flestum landsmönnum mjög kærkominn, virkar eins og tilraunaverkefni í þáttagerð sjónvarpsins. Spyrillinn, sem er reyndar ansi hugguleg áhorfs, kann ekki snefil í sínu hlutverki og truflar alla sem á horfa með einkennilegum tilburðurm og málfari sem skilst ekki. Það ber að bjarga þessu sem fyrst og skipta henni út !

Við, sem greiðum fyrir þetta sjónvarp, eigum betra skilið !


LEIÐ TIL AÐ LÆKKA BENSÍNVERÐ ! ERUÐ ÞIÐ TILBÚIN ?

Samkeppni á bensínmarkaði er algerlega óvirk á landinu. Hér er ein leið, sem virkaði vel í Bandaríkjunum, til að lækka verðið ! Tillagan fellst í því að allir taki sig saman og versli EKKI nein bensínkaup hjá einni bensínstöðinni í heila viku ! það er nokkurn veginn 100 % klárt að sú bensínstöð mun lækka sitt verð hið snarasta ! Allt sem þarf til er samstaða !

hvað finnst ykkur ?


AÐ AXLA ÁBYRGÐ DUGIR EKKI EITT OG SÉR !

Stjórnmálamenn okkar flykkjast nú að og viðurkenna mistök sín í ábyrgðastöðum, sem við kjósendur afhentum þeim í síðustu kosningum. Þetta dugir alls ekki og eiga þessir stjórnmálamenn að hafa sóma í því að yfirgefa stjórnmálin og segja af sér þingmennsku og bjóða sig ekki fram í næstu kosningum. það er nóg af góðu fólki sem getur tekið við og við íslendingar eigum ekki að kjósa þessa '' gömlu '' aftur á þing eða í ábyrgðastöður.

Burt með það gamla og inn með það nýja !


HOUDINI OG STEVE COSSER ! HVAR ERTU ?

Það hefur alveg farið framhjá fjölmiðlum að Steve Cosser virðist hafa horfið !

Hvar er hann ? Fjárfestirinn mikli er gufaður upp !

Getur verið að '' leikstjórarnir '' hafi sent hann heim ?


HVALVEIÐAR ! STEINGRÍMUR , STOPPAÐU ÞETTA STRAX !

Á tímum sem við íslendingar þurfum að efla ímynd og traust okkar erlendis þá er ekki nein spurning að Steingrímur gæti stöðvað hvalveiðarnar strax og komið í veg fyrir frekari hneyksli.

Við megum ekki við þessum negatívu umfjöllunum á erlendri grund og negatívri ákvörðunartöku erlendra ríkja í okkar garð. Við íslendingar erum alls ekki hvalkjötsætur og við eigum ekki að vera að standa í því að fæða einhverja blessaða Japani með hvalkjöti.

Hvalurinn er einstök skepna og ber að friða hann. Sem fiskveiðiþjóð gætum við tekið stórkostlegt stökk fram á við í eflingu á okkar ímynd alþjóðanna með algeru banni á hvalveiðum.

Steingrímur ! Boltinn er hjá þér ! Ég kýs þig í næstu kosningum ef þú tekur af skarið !


ÓNÝT STJÓRNARSKRÁ ! ENN OG AFTUR SANNAST ÞETTA !

Skipan nýs seðlabankastjóra, sem er Norskur, er með endemum ! Sigurður Líndal, prófessor er alls ekki klár á því hvort þetta sé samkvæmt stjórnarskránni eða ekki .

Þetta sýnir í hnotskurn hversu handónýt stjórnarskrá okkar er í raun.

Við vitum ekki hvort hann er settur eða skipaður, og við vitum ekki hvað er löglegt eður ei.

Þarf að segja eiithvað meira um þetta ?

Stjórnarskráin á auðvitað að skrifast á þeim nótum að svona mikilvæg embættisskipan á að vera á hreinu.

 


TVÆR LEIÐIR TIL AÐ FYRIRBYGGJA ÁFRAMHALDANDI ATVINNULEYSI !

Atvinnuleysi okkar íslendinga í dag er stórt vandamál, sem verður að leysa sem fyrst.

Við höfum ýmsar leiðir til að lagfæra þetta á næstu misserum en það eru góðar framtíðaráætlanir sem munu koma til með að bjarga þessu fyrir okkur. Þessar áætlanir verða að vera til frambúðar og verða að spanna nokkra áratugi, ef ekki lengur.

Hér er tvennt sem við getum framkvæmt:

1. Hefjum samningaviðræður við bæði vanþróuð ríki, og einnig fjársterk ríki  ( t.d. Saudi Arabia) um innflutning á fersku drykkjarvatni. Nú er ég ekki að tala um Perrier vatn, '' Jón Ólafsson '' vatn, eða neitt slíkt, heldur ferskt drykkjarvatn flutt í sérhönnuðum pakkningum í stórförmum til þessara landa. Við gætum þess vegna rekið þessi skip sjálfir. Næstum öll Afríka þarf ferskt drykkjarvatn og við eigum óendanlegar byrgðir af því.

2. Uppbygging á rafmagnsknúnu lestarkerfi á Íslandi er verkefni sem við ættum að hefja sem fyrst með aðstoð Þýskra og Franskra sérfræðinga á þessu sviði. Raforkan okkar er ódýr og við verðum að fyrirbyggja að verða ekki háð bifreiðum í framtíðinni. Lestarkerfi sem tengir höfuðborgarsvæðið við Keflavíkurflugvöll væri byrjunarreiturinn. Landsbyggðarkerfið mætti síðan fylgja í kjölfarið.

Þessir tveir möguleikar mundu skapa fleiri hundruð störf og afla tekna upp á marga milljarða í framtíðinni. Lestarkerfið mundi einnig spara fleiri tugþúsunda lítra af olíunotkun.

Þetta eru möguleikar af bestu gerð ! 


SÖKUDÓLGAR BANKAHRUNSINS ! ROUND UP THE USUAL SUSPECTS !

Á næstu misserum verða sennilega miklar umræður á meðal landsmanna hérlendis um sökudólga bankahrunsins. Sérstakur saksóknari okkar mun eflaust vinna af heilindum að finna einhverja sökudólga, sem hafa stungið undan sköttum og gerst sekir um fjármálaundanskot. Allar þessar aðgerðir af okkar hálfu er gersamlega ónauðsynlegar á þessu stigi.

Það sem best er að gera fyrir okkur íslendinga er að bíða eftir rannsókn bandarískra yfirvalda og svo bandarísku pressunni, sem ugglaust eiga eftir að finna hinn virkilega sökudólg !

Hann er nefnilega að finna í Bandaríkjunum og allt annað áfall í hruni alþjóðlega efnahagshrunsins er afleiðing af því. Það væri þess vegna skynsamlegt að bíða eftir niðurstöðu bandaríkjamanna og haga okkar rannsóknum eftir því.

Round up the usual suspects er ekki góð stefna !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband