Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.10.2009 | 16:11
SILFURMAÐURINN OG BJÖRN !
Ég held að Björn Bjarnason fari með einhver sannindi í þessu rifrildi því mér hefur sýnst svo að þátturinn sé mjög hliðhollur þessum forheimsku evrópusinnum ! Fólk með aðrar skoðanir fær ekki að njóta sín í þættinum og er það miður. Egill á að játa þessi mistök og leiðrétta sem fyrst. Annars er hætta á því að áhorf fari út í buskann því það verður alltaf að vera jafnvægi í umræðunni. Hvernig væri að Björn yrði gestur í næsta þætti ? Mæli með því, og þá helst í vettvangi dagsins.
21.10.2009 | 15:23
BLEKKTA ÞJÓÐIN ! FYRSTA ERINDI !
19.10.2009 | 13:12
ÁBENDING TIL RUV !
10.10.2009 | 13:16
ÁBENDING TIL SÉRSTAKS SAKSÓKNARA !
1.10.2009 | 17:33
60 ÁRA AFMÆLI FJÖLDAMORÐINGJANNA Í AUSTRI !
Það er ótrúlegt, en satt, að kínverski kommúnistaflokkurinn er enn við völd í Kína. Þessir menn, sem hafa kúgað allar þessar milljónir manna í áraraðir, eru sennilega mestu glæpamenn sögunnar og óhætt er að flokka þá með ógnarstjórnunum í gamla þýskalandi, Kúbu í dag og Norður Kóreu. En sagan er með okkur, og það er staðreynd að ógnarstjórnir falla á endanum. Sic semper tyrannis sögðu rómverjar um fall ógnarstjórnanna og svo verður einnig í Kína. Spurningin er einungis hvenær og ekki er auðvelt að spá um það. Það verður bylting í Kína, meðal almúgans og þegar það gerist þá verður heimurinn okkar betri. það er aldrei hægt að bæla niður frelsisanda manna og kínversku kommúnistarnir verða allir dregnir fyrir rétt fyrr eða síðar og þá getur veröldin öll fagnað útrýmingu kommúnistmans og um leið fagnað frelsi þessara milljóna kínverja, sem eru friðarsinnar í eðli sínu en hafa verið kúgaðir í 60 ár !
Styðjum Kínverja í þeirra frelsisbaráttu !
30.9.2009 | 14:22
BRAVÓ, ÖGMUNDUR ! NÚ BÍÐUM VIÐ EFTIR JÓHÖNNU !
28.9.2009 | 16:23
AF INGUM, ÖRUM, MÖNNUM OG ´´ UTANGARÐSLIÐUM ´´ !
Íslenska tungan getur oft verið einkennileg og stundum óþjál, sem kemur vel fram í lýsingum á íþróttafélögum og hvernig þau eru flokkuð. Fyrst ber að nefna INGANA: Í þessum flokki eru KRingar, FHingar, ÍRingar, Víkingar ( eða á að kalla þá Víkingainga !! ), Keflvíkingar og Grindvíkingar.
Næstir eru ARARNIR: Í þessum flokki eru Valsarar, Framarar og Þróttarar. Svo eru það MENNIRNIR: Hér flokkast HK, Fylkir, Fjölnir og KA. Síðast, en ekki síst, þá eru það UTANGARÐSLIÐ, það er að segja, þau komast ekki í hina flokkana. Breiðablik, Stjarnan og IBV.
Íslenskan er skemmtileg !
Þess má svo geta að Bandaríkjamenn og Bretar, sem tala sama tungumál, hafa sinn siðinn hvor, þegar kemur að því að nefna íþróttalið. Bandaríkjamenn bæta við greininum THE á undan sínum liðum, The Boston Celtics, The New York Yankees o.s.frv. Bretar hins vegar nota ekkert ! Liverpool er einfaldlega Liverpool og Chelsea er einfaldlega Chelsea. !
Sic Transit Gloria Linguae !
24.9.2009 | 18:19
VELKOMINN, DAVÍÐ !
21.9.2009 | 18:11
EF FRÉTTIN ER RÉTT, ÞÁ ERU ÞETTA GÓÐ TÍÐINDI !
16.9.2009 | 15:24
FURÐULEGT ORÐAVAL Í LÝSINGUM KNATTSPYRNULEIKJA Í SJÓNVARPI !
Mér finnst orðaval '' sérfræðinganna '' í sjónvarpinu bæði furðulegt og um leið hlægilegt. Tökum nokkur dæmi: Margoft tala þeir um þennan '' stórhættulega stað '' og aukaspyrnur á þessum stað ! Ég horfi um allan völlinn og sé ekki betur en að hann sé rennisléttur og enginn staður hættulegri en aðrir. Margoft tala þeir um '' að halda boltanum innan liðsins '' . Það þarf engan speking til að vita að ef lið heldur boltanum, þá er það greinilega innan liðsins. Það heitir því frekar einfaldlega '' að halda boltanum ''. Svo er það þessi hvimleiði '' rammi '' og skot á rammann. Ég gáði vandlega og ég sé engan ramma á knattspyrnuvelli ! Er ekki í lagi að segja skot á markið ! Margoft er talað um að sigra leikinnn, en eins og flestir vita þá sigrar enginn leikinn, heldur andstæðinginn ! Aldrei hef ég séð neinar bækur inn á knattspyrnuvelli og þá vaknar sú spurning hvaða lestur þetta er þegar leikmenn eru að lesa leikinn ! Og svo að lokum, er ekki betra að segja seinni hálfleikur frekar en síðari ! Síðari getur einnig merkt verri að gæðum og fólk gæti ruglast !!
Nýjustu færslur
- VONANDI FÁ NORÐMENN EKKI ANNAN SKELL Í ENSKRI TUNGU VEGNA BRE...
- ÞEGAR KNATTSPYRNULIÐ TAPAR ! ÞEGAR ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF HRYNUR !
- ÓPÓLITÍSK FORSETAKOSNING Á ÍSLANDI ER EKKI MÖGULEG !
- INGA LIND KARLSDÓTTIR, EKKI AÐEINS FALLEG HELDUR EINNIG GÁFUÐ !
- STJÓRNLAGAÞINGIÐ ER EITT ALLSHERJAR KLÚÐUR ! JÓHANNA VERÐUR A...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar