Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

SILFURMAÐURINN OG BJÖRN !

Ég held að Björn Bjarnason fari með einhver sannindi í þessu rifrildi því mér hefur sýnst svo að þátturinn sé mjög hliðhollur þessum forheimsku evrópusinnum ! Fólk með aðrar skoðanir fær ekki að njóta sín í þættinum og er það miður. Egill á að játa þessi mistök og leiðrétta sem fyrst. Annars er hætta á því að áhorf fari út í buskann því það verður alltaf að vera jafnvægi í umræðunni. Hvernig væri að Björn yrði gestur í næsta þætti ? Mæli með því, og þá helst í vettvangi dagsins.


BLEKKTA ÞJÓÐIN ! FYRSTA ERINDI !

Ég bjó meginn hlutann af starfsævinni erlendis og horfi því á ástandið hérlendis með öðrum augum en margir aðrir landar. það sem mér finnst sorglegast með íslendinga er hversu auðvelt er að blekkja ykkur og hér á ég við mörg dæmi, sem ég vil benda á hér. það fyrsta sem ég vil minnast á er samkeppni. Hér á landi er engin samkeppni ! Ég fullyrði þetta ! Lítið í kring um ykkur og þá sést þetta greinilega. Tökum stærstu útgjöld heimilanna og skoðum það: Húsnæðislán er eingöngu hægt að fá í dag hjá ríkinu og skilmálarnir eru ennþá háðir þessari heimsku verðtryggingu. Matarverði okkar er stjórnað af Högum, og engin samkeppni í gangi. Bensínverð er hið sama hjá öllum bensínútsölum og verðsamráð virðist allsráðandi. Tekjuskattur og virðisaukaskattur er sá hæsti í öllum heiminum á íslendinga. Margir segja að Danmörk sé hærri, en það er alls ekki rétt því í Danmörku fá danir ýmislegt frítt í heilbrigðiskerfinu sem gerir skattana lægri. Engin samkeppni er í sölu áfengis eða tóbaks, enda um einokun að ræða. Tímakaup verkamanns á Íslandi eru þau lægstu sem þekkjast hjá vestrænum þjóðum og síðast en ekki síst, þá eru samkeppniseftirlitið og neytendstofnunin gagnslaus apparöt, sem engu skila til íslendinga. Næsta erindi mun fjalla um stjórnmálflokka landsins.

ÁBENDING TIL RUV !

Sigurður '' stormur '' hefur verið rekinn frá stöð 2 ! Hvernig væri að ráða hann með snatri. Veðurfréttamenn ykkar, í dag, eru vægast sagt frámunalega lélegir og koma veðurfréttunum ekki frá sér á mannamáli. ( á mínu heimili eru veðurfréttirnar ykkar kallaðar '' spaugstofan '' !). Þetta er tækifæri sem RUV ætti að notfæra sér strax !

ÁBENDING TIL SÉRSTAKS SAKSÓKNARA !

Í rannsókninni á hruninu á Íslandi eru endurskoðendafyrirtækin auðvitað ekki undanskilin. Það er til ráðgjafafyrirtæki sem heitir  LECG Hong Kong og framkvæmdastjórinn þar á bæ, sem er fyrrverandi rannsóknarmaður hjá FBI, er Kim Frisinger. Það væri ekki úr vegi að hafa samband við þetta fyrirtæki og fá það til liðs við okkur í þessari rannsókn.

60 ÁRA AFMÆLI FJÖLDAMORÐINGJANNA Í AUSTRI !

Það er ótrúlegt, en satt, að kínverski kommúnistaflokkurinn er enn við völd í Kína. Þessir menn, sem hafa kúgað allar þessar milljónir manna í áraraðir, eru sennilega mestu glæpamenn sögunnar og óhætt er að flokka þá með ógnarstjórnunum í gamla þýskalandi, Kúbu í dag og Norður Kóreu. En sagan er með okkur, og það er staðreynd að ógnarstjórnir falla á endanum. Sic semper tyrannis sögðu rómverjar um fall ógnarstjórnanna og svo verður einnig í Kína. Spurningin er einungis hvenær og ekki er auðvelt að spá um það. Það verður bylting í Kína, meðal almúgans og þegar það gerist þá verður heimurinn okkar betri. það er aldrei hægt að bæla niður frelsisanda manna og kínversku kommúnistarnir verða allir dregnir fyrir rétt fyrr eða síðar og þá getur veröldin öll fagnað útrýmingu kommúnistmans og um leið fagnað frelsi þessara milljóna kínverja, sem eru friðarsinnar í eðli sínu en hafa verið kúgaðir í 60 ár !

Styðjum Kínverja í þeirra frelsisbaráttu !


BRAVÓ, ÖGMUNDUR ! NÚ BÍÐUM VIÐ EFTIR JÓHÖNNU !

Stjórnin í landinu er fallin ! Það liggur beint við að Jóhanna segi af sér og að við göngum í kjörklefann, eða myndum þjóðstjórn til að takast á kreppuvandanum sem vinstri menn gátu ekki leyst !

AF INGUM, ÖRUM, MÖNNUM OG ´´ UTANGARÐSLIÐUM ´´ !

Íslenska tungan getur oft verið einkennileg og stundum óþjál, sem kemur vel fram í lýsingum á íþróttafélögum og hvernig þau eru flokkuð. Fyrst ber að nefna INGANA: Í þessum flokki eru KRingar, FHingar, ÍRingar, Víkingar ( eða á að kalla þá Víkingainga !! ), Keflvíkingar og Grindvíkingar.

Næstir eru ARARNIR: Í þessum flokki eru Valsarar, Framarar og Þróttarar. Svo eru það MENNIRNIR: Hér flokkast HK, Fylkir, Fjölnir og KA. Síðast, en ekki síst, þá eru það UTANGARÐSLIÐ, það er að segja, þau komast ekki í hina flokkana. Breiðablik, Stjarnan og IBV.

Íslenskan er skemmtileg !

Þess má svo geta að Bandaríkjamenn og Bretar, sem tala sama tungumál, hafa sinn siðinn hvor, þegar kemur að því að nefna íþróttalið. Bandaríkjamenn bæta við greininum THE á undan sínum liðum, The Boston Celtics, The New York Yankees o.s.frv. Bretar hins vegar nota ekkert ! Liverpool er einfaldlega Liverpool og Chelsea er einfaldlega Chelsea. !

Sic Transit Gloria Linguae !


VELKOMINN, DAVÍÐ !

Ástæða er að fagna því að Davíð Oddsson sé sestur í ritstjórastólinn á Morgunblaðinu. Þrátt fyrir margar neikvæðar raddir frá '' afturhaldskommatittum '' og þeirra hyski þá er alveg bráðnauðsynlegt að leiðarar MBL frá Davíð komi okkur á hærra plan og menn fari að hugsa alvarlega um þá staðreynd að núverandi ríkisstjórn er á villigötum og ég treysti Davíð að skrifa leiðara sem vekja menn til umhugsunar um okkar landsmál og utanríkismál. Ég bíð því spenntur eftir fyrsta leiðara Davíðs.

EF FRÉTTIN ER RÉTT, ÞÁ ERU ÞETTA GÓÐ TÍÐINDI !

Davíð Oddsson er réttur maður í starf ritsjóra MBL. Vertu velkominn, Davíð !

FURÐULEGT ORÐAVAL Í LÝSINGUM KNATTSPYRNULEIKJA Í SJÓNVARPI !

Mér finnst orðaval '' sérfræðinganna '' í sjónvarpinu bæði furðulegt og um leið hlægilegt. Tökum nokkur dæmi:  Margoft tala þeir um þennan '' stórhættulega stað '' og aukaspyrnur á þessum stað ! Ég horfi um allan völlinn og sé ekki betur en að hann sé rennisléttur og enginn staður hættulegri en aðrir. Margoft tala þeir um '' að halda boltanum innan liðsins '' . Það þarf engan speking til að vita að ef lið heldur boltanum, þá er það greinilega innan liðsins. Það heitir því frekar einfaldlega '' að halda boltanum ''. Svo er það þessi hvimleiði '' rammi ''  og skot á rammann. Ég gáði vandlega og ég sé engan ramma á knattspyrnuvelli ! Er ekki í lagi að segja skot á markið ! Margoft er talað um að sigra leikinnn, en eins og flestir vita þá sigrar enginn leikinn, heldur andstæðinginn ! Aldrei hef ég séð neinar bækur inn á knattspyrnuvelli og þá vaknar sú spurning hvaða lestur þetta er þegar leikmenn eru að lesa leikinn ! Og svo að lokum, er ekki betra að segja seinni hálfleikur frekar en síðari ! Síðari getur einnig merkt verri að gæðum og fólk gæti ruglast !!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

baldvin berndsen
baldvin berndsen
Höfundur starfaði yfir 30 ár í ferða og flutningabransanum og flest árin í Bandaríkjunum. Höfundur býr nú í Kópavogi, alkominn heim. Höfundur á 5 börn, tvö búsett á Íslandi og 3 í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál höfundar eru pólitík, golf, knattspyrna og heimsmál. Höfundur er giftur Henny Hermannsdóttir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband