Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

NAUÐGANIR Á LANDSPÍTALANUM Í FOSSVOGI !

Forsíðufrétt í MBL í dag er að mínu mati ekki nógu vel sett fram ! Þar stendur '' Breytingar verða gerðar á neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi frá og með 1.maí ''

Hefði ekki verið réttara að setja '' vegna nauðgana '' aftast í þessa grein !

Auðvitað skiljum við hvað þetta merkir, en framsetningin er ekki góð.

Hvað finnst ykkur ?


STEVE COSSER ! EINKENNILEGUR VIÐBURÐUR ?

Vonandi láta íslendingar ekki blekkja sig á þessum manni, sem virðist koma til landsins í því tilefni að eignast Árvakur !

Ef þið haldið að Ástralskur efnamaður og fjárfestir komi hingað til Íslands til að hagnast á kaupum á vonlausri fjárfestingu, þá eruð Þið ekki með augun opin. !

Spyrjið frekar, er hann ekki leppur fyrir íslenska athafnamenn sem vilja festa hálstakið sem þeir hafa á íslenskum fjölmiðlum ! þetta gæti Cosser gert fyrir einhverja umbun, svo sem prósentu af kaupsamningnum. Er þetta ekki líklegra ?

SÝNDARVERULEIKI ?

Ég bara spyr ! Sjáum til.


SKANDALL ! ÓSKARINN EKKI Í BEINNI !

Hvers konar sjónvarpsstöðvar eru þetta, RUV, Stöð2 og Skjár Einn !

Það er skandall að þessir menn geti ekki sent listaviðburði til okkar í beinni útsendingu. Þetta á við Óskarinn, Grammy verðlaunin o.fl.

Nógu dýrt er þetta í áskrift. Væri ekki  hægt að bjóða að minnsta kosti upp á sérstakt gjald fyrir þá sem vilja þetta beint ?

Greinilega engin samkeppni í gangi hér eins og í flestu á þessu blessaða landi !


OF MARGIR STJÓRNMÁLAFLOKKAR ER SKAÐI FYRIR ÞJÓÐINA !

Að 300,000 manna þjóð hafi 4 til 5 stjórnmálaflokka er klár villa í okkar pólítík.

Hvað höfum við þetta að gera ?

Framsóknarflokkurinn er í raun hagsmunasamtök fyrir bændur og er gamalt og úrellt.

Samfylkingin er sambland af miðjumönnum sem eiga í raun hvergi heima.

Sjálfstæðisflokkurinn er bæði hægri flokkur og svo jafnaðarflokkur.

Vinstir Grænir eru kommúistar í dulargervi.

Það væri skynsamlegt fyrir litla þjóð að kjósa sér tvíflokkakerfi þar sem tveir flokkar berjist um atkvæðin á kosningadegi.

1. Lýðveldisflokkurinn  

2. Jafnaðarflokkurinn

Þetta er skynsamlegt fyrir okkar litlu þjóð ! 

 

 


E PLURIBUS UNUM ! EITTHVAÐ FYRIR ÍSLAND !

Hugmyndir birtast ekki af sjálfu sér ! Þær eru skapaðar af mönnum með hugsjón.

Það er eitthvað sem vantar í íslenska hugsun en ekki skortir okkur hugvitið !

Hvers vegna tökum við ekki af skarið og byggjum okkur framtíðarland sem einskorðast af sjálfstæði, raunveruleika og trúverðuleika !

Tökum  allt sem vestrænar þjóðir hafa getið gott af sér og innleiðum það í okkar stjórnskipun og afneitum því sem ofsatrúarmenningar hafa upp á að bjóða !

Eflum það framtak sem okkar forfeður tóku að sér, þegar þeir yfirgáfu Noreg, sitt heimaland, og numu Ísland . Þeir voru með rétta hugsun. Forðuðust ofurvaldið !

Gerum það sama !


FYRSTI KOMMÚNISTASTUÐNIGURINN MINN !

Í dag er merkisdagur ! Sonur minn á afmæli og ég styð kommúnista !

Menntamálaráðherrann, eða menntamálaráðfrúin, styður áframhald á framkvæmdum á Tónlsitarhúsinu hans Björgólfs, vinar míns ! Þvílík upplifun !

Og ég sem hélt að ég mundi aldrei styðja kommúnista !

The  more things change, the more they stay the same !

 


FJÓRÐA VALDIÐ STÓÐST EKKI PRÓFIÐ !

Þegar litið er til baka, síðustu 10 ár þá er ekki neinnn vafi á því að fjölmiðlar okkar stóðust ekki prófið !

Þeir létu mata sig á yfirlýsingum stjórnmálaflokka og fjármálastofnana og stunduðu ekki rannsóknarblaðamennsku að neinu tagi.

Hvenær hringir vekjaraklukkan ykkar ?

Á þessu landi vantar 60 mínútur, Hardtalk og fleiri slíka miðla.

Þetta er áskorun til stöðvar 2 , DV og MBL ! Carpe Diem, og sinnið verki ykkar !


ÓSKARINN Á ÞÝSKU ! NEIN DANKE, STÖÐ 2 !!

Ég er bæði áskrifandi stöðvar 2. og reiprennandi þýskumælandi, en ég er samt hneykslaður á ákvörðun stöðvarinnar að sýna ekki stórviðburð eins og þennan í beinni ! Hvað er að ?

Það eru eru greinilega ekki allir með á nótunum hjá þessu fyrirtæki !

Vildi að ég hefði einhvern annan valkost, en í fákeppnislandinu er sennilega ekki von á því !

 


HVALVEIÐAR ! ÞJÓÐIN ER BLEKKT !

Hvernig stendur á því að unnt er að blekkja heila þjóð í umræðunni um hvalveiðar ?

Erum við virkilega að fórna ferðaþjónustuafkomu okkar fyrir einhverja fáeina Japani, sem ekkert hafa í raun gefið okkur nema bifreiðar ! Ég segi nú eins og unga fólkið ! '' Komm on ''

Hvalir eru undraverð spendýr, arfleifð gamla tímans, sem ber að varðveita, en ekki drepa. Þetta vita allir, sem hafa einhverja vitglóru.

Það skynsamlegasta sem við getum gert er að stofna ´´ Stóra Hvalveiðasafnið ´´ og leggja skipunum þar þannig að erlendir ferðamenn sem koma í hvalaskoðanir gætu notið.

Fiskiveiðar okkar þjóðar byggjast ekki á misnotkun sjávarlífsins, heldur byggjast þær á virðingu okkar fyrir sjávarlífinu í heild sinni.

HÆTTUM ÞESSARI FÁSINNU !


NÝR STJÓRNMÁLAFLOKKUR ! NÝTT HUGARFAR !

Á tímum óróa og kreppu er vert að þjóðin íhugi hvort ekki sé rétt að stofna nýja hreyfingu sem gæti orðið leiðandi afl í endurreisn landsins. Hér eru stærstu verkefnin framundan og hugmyndir um hvernig þessi nýji flokkur gæti komið að endurreisn þjóðarinnar, bæði heima og heiman.

1. Köstum '' dönsku stjórnarskránni '' og skrifum nýja, sem styrkir vald þingsins, afnemur forsetaembættið, breytir kosningalögum (bein einstaklingskosning), aðskilur ríki og kirkju og beitir sig fyrir jafnrétti þegnanna.

2. Átak gegn atvinnuleysi með ríkisframkvæmdum á borð við lagningu járnbrautarkerfis um allt land sem nýtir sér raforku landsins. Þetta er að minnsta kosti 10 til 15 ára áætlun.

3. Upptaka $ Bandaríkjadollars og innganga í NAFTA. Þessi aðgerð yrði til þess að efnahagur þjóðarinnar styrktist og ekki væri nauðsyn að fórna rétti þjóðarinnar að deila fiskveiðiréttum okkar með Evrópusambandinu, sem hvort eð er er dauðadæmt '' beuraukratafyrirbæri ''.

4. Lögsækjum Breta strax vegna aðgerða þeirra í hryðjuverkalagamálinu. Þar með verður ef til vill engin skuldbynding vegna Icesave reikninganna, sem í raun eru ekki okkar vandamál.

5. Afnemum verðtryggingar.

6. Breytum skattafyrirkomulagi þjóðarinnar þannig við þjóðin séum ekki skattpýnd eins og raunin er í dag. Tekjuskattur verði lækkaður í 25 %, virðisaukaskattur verði 15 %, skattur á eftirlaun verði 5 % og skattar á fyrirtæki verði 10 %.

7. Stofnum nýtt ráðuneyti, samkeppnis og verðlagsráðuneyti, sem hefur það markmið að fyrirbyggja núverandi ástand. sem einkennist af fákeppni.

8. Þjóðaratkvæðisgreiðsla verður ekki lögbundin í stjórnarskrá.

Er þetta flokkur sem á sér framtíð á Íslandi ?

Ég spyr, og þið svarið !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband